Vikan - 17.12.1964, Qupperneq 40
Husqvarna
Eru nytsamar
tækifærisgjafir
Husqvarna
straujárn
Husqvarna
vöfflujárn
Gonnor Ásgeirsson hí.
SuSurlandsbraut 16.
Sími 35200
Husqvama
Hns(|varna eldavélin er ómissandi í hverju
nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og alit
það sem tækni nútímans getur gert til þess að matargerð-
in verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna
eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum
bökunarofni.
Leiðarvísir á íslenzku, ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir.
Eldri kaupendur fá sendan leiðarvísi gegn kr. 25,00 greiðslu.
Hann fer austur hvenær sem færi
gefst, til að halda athugunum sín-
um áfram, og nú hefur hann feng-
ið í lið með sér nokkur fyrirtæki,
sem styðia hann hvert á sinn hátt
til framkvæmda. Hjá einu þeirra
fær hann lánaðar, leigðar eða
gefnar pípur, annars staðar fær
hann sápu til að athuga áhrif henn-
ar á hveravatnið, enn annars stað-
ar hjálpa menn til með flutninga
á tækjum austur og VIKAN vill
gera sitt til að vel megi heppnast.
Þetta er nefnilega ekki lengur
neitt gamanmál, sem menn gera
gcðlátlegt gys að. Það er vafalaust
milljónum króna varið á hverju ári
til að laða hingað ferðamenn, og
hvort sem Geysi er minnzt í því
sambandi eða ekki, þá er það að-
eins tvennt, sem útlendingar vita
um landið, ef þeir þá vita nokkuð.
Það er að hér er eldfjall, sem
heitir Hekla og geysir, sem heitir
Geysir. Allir vita að eldfjöll gjósa
ekki fyrir ferðamenn, og þeir vita
líka að svona frægur goshver eins
og Geysir er, hlýtur að gjósa fyrir
ferðamenn.
Þess vegna er ekki annað en
duga eða drepast — láta Geysi
gjósa aftur, eða hætta alveg að
tala um hann, en bora þess í stað
eina fallega ferðamannaholu hérna
í bæjarlandinu, sem hægt er að
skrúfa frá kl. 14 og 16 alla virka
daga á tímabilinu frá 1. júnf til
31. ágúst ár hvert.
Það þarf ekki að fara alla leið
austur í Haukadal til að útbúa
slíkan automat.
G.K.
Að feðra börn og borga
fyrirfram
Framhald af bls. 11.
átt að kosta í sölu kr. 300 þúsund.
Þar við bætist svo sú upphæð, sem
til hefði þurft að gera höllina að
mannsæmandi vistarveru. Ekki þori
ég að spá um, hversu mikill kostn-
aður hefði svo farið I endurbætur
á húsnæðinu, ef eftir lýsingum bréf-
ritara að dæma, hefur varla vant-
að mikið á, að endurbyggja þyrfti
húsið.
Tvívegis bauðst mér í haust hús-
næði, sem átti að leigjast fyrir það
eitt, að standsetja það. Hvort
tveggja voru kofaræksni utan við
bæinn. [ öðrum kofanum var raf-
magn og olíufýring. Þar fylgdi með
að hafa húseigandann í einu her-
berginu og gefa barni hans að
éta og líta eftir því daglangt. Hinn
kofinn er langt úr alfaraleið, æfa-
gamall og kominn að hruni, raf-
magnslaus, upphitaður með olíu-
kyntri kolaeldavél og olfuofni. Það
mætti kannski stugga inn í hann
fé til skjóls fyrir vondum veðrum,
en mannabústaður er sá kofi ekki
lengur. Og kostnaðurinn við stand-
setningu hvors hússins um sig,
ásamt aukakostnaði við milliferð-
— VIKAN 51. tbl.