Vikan

Útgáva

Vikan - 29.04.1965, Síða 22

Vikan - 29.04.1965, Síða 22
„Mér finnst ég aldrei vera ein- mana, því ég er ekki feimin og get alltaf talað við einhvern þó ég þekki ekki fólkið og oft byrja ég að tala við fólk að fyrra bragði og held þá uppi samræð- unum“. Önnur jafngömul úr Hagaskól- anum kannast við einmana- kenndina, þegar gleðin er afstað- in: „Ég á mikið af vinum og vin- konum, samt er ég oft, já mjög oft einmana og aðallega þegar ég kem úr fjölmenni“. Önnur er einmana heima hjá sér af því hún er yngst: „Það er enginn' heima hjá mér sem ég get talað al- mennilega við“. „Ég verð oft ein- mana, jafnvel í fjölmenni. Ég veit ekkj hversvegna", segir 17 ára áréttar það: „Allir hljóta að kannast við þessa tilfinningu, þegar þeir uppgötva skyndilega tilgangsleysi skemmtunar, sem þeir eru staddir á“. „Maður týn- ist og gleymist svo auðveldlega í fjölmenni" segir 19 ára Kenn- araskólastúlka