Vikan - 11.03.1965, Qupperneq 4
Framhaldssagan
Spumingin hékk á milli þeirra
í þöglu, björtu herberginu. Svo
andvarpaði Noessler lítið eitt og
gekk út að glugganum, þar sem
Alparnir teygðu sig fyrir utan.
Hann stóð þögull eitt andartak:
— Fyrirgefið mér.
— Þetta er allt í lagi, sagði
Julie fljótmælt. — En hvernig
vissuð þér það? Hvers vegna
komið þér með svona spurningu?
— Frú Thorpe, ef ég segi yður
svolítið, viljið þér þá lofa að
láta það ekki fara lengra? Hann
þagnaði og dró djúpt andann. —
Annars getur kannske farið illa
fyrir okkur. Hann sneri sér frá
glugganum og sagði: — Sjáið
þér til. Við leyfum að vissir hlut-
ir fari fram á þessu hóteli. Yður
er náttúrlega kunnugt um
ástandið í vissum hlutum Evrópu.
Þar er mikil þjáning. Lokuð
landamæri. Illa meðfarið og
hrætt fólk. Og þetta fólk vill
halda áfram að lifa. Vinir þeirra
og aðstandendur vilja gjarna ná
þeim. Skiljið þér mig, Madame?
— Ég held, að ég sé farin að
skilja. Hún sat spennt og hlust-
aði með lýsandi augum.
— Og þess vegna hefur auð-
vitað myndazt nokkurskonar
svartur markaður, þar sem verzl-
að er með þetta fólk. Hann brosti.
— í rauninni ætti hann ekki að
kallast svartur. Heldur hvítur.
Gut. Þetta eru nafnlausir sendi-
boðar, sem hætta lífi sínu til að
smygla fólki út úr þessum óham-
ingjusömu löndum. Og hvaða
land er það, sem liggur upp að
þessum landamærum? Land, þar
sem auðvelt er að gera ýmislegt.
Land, sem á banka, sem ekki
setja fram neinar spurningar.
Land, sem á fjallasvæði og staði
þar sem hægt er að fara huldu
höfði? Sviss að sjálfsögðu. Skiljið
þér nú, Madame?
— Þér meinið sem sagt að
Alpenstadt sé miðpunktur —
miðstöð.
— Nei, sagði hann fljótmæltur.
— Svo mikið vil ég ekki taka
upp í mig. En þar sem málefnið
er gott... Þá lokum við augun-
um fyrir vissum hlutum. Við
fylgjumst ekki með því, hvað
gestir okkar gera. Ef einhver
vildi halda manni leyndum í her-
berginu sínu, stundarkorn, þá
tökum við ekki eftir því. Við ger-
um ekkert, sem er ólöglegt, en
það kemur okkur ekki við ... f
yðar landi var til neðanjarðar-
björgunarstofnun fyrir stroku-
þræla, var það ekki? Þetta er
ekki svo mjög fróbrugðið. Við
erum óopinber stöð á þessari
flóttamannabraut neðanjarðar.
— Ég skil, sagði Julie. —
Og... það var sem sagt þess
vegna, sem tengdamóðir mín
kom hingað? Hún var komin í
samband við einn hópanna, til
að reyna að finna son sinn?
-—- Já, ég er viss um það. Það
fannst á henni. Framkoma henn-
ar var mjög táknræn. Hann kink-
aði kolli, hátíðlega. — Sjáið þér
til, Madame. Við höldum okkur
sjálfum alveg fyrir utan þetta,
en við getum ekki komizt hjá því,
að vita að það er stofnað til
vissra sambanda. Hann þagnaði.
Augnaráð hans var milt og dap-
urlegt. — Hann var eiginmaður
yðar? Var það ekki?
— Jú, hann var maðurinn
minn.
— Svo sorglegt. Þá undra ég
mig enn meira á því, að hún
skyldi haga sér eins og hún gerði.
En þær brellur, sem henni duttu
í hug! Hún gekk meira að segja
svo langt, að reyna að múta fólki.
Noessler hristi höfuðið. — En sú
kona!
Julie hallaði sér spennt fram
á við í stólnum. — Herra Noessl-
er, það bjuggu nokkrar mann-
eskjur í kofa — stuttur, feitur
maður, kona og tvö börn. Voru
það barnabörn frú Thorpe?
— Barnabörn? Hann var skiln-
ingslaus á svipinn. -— Haldið þér
að þessi börn hafi verið börn
mannsins yðar, Madame? Reyndi
tengdamóðir yðar að telja yður
trú um það?
— Ó, nei, sagði Julie. — Þvert
á móti, hún neitaði því alveg
ákveðið. Einmitt þess vegna var
ég viss í minni sök og drengur-
inn líktist. ..
