Vikan - 17.12.1964, Síða 41
ir, þQr sem þetta var fyrir utan
bæ, hefði ekki komið betur út en
að leigja í bænum, þótt strembið
sé.
Og ýmsar eru sögurnar, sem
maður hefur heyrt. Kunningi minn,
maður með konu og tvö ung börn,
hefur verið húsnæðislaus síðan um
mitt sumar og hýrzt í horni hjó
tengdamóður sinni, fékk nýlega
loforð fyrir húsnæði — einu her-
bergi, litlu eldhúsi og geymslu-
skonsu — til 6 mónaða. 2500 krón-
ur ó mónuði og allt fyrirfram —
nóttúrlega hiti og rafmagn að auki.
Væri herbergið að tarna til sölu,
með sinni eldhúsboru og geymslu-
kompu, myndi verðið ó því sam-
kvæmt þessu vera 300 þúsund
krónur. Og mér er til efs, að marg-
ir yrðu gróðugir ( þau kaup.
Einn gat fengið leigða tveggja
herbergja nýja ibúð í hóhúsi ef
hann kostaði og sæi um mólningu
ó henni. Leigan ótti að vera fjögur
þúsund ó mónuði og órið fyrir-
fram. Einn gat fengið gamla en
vel með farna fjögurra herbergja
íbúð, ef hann vildi borga fyrir
hana 6 þúsund krónur ó mánuði
og tvö ár fyrirfram. Og þannig
mætti lengi telja. Ein furðulegasta
sagan, sem heyrzt hefur er um
heimilisföðurinn, sem gat fengið
rétt til að leigja ákveðna, þriggja
herbergja ibúð, nýja, fyrir 5.500
krónur á mánuði, ef hann vildi
taka að sér að feðra barn, sem
húseigandinn hafðl é sínum snær-
um.
Hér að framan hefur verið sýnt
fram á, að ekki er í öllum tilfellum
um okur að ræða, þótt íbúðir séu
leigðar dýrt. En þetta ákvæði um
fyrirframgreiðslu, sem virðist nokk-
uð fast orðið í húsnæðismálum
höfuðstaðarins, hefur mörgum orðið
erfiður biti. Flestum er erfiðara að
snara út — segjum 48 þúsund krón-
um — í einu lagi en að skipta þeirri
upphæð I 12 hluta og borga s(na
ögnina í hverjum mánuði — 4000
krónur í hvert skipti. Með fyrir-
framgreiðslunni verður leigjandinn
alls að borga um 2.200 krónum
meira en leiguupphæðin hljóðar
upp á, því í ófáum tilfellum verður
að taka víxil fyrir fyrirframborgun-
inni, og með því að greiða víxil-
inn mánaðarlega niður sem svarar
mánaðarleigu, hlaðast þessir vext-
ir á.
Fyrir nú utan það, hve erfitt er
að fá víxil!
Svo er eitt atriði enn, sem áður
nefndur bréfritari minnist á. Hann
segir svo:
„Til að bæta síðan gráu ofan
á svart, er víða sett það skilyrði,
að á framtali sé aðeins lítill hluti
leigunnar gefinn upp. Sbr. maður
leigir (búð fyrir kr. 3.000,00—
4.000,00 á mánuði, en kvittunin
hljóðar aðeins upp á kr. 600,00.
Skyldi slíkt og þetta ekki heyra
undir skattsvik?"
Jú, á því er enginn vafi. Svona
lagað heitir skattsvik. Og engu er
um að kenna öðru en linkind leigj-
endanna og neyð. Sá, sem hikar
við að ganga að þessum kjörum,
misSir íbúðina í hendur öðrum, sem
vílar ekki fyrir sér að gangast
undir skattsvik, sem síðan slá til
baka eins og búmerang með því
að hækka skattinn á honum sjálf-
um — bæði vegna aukins veltufjár,
af því að hann sleppur svo vel
með húsaleigu — eftir framtalinu
— og einnig vegna þess að hin
almennu skattsvik hækka til muna
gjöld þeirra, sem telja samvizku-
lega fram, annað hvort af sak-
leysi sínu eða af því að þeir geta
ekki annað.
En það liggur við, að það sé
verra að hafa gert sér Ijóst, að
ekki er endilega um okur að ræða,
þótt meðalíbúð kosti á mánuði hátt
( mánaðarlaun verkamanns. Því
þá kemur svo glögglega í Ijós, hvað
byggingakostnaður er æðisgenginn.
Það var þess vegna, sem ég hóf
þessa grein með því að vísa (
Morgunblaðið og Vísi. Þessi blöð
eru málgögn stærsta og valdamesta
stjórnmálaflokks landsins, og von-
andi líta forráðamenn hans ein-
hvern tíma ( blöðin s(n. Þeir ættu
að gera það til tilbreytingar, svo
sem eins og eina viku, helzt kring-
um mánaðamót, að hætta að hnusa
eftir því hvað um þá stendur í
þingfréttunum, og lesa þess ( stað
húsnæðisauglýsingarnar. Ég trúi
því ekki, að þeir séu svo ómann-
legir, að þeir fari þá ekki að
grennslast fyrir um, hvað að baki
auglýsinganna liggur. Því það þarf
að breyta pólitíkinni.
Það er algengt á (slandi, að
boðað sé til verkfalla og kjarabæt-
ur heimtaðar. Atvinnurekendur
streitast á móti, og stundum finnst
manni, að allt þetta brölt sé að-
eins skollaleikur þeirra sem ráða
verkalýðsmálum og þeirra, sem
standa fyrir fjármálum þjóðarinn-
ar. Hinir fyrrnefndu rembast við
að skrúfa upp kaupið, en hinir síð-
arnefndu leggja allt kapp á að
gera það að engu með auknum
verðhækkunum á öllum sköpuðum
hlutum. Af þessu kapphlaupi verð-
ur það, sem kallað er verðbólga,
en það bólgukýli pínir þjóðina.
Aðal fótur meinsemdarinnar er
þessi gífurlegi húsnæðiskostnaður,
sem sprettur af fáránlega háum
byggingakostnaðl. Satt er það að
vísu, að margir byggja brjálæðis-
lega dýrt og skynsemdarlaust, en
allt, sem til bygginga þarf, er
óheyrilega dýrt. Að ekki sé mlnnzt
á sviksemi verkamanna þeirra og
iðnaðarmanna, sem við bygging-
arnar vinna. Sé nokkur vilji hjá
forráðamönnum þjóðarinnar til
þess að stöðva þessa verðbólgu,
stinga á kýlinu og græða það,
verður þegar í stað að grípa til
róttækra ráðstafana. Það sér hver
heilvita maður, að ekkert normalt
efnahagslíf getur þróazt, þar sem
meðalmaðurinn verður að borga
um 40% brúttólauna sinna — eða
jafnvel melra — fyrir þau hlunn-
indi ein, að fá að hafa fjóra veggi
utan um sig og fjölskyldu sína og
NYTT!
NYTT!
NYTT!
VIKAN 51. tbl.
41