Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 46
Innri hurS meS gleri. Tvö heimsfypiptæki FRA AEG: SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR, ELDAVÉLAR, ELDAVÉLASETT, GRILLOFNAR OG OG ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA. FRA BOSCH: KÆLISKÁPAR, FRYSTIKISTUR, ÞEYTIVINDUR OG HRÆRIVÉLAR. SÖLUUMBOÐ: Reykjavík: Akranes: Patreksf jörSur: IsafjörSur: SauSárkrókur: Akureyri: Húsavík: Austurland: Vestmannaeyjar: Keflavik: HúsprýSi h.f., sími 20446. Staðarfell h.f. Vesturljós. Verzl. Kjartans R. Guðmundssonar. Kaupfélag Skagfirðinga. K.E.A. Kaupfélag Þingeyinga. Verzl. Elísar Guðnasonar, Eskifirði. Haraldur Eiríkssonar. Stapafell. Bræðurnir Ormsson h.f. Vesturgötu 3 — Sími 11467. verkfræðingur. Þeir hafa farmiða alla leið til Parísar. Ég hef séð plöggin þeirra. Ég hef lögreglu- skilti. Lestarvörðurinn sýndi eng- an mótþróa Hann. hefur alla far- miðana og vegabréfin í klefa sín- um. Þriðji maðurinn, þessi með kýlið aftan á hálsinum, hann er líka með kýli í framan. Fálkaleg- ur og Ijótur ruddi. Ég hef ekki ennþá séð vegabréfið hans. Hann ferðast í sæti á fyrsta farrými, í næsta klefa við mig. Hann þarf ekki að láta vegabréfið sitt af hendi fyrr en við landamærin. En hann hefur látið farmiðann sinn af hendi. Eins og töframaður þreif Kerim gulan fyrsta farrýmis miða upp úr frakkavasa sínum. Svo stakk hann honum aftur í vasann. Hann glotti stoltur við Bond. — Hvernig í andskotanum fórstu að því? Kerim flissaði. — Áður en hann fó.r að búa um sig fyrir nóttina, fór hann á klósettið. Ég stóð á ganginum og allt í einu mundi ég, hvernig við fengum okkur ókeypis ferðir með lestunum, þegar ég var strákur. Ég beið í eina minútu. Svo fór ég og hristi klósetthurðina. Ég héit fast í dyrahandfangið og sagði: — Lestarvörður. Gerið svo vel að afhenda farmiðann. Ég sagði þetta á frönsku og aftur á þýzku. Það heyrðist eitthvað fyrir innan og ég fann að hann var að reyna að opna dyrnar. Ég hélt fast í handfangið, svo hann héldi að dyrnar væru læstar. — Sparið yður ómakið, Monsieur, sagði ég kurteislega. — Rennið miðanum undir hurðina. Hann fiktaði eitt- hvað svolítið meira við dyrahand- fangið og ég heyrði másið í hon- um. Svo gerðist ekkert svolitla stund ,svo skrjáfaði eitthvað undir hurðinni. Þarna var farmiðinn. Ég sagði: Merci, Monsieur, mjög kurt- eislega, tók upp farmiðann og flýtti mér inn í næsta vagn. Nú sefur heimskinginn á sitt græna eyra. Hann heldur sjálfsagt, að hann fái farmiðann aftur við landa- mærin. En þar fer hann villur veg- ar. Farmiðinn verður orðinn að ösku og askan komin veg allrar verald- ar. Kerim benti út í myrkrið úti fyrir. — Ég skal sjá til þess, að maðurinn verði settur úr lestinni, hversu mikla peninga, sem hann hefur verið með. Honum verður sagt, að kringumstæðurnar þurfi rannsóknar við. Það verði að bera framburð hans saman við farmiða- söluna. Hann fær svo að fara með seinni lest. Bond brosti: — Þú ert stórkost- legur, Darko. Hvað um hina tvo? Darko Kerim yppti þreknum öxl- unum. — Mér dettur eitthvað í hug, sagði hann. — Leiðin til að veiða Rússana er að gera þá hlæqilega. Koma þeim í vandræðf. Það þola þeir ekki. Einhvernveginn skal ég koma út svitanum á þelm. Svo skul- um við láfa MGB eftlr að refsa þeim fyrir að standa ekki f stykk- inu. Þeir verða vafalaust skotnir. Meðan þeir töluðu, hafði lestar- vörðurinn komið út úr númer sjö. Kerim sneri sér að Bond og lagði höndina á öxl hans. — Hafðu eng- ar áhyggjur, James, sagði hann glaðlega. — Við skulum sjá um þessa náunga. Farðu til stúlkunnar þinnar. Við hittumst aftur í fyrra- málið. Ég býst ekki við, að við sofum mikið í nótt, en við því verð- ur ekki gert. Einn dagur er öðrum frábrugðinn. Kannske getum við sofið á morgun. Bond horfði á stóra manninn þramma niður eftir ganginum. Hann tók eftir því, að þrátt fyrir síingur lestarinnar, kom hann aldrei við veggina með öxlunum. Bond fann, að honum þótti vænt um þennan óheflaða, glaða atvinnu- njósnara. Kerim hvarf inn í klefa lestar- varðarins. Bond snerist á hæli og drap miúklega dyra á nr. 7. 22. KAFLI - ÚT ÚR TYRKLANDI. Lestin þaut í gegnum nóttina. Bond sat og horfði á tunglskinsbjart landslagið og einbeitti sér að því að vaka. Allt reyndi að svæfa hann. Nið- ur hjólanna. Dáleiðsluhæfileikar silfurglitrandi símalínanna utan með járnbrautarlínunni, reglu- bundnir skellirnir í vagntengslun- um. Svæfandi brestirnir ( innviðum herbergisins. Jafnvel hinn djúpblái bjarmi náttljóssins yfir dyrunum, virtist segja: — Ég skal vera á verði fyrir þig. Ekkert getur gerzt, meðan logar á mér. Lokaðu aug- unum og sofðu, sofðu. Höfuð stúlkunnar var heitt og þungt í kjöltu hans. Hann sá að það myndi vera rúm fyrir hann, ef hann skriði undir teppið til henn- ar og legðist þétt upp að henni, sneri sér að baki hennar með hné sín í hnésbótum hennar, hvíldi höfuðið á hári hennar, sem breidd- ist um koddann. Bond kreisti saman augun og opnaði þau aftur. Svo lyfti hann úlnliðnum varlega. Klukkan var fjögur. Eftir klukkustund yrðu þau komin að landamærunum. Kannske gæti hann sofið eitthvað þegar þau færu þaðan aftur. Hann myndi láta stúlkuna hafa byssuna, setja branda fyrir dyrnar og hún gæti verið á verði. Hann horfði niður á fallegan, sofandi vangasvipinn. Hve sak- leysisleg hún var, þessi stúlka, frá rússnesku leyniþjnóustunni — brá- hárin, sem krýndu kinnarnar, var- irnar aðskildar, hárið í óreiðu yfir enninu og hann langaði til að ýta því aftur, bursta það og sameina það. Stöðugur sláttur slagæðarinn- ar á hálsinum. Hann fann blíðuna gagntaka sig og langaði til að taka hana í fang sér og þrýsta henni upp að sér. Hann vildi, að hún vaknaði, ef til vill frá fallegum draumi, svo hann gæti kysst hana — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.