—- Nei, greip Noessler fram í
fyrir henni og hristi ákafur höf-
uðið. — Ég er viss um að þannig
var það ekki, Madame. Þessi
börn og þessi stutti, feiti maður
og konan, þau hafa verið hér
áður. Ég er viss um, að þau eru
aðeins milliliður. Og börnin voru
með sem dulargervi, til þess að
þetta liti út eins og venjuleg
fjölskylda í fríi í Ölpunum. Sjáið
þér til, hélt Noessler mjög vin-
gjarnlega áfram, — það var það,
sem ég gat ekki skilið. Ef maður
yðar hefði gifzt og átt börn með
annarri — þá hefði ég getað
skilið, að frú Thorpe hefði vilj-
að losna við yður. En þar sem
sú var ekki raunin, var ekki
hægt að búast við að það væri
af öðru en hún hataði yður ...
Eða vegna þess, að maðurinn
yðar hataði yður ...
— Það get ég ekki ímyndað
mér að hann geri, sagði Julie með
hálfkæfðri rödd. — Ég get ekki
skilið, hversvegna hann ætti að
gera það. Og hvað henni viðkem-
ur ... Þá býst ég við, að hún hafi
í rauninni alltaf hatað mig.
Henni fannst ég ekki nógu fín.
Ég gæti trúað hverju sem er um
hana.
— Hún var frámunalega áköf
í því að losna við yður frá Alpen-
stadt, sagði herra Noessler. -
Strax sama dag kom hún og
reyndi að fá mig til að hjálpa sér
við að hrekja yður héðan burt.
Hún stakk upp á því að við skild-
um falsa símskeyti og síðan
ætlaði hún að útbúa smáslys ...
Julie hélt krampataki í stól-
armana og leið bölvanlega. Svif-
brautin, sem nam staðar ... Mað-
urinn við brúna, ýtti í bakið á
henni með lurknum sínum ...
— Hún vildi ekki að þér dæj-
uð, sagði Noessler. — Vegna rétt-
lætisins verð ég að láta þess get
ið, að hún vildi ekki að þér dæj-
uð. Hún ætlaði aðeins að hræða
yður, sagði hann. Hún var mjög
glöð yfir þessu atviki með fjósa-
manninn. Kannske að hún hafi
mútað honum? Hver veit? Ég
veit bara, að hún var bálreið út
í mig, vegna þess að ég vildi ekki
hjálpa henni. Ég bað alltaf til
guðs að ekkert myndi henda yð-
ur, frú Thorpe.
Julie reis á fætur, tók um hönd
hans og hélt henni eitt andartak.
— Þér eruð heillandi kona, frú
Thorpe. Eitt andartak leit hann
beint í augu hennar. Svo leit
hann undan. — En hvað sem
þetta allt saman hefur nú átt að
þýða, þá finnst mér að þér ætt-
uð ekki að gefast upp. Þessi
fyrstu sambönd þeirra í gegnum
síma, eru táknræn vinnubrögð.
Ég hef nægilega mikil sambönd
í flugfélaginu til að geta komið
því í kring að nafn yðar standi
efst á biðlistanum, dag frá degi,
þótt þér ekki notið það.
-—• Og má ég vera hér kyrr?
Er ég yður ekki tiT óþæginda?
— Að sjálfsögðu ekki, Ma-
dame. Að vísu erum við farnir
að fækka starfsliði. Starfstíma
bilið er mjög stutt hérna uppi í
fjöllunum og regnið hrekur menn
fjótt í burtu. En fyrir yður höf-
um við alltaf möguleika. Það
færðist dapurlegur svipur yfir
fallegt, karmannlegt andlit hans.
— Þér voruð mjög ástfangin af
manni yðar, frú Thorpe ... Þetta
var ekki beinlínis spurning, held-
ur öllu fremur staðhæfing.
Julie kinkaði kolli: — Já, ég
var það og er það enn.
— Einmitt! Hann hló stuttara-
lega. — Gott. Og hversvegna
ekki? Þá er bara um að gera að
vera þolinmóð. Hann brosti, og
nú var meðaumkun í brosi hans.
— Fólkið er undarlegt, en þeir
eru furðulegir þessir björgunar-
menn. Þeir eru svo varir um sig.
Þeir vilja gera hlutina á sinn
hátt og stundum gera þeir þá
mjög hægt. En þegar þeir hafa
gefið sig fram, er orrustan unnin
til hálfs.
Nú var hún ekki lengur ein-
mana í Alpenstadt. Noessler
hafði gefið henni Russel Thorpe.
Ekki skuggaveru, ekki aumkun-
arverða raggeit, sem var yfir-
^ VIKAN 10. tbl.