Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1965, Síða 4

Vikan - 29.04.1965, Síða 4
 Vor- og sumartízkan 1965 ULLARKÁPUR - TERRYLENEKÁPUR REGNKÁPUR - DRAGTIR HATTAR - NYLONHANZKAR SKINNHANZKAR - HANDTÖSKUR Nýjar vörur í hverri viku Póstsendum BERNHARDLAXDAL KJÖRGARÐI AKUREYRI ERU BARIR OG PARTÝ EINU STAÐ- IRNIR? Herra ritstjóri! Mig langar til þess að biðja yður um að koma þessu málefni á framfæri í blaði yðar, á þann hátt er þér teljið vænlegast til þess að vekja á því athygli. Kona um þrítugt missir mann sinn frá fjórum börnum. Hún á fallegt heimili og er í góðum efnum. Þrátt fyrir það er líf hennar einmanalegt og hamingjusnautt. Hún hefir vanizt hjónabandslífi og átt góðan mann. Einlífið reyn- ist henni erfitt. Hana langar til þess að giftast aftur, bæði vegna barnanna og sjálfrar sín. En nú kemur vanamálið. Hvar á þessi kona kost á því að kynn- ast manni við sitt hæfi. Eina leiðin virðist vera sú, að stunda bari höfuðborgarinnar — og fara í tilheyrandi partý á eftir. — í þessu tilfelli bragðar konan ekki áfengi — svo að þessi leið er úti- lokuð. Um kynningu á vinnu- stað er ekki að ræða, þar sem starfssvið konunnar er eingöngu bundið við heimilið. Hjón um fertugt hafa skilið með fullu samkomulagi beggja aðila. Konan situr eftir í heimil- inu með þau af börnum þeirra sem ennþá eru ógift. Maðurinn leigir sér herbergi úti í bæ. í fyrirtæki því er hann vinnur við er allt fólk gift — að undanskild- um ungum stúlkum. í báðum þessum tilfellum hef- ir „omgangskreds" þessara aðila verið bundinn við gift fólk — en breytist nú við þessar nýju að- stæður. Ótal dæmi eru til, þessu lík. En það versta er, að það fólk er bezt /virðist fallið til hjúskap- ar, neyðist til þess að lifa áfram ógift, ef það missir maka sína, vegna þess að það hefir ekki aðstöðu til þess að kynnast á nýjan leik á heilbrigðum grund- velli. í mörgum tilfellum er fólk þetta hættulegt hjónabandslífi annara, án þess að það geti að því gert, þar sem það er veikt fyrir á sviði kynferðislífsins. Er ekki eitthvað hægt að gera til þess að leysa vandamál þessa fólks. Væri ekki hægt að stofna „klúbb“ fyrir ógift fólk sem kom- ið er á miðjan aldur? Er ekki tilvalið fyrir einhverja ferðaskrifstofuna að efna til hópferðalaga fyrir einstaklinga? Hér er á ferðinni verkefni fyr- ir þá er láta sig einhverju varða þjóðfélagsleg vandamál og til- gangurinn með þessum skrifum sá, að vekja á því athygli. Ónefnd kona. Þetta er sannarlega vandamál og réttilega bent á, að það er í rauninni enginn staður, þar sem fólk af þessu tagi getur kynnzt annar en skemmtistaðir og barir. Og ef til vill er bar ekki sá stað- ur, sem kona á þessum aldri ætti að fara til að leita sér að tilvon- andi maka. Það væri gaman að heyra frá lesendum um þetta. Það er ekki ómögulegt, að Vikan geri eitthvert efni úr þessu áður en langt um liður. HVAÐ Á AÐ SEGJA BÖRNUNUM UM EILÍFÐARMÁLIN? Kæri Vika! Ég er á ferðimii með brenn- andi vandamál og nú vil ég að þið leggið ykkur fram um að gefa mér svar, sem mark er á takandi. Ég er ung kona og móð- ir, en barnið mitt er svo ungt, að það er hvorki farið að spyrja um eitt né annað. Ég verð að viðurkenna, að ég er alveg trú- laus og maðurinn minn er að minnsta kosti alveg skeytingar- laus um trúmál. Á ég þegar til kemur að kenna barninu mínu að biðja bænirnar sínar og segja því af frelsaranum og guði al- máttugum og himnaríki, eða á ég að fara að eins og vinafólk okkar á sama aldri, sem eins er ástatt fyrir, að það trúir hvorki á framhaldslíf, guð né himnaríki og kennir börnum sínum það sama. Móðir, sem er góð vin- kona mín, hefur oft sagt mér, að hún geti ekki samvizku sinnar vegna logið að börnunum og kennt þeim, það sem hún sé sann- færð um að sé ekki til. Hún spyr: Hvað hugsa börnin, þegar þau fara að þroskast og hugsa sjálf- stætt og komast að raun um að ég hef verið að gabba þau. Hryn- ur þá ekki eitthvað af sjálfum þeim í rúst, um leið og þessi fallega spilaborg hrynur. Að sumu leyti finnst mér hún hafa rétt fyrir sér, en að sumu ^ VIKAN 17. íbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.