Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1965, Síða 20

Vikan - 29.04.1965, Síða 20
sem sleppir fram af sér beizl- inu, ef sleppt er af honum tök- unum. Það er gott veganesti í lífinu að hafa lært að hlýða og taka tillit til annara“. „Pabbi og mamma skilja mig ekki“. Þetta er það gamla og klass- iska tilsvar unglingsins, sem lent hefur á einhverskonar villigötum og afsakar breytni sína með skilningslegsi for- eldranna. Margir hafa bent á hættuna af því, að heimilin séu meira og meira að missa tökin á unglingunum, en samkvæmt niðurstöðum okk- ar er of mikið úr því gert. Þrátt fgrir allt og allt segja 33% að foreldrar sínir skilji sig fullkomlega og svo há tiltala er bæði undraverð og aðdáunarverð á vorum tím- um. Og ekki síst þegar við bætist að önnur 33% segja, að foreldrarnir skilji þau „nógu vel“ og 10% „að flestu leyti“. Það eru aðeins 8 af 60 sem kvarta yfir slæmum mig ekki, en ég skil þau“. Ann- ars er það greinilegt að afstaðan breytist nokkuð mikið frá 16 ára aldri og til tvítugs. Þeir sem kvarta eru allir 16—17 ára. Og sumir, sem eldri eru orðnir, við- urkenna, „að það var á vissum aldri, sem manni fannst þau ekki skilja neitt“. En svo hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að „þau viti yfirleitt betur“. Sum- um er það áskapað ævina út að mæta skilningsleysi: „Fyrst eru það foreldranir og síðan eigin- konan“. Sjónarmiðin eru eins mörg og einstaklingarnir. Sumum finnst skilningur jafnvel ekki æskileg- ur: „Ég gæti ekki sagt þeim það, sem mér býr í brjósti, mér finnst þau ekki skilja það og þau eiga ekki að skilja það“, segir 17 ára stúlka úr Hagaskólanum. Sumir hafa beinlínis kennt foreldrunum að skilja: „Ef þau skilja mig ekki, þá er það af því að þau lifa dá- lítið í gamla tímanum, en það má alltaf jafna með rólegum samræðum og útskýringum", segir piltur úr Hagaskólanum. með öðrum þeirra. En sé ég nógu þrjózkur, næ ég oftast mínu fram fyrir rest“. Nú eru ungar stúlkur orðnar dömur um fermingu og finnst það bæði sjálfsagt og réttlátt, að þær fái að skemmta sér og lifa sínu eigin lífi. En foreldr- arnir eru ef til vill seinir að átta sig á þessari skjótu breyt- ingu og unglingnum finnst hann meðhöndlaður eins og barn. Seytján ára Kennaraskólastúlka segir: „Þeir (foreldrarnir) álíta mig alltaf aðeins litlu stúlkuna sína, án þess að athuga, að ég er orðin fullþroskuð og fær um að hugsa um sjálfa mig og mitt einkalíf án íhlutunar þeirra og afskiptasemi um af hverju ég sé með þessum strák, sem er svona og svona en ekki hinum, sem þau þekkja og lízt betur á. Þau verða að skilja, að ég á sjálf að velja mér félaga en ekki þau“. Unglingarnir skilja vel, að for- eldrar þeirra ólust upp við ger- ólíkar aðstæður og sum segjast reyna að líta á skoðanir foreldr- ana í Ijósi þess Nítján ára Verzl- unarskólapiltur segir: „Þau eru 35 árum eldri en ég og þeim tekst vel að setja sig inn í breyttar aðstæður frá þeirra unglingsár- um“. Jafnvel sum úr hópi hinna yngstu (16 ára) róma gott sam- komulag við foreldrana: „Það er dásamlegt, hvað þau skilja mig. Mér finnst ég geta sagt þeim alla skapaða hluti úr mínu skemmt- analífi og öðru“, segir sextán ára stúlka úr verknáminu. Og önnur úr Verzlunarskólanum svarar spumingunni með annari spurn- ingu: „Gæti ekki verið, að mann sjálfan skorti skilning og þar með dómgreind á það, hvort mamma og pabbi skilja mann eða ekki?“ „A8 vera gamaldags er að fordæma“. Dandariskir unglingar und- irstrikuðu það í skoðana- lcönnun, sem ég minntist á finnst ekki, að fullorðna fólk- ið sé svo gamaldags. Annars voru þau ekki á einu máli um það, hvernig bæri að skilgreina hugtakið. Einn sagði: „Að vera gamaldags er að fordæma“. Nákvæmlega þriðjungur ungl- anna sagði, að fullorðið fólk væri alls ekki gamaldags. Nokkru fleiri, eða 26 af 60 sögðu, að það væri nokkuð misjafnt og færi eft- ir einstaklingnum, og 13 af 60 gátu fallizt á, að það væri býsna gamaldags. Sjö sögðu, að þeim hefði fundizt fullorðið fólk gamaldags um tíma, en ekki leng- ur. Annars bregður því ótrúlega víða fyrir að unglingarnir halda, að fullorðið fólk öfundi þá. Sér- UNGA KYNSIPDIN1965 OG EIFSSKOÐANIR HENNAR EIN UNG STÚLKA SEGIR: „FORELDRAR MÍNIR SKILJA MIG EKKI, EN ÉG SKIL ÞAU.“ AFTUR Á MÓTI KVARTA FÆST YFIR ÞVÍ, AÐ ÞAU MÆTI SKILNINGSLEYSI HJÁ FORELDRUM SÍNUM. skilningi og 2 staðhæfa, að um engan skilning sé að ræða. Svo þessi klassiska umkvört- un, „Pabbi og mamma skilja mig ekki“ á tæplega við skólaæskuna eins og sakir standa. Annars hafa unglingarnir jafnan þungvæga á- bendingu, sem þeir eldri geta ekki mælt í mót: „Þið hafið öll verið unglingar, en við höfum aldrei verið uppkomin". Og samt segir ein ung stúlka: „Þau skilja Sum hafa lært að ganga á lagið og hafa sitt fram, enda þótt full- ur skilningur sé ekki fyrir hendi: „Bara ef ég grenja nógu mikið, þá fæ ég allt“, segir ein 16 ára. Og einn tvítugur, sem verður stúdent úr stærðfræðideild í vor, segir: „Persónulega finnst mér þau skilja mig nógu vel. Að vísu er nokkuð haldið aftur af mér, en það er gert á þann hátt, að ég er látinn velja um tvo kosti, og foreldrar mínir halda eindregið áður, að fullorðna fólkið væri „hryllilega gamaldags". Heimilislifinu lýstu þau á þann hátt, að „það væri hóp- ur af óviðkomandi fólki, sem kæmi saman á kvöldin til að sofa“. Það er óhjákvæmi- lega afleiðing af víðtækum tækifærum á öllum sviðum í nútima lifi, að margt dregur ungtingana frá heimilunum. Og tœkifærin skapa manninn. Ungu kynslóðinni á íslandi staklega á gamalt fólk að vera mjög öfundsjúkt. Sumir kunna bara vel við gamaldags skoðanir og finnst einhver nauðsynleg kjölfesta í þeim. Tvítugur Menntaskólapiltur segir: „Ég kann vel við að fullorðið fólk sé gamaldags. Til dæmis fyndist mér óviðkunnanlegt að koma að foreldrum mínum þar sem þau væra að tvista og sjeika á miðju gólfi. Ég mundi heldur ekki vilja sleppa nöldrinu í þeim, að svona ♦ 20 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.