Vikan - 17.12.1964, Page 43
Jólagjöf karlmannsins
fáið þér hjá okkur -
Góðar vörur
Góð þjónusta
þak yfir. Ljós og hita að auki. Opin-
ber giöld verða a.m.k. 25%. Þá
eru komin 65%. Fæði 20%. Alls
85%. Þá er eftir að greiða Ijós
og hita, klæði og annað sem telst
til lífsnauðsynja. Með þessu móti
verður maðurinn í algerri klemmu,
og velta viðskiptalífsins kotrast
saman og verður óeðlilega rýr.
Árangurinn: Minni velta til að
skattleggja, minni geta til við-
skipta. Væri ekki ráð að lækka
öll giöld á öllum byggingavörum,
og stuðla þannig að lægri bygg-
ingakostnaði? Líka mætti hið opin-
bera setia mikinn kraft í að byggja
haganlegar og góðar íbúðir, segium
500 eða 1000 á ári eftir þörfinni,
skipta þeim í tvo flokka. Hafa helm-
inginn til sölu á hóflegu verði og
hinn helminginn til leigu með við-
unanlegum leigukiörum. Ur núver-
andi ófremdarástandi er hægt að
bæta, ef viljinn er fyrir hendi. Um
leið og hinn vinnandi maður á
meiri afgang af tekjum sínum, get-
ur hann veitt sér meira og verður
ánægðari, þar með lifnar yfir við-
skiptalífinu og veltan verður meiri.
Ríkið og bæiarfélögin fá skattana
sína aftur inn af aukinni veltu.
Kannski eru fleiri leiðir til og betri
leiðir, en það bólar ekkert á því,
að að þeim sé leitað, né neitt gert
í málinu. Að vísu stendur nú til
að auka útlán á vegum Húsnæðis-
málastjórnar allverulega, en það
lækkar byggingakostnaðinn ekki
hót. Allar vörur og öll vinna eru
á sama verði eftir sem áður, og
varla eykst samvizkusemin og ráð-
deildin.
Kannski segir einhver sem svo,
að það sé tilgangslaust að tala um
ódýrari byggingarmáta og þess
háttar, því fólkið vilji lúxusíbúðir.
Allt í lagi. Leyfum þeim að byggja
sér lúxusíbúðir, sem það vilja, en
þeir verða þá bara að leggia þeim
mun harðara að sér og það er
ekki nema sjálfsagt að skattleggja
þá ( samræmi við þær tekjur, sem
þeir sýna með byggingunni. Það
á ekki að standa hinum venjulega
meðalmanni fyrir þrifum, þótt fá-
einir bitlingamenn og auðkýfing-
ar hlaði milljónum utan á sig.
Að lokum viljum við beina þeim
tilmælum til allra þeirra, sem vita
dæmi um dýra og fáránlega húsa-
leigu, að þeir stingi niður penna
og láti okkur vita. Það er ekkert
einkamál þitt, lesandi góður, þótt
þú srtjir í lélegu og jafnvel heilsu-
spillandi húsnæði, og borgir háa
leigu fyrir það. Það er mál allrar
þióðarinnar. Við óskum eftir því,
að væntanlegir bréfritarar láti nafns
síns og heimilisfangs getið, en það
fer ekki lengra án leyfis viðkom-
anda.
Við höfum ekki leyfi til að sitja
þegjandi og horfa á, hvernig allt
heldur áfram að hlaða utan á sig
og launin verða að engu — það
er meira um vert að eitthvað verði
úr því, sem menn vinna sér inn,
fremur en að hrópa stöðugt og
æpa á hærri krónutölu. ★
VIKAN 51. tbl. — ^0