Vikan


Vikan - 17.12.1964, Síða 37

Vikan - 17.12.1964, Síða 37
jólatré og fór með heim, enda þótt hann væri vanur að kaupa það tveim dögum seinna. Ekki sagði liann Júlíu konu sinni hvað fyrir hafði komið i strætis- vagninum. Kom sér ekki að því, einhverra hluta vegna. Henni duldist það þó ekki, að nú hafði hann breytzt i þann góða, gamla Hermann, og það duldist far- þegum lians ekki heldur. Þó að nú væri hver síðastur, hófu þeir skefjalausa kosningaherferð með áróðri, smalamennsku og öllum þeim brögðum, sem einkenna allar kosningar í lýðfrjálsu landi og linntu ekki fyrr en á að- fangadagskvöld, þegar atkvæða- greiðslunni var endanlega lok- ið. Þessi leiftursókn á siðustu stundu varð til þess að Hermann hlaut kosningu sem Vinsælasti Vagnstjóri Ársins með þrem at- kvæðum fram yfir þann, sem næstur varð, Jerry O’Shay Og farþegarnir fögnuðu úrslitunum engu minna en þau Hermann og Júlia kona hans, þegar tilkynn- ingin um þau var fest upp í vagnana á jóladag, og gamla konan hún Cornfelter lýsti há- tíðlega yfir því, þótt ósatt væri, að sér hefði aldrei komið til hugar að kosningin gæti farið öðruvisi. Og það var gamla konan, sem kom þeirri sögu á kreik, að á- reiðanlega hefði Hermann átt við einhverja heimilisörðugleika að striða um skeið. Aftur á móti var það kenning töfralæknisins, að Hermann hefði orðið fyrir á- löguin, sennilega af völdum Jerrys O’Shay. Það var Júlia ein, sem vissi, að það hafði tek- ið hann tímann sinn að venjast nýju gleraugunum. f fullri alvöru Framhahl af bls. 2. ungu fólki að lifa saman nánu samlífi og við því er ekkert að gera. Sumir segja: úr þvi svo er komið, er ekkert að gera fyrir þessháttar fóllc annað en að gifta sig og þjóðfélagið má ekki leggja stein í götu þess. En hversvegna fer hjónaskilnaðar- málum fjölgandi lilutfallslega í flestöllum löndum? Það er vegna þess, að fólk gengur í hjónaband- ið yngra og yngra. Þegar full- um tilfinningaþroska er náð, þá rennur það upp fyrir suniu af þessu fólki, að það á ekki sam- leið. Og þá hefur því ef til vill orðið barna auðið, búið að gera tilraun til að eiga saman heim- ili og þessvegna verður skilnað- urinn sársaukafullur. Að visu getur það lika komið fyrir fólk að eignast börn, sem er meira og minna saman ógift, meðan þetta sem það hélt að væri ást, er að brenna út. En ])ó eru líkurnar minni, því hjónabandið er sjálfsögð for- senda þess að fólk eigi saman börn. Og sextán ára stúlka, sem er ósköp skotin, getur átt eftir að sjá það áður en hún verður átján ára, að það eitt er hald- lílill grundvöllur fyrir hjóna- band; grundvöllur, sem hrynur til grunna, ef pilturinn hennar reynist með tímanum ekki hafa annað til síns ágætis en friða snoppu. Hjá unglingum með ó- þroskað tilfinningalíf er það hinsvegar nóg ástæða fyrir hjónabandi, ef leyfi fengist. Að öllu þessu athuguðu finnst mér líklegt, að presturinn hafi ekki rétt fyrir sér og að það mundi vanhugsað að lækka aftur lág- marksaldur fyrir hjónaband. GS Tvær aldir á eldfimu Kirkjulofti Framhald af bls. 5. geymslu kóngsins á Slotshólman- um. A þessu stigi málsins er aðeins hægt að slá einu föstu: Við höfum unnið í happdrættinu. Dönum tókst ekki að gereyða handritunum þrátt fyrir algert kæruleysi um afdrif þeirra. Það væri ástæða til að halda svo sem eina sam norræna ráð- stefnu til að fagna því. GS. Jólaloikrit ÞjóSleik- hússins Framhald af bls. 23. ina og kemst að því, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er „Betra að vera lifandi hundur en dautt Ijón." Litlikarl e'r út úr spili lífsins, en samt ekki dauður í öllum æðum. Nú á hann í rauninni eftir að upp- skera árangur alls stritsins og fórn- fýsinnar í þágu mannkynsins. Heið- ursmerkjum og heiðurstitlum rignir yfir hann, og hann er svo upptek- inn af öllu umstanginu, að hann tekur varla eftir því þegar hans heitt elskaða Eví hverfur alveg af sjónarsviðinu. ,,Of seint ég varð þess vís, — þú varst mín góða dís — þá vegsemd eina kýs ég, þig." Hann fer að skrifa endurminn- ingar sínar eins og svo margur annar mætur maður, og rifjar upp liðin ár. Þá loks kemst hann að réttri niðurstöðu. „Hverskonar bjálfi er ég, — sem elskaði aldrei neinn — annan en sjálfan mig — og hélt að ég skipti máli einn?" En að lokum hlýtur hann þá hamingju, sem hann hefur ávallt beðið eftir: Dóttirin, sem hann hef- ur aldrei sýnt ást né hlýju, færir honum dótturson. En það ætlar að fara með þennan litla dreng eins og þann sem Litlikarl átti með 1' ualitone Karl- manna- skór ^JívannSertfs SrmSur VIKAN 51. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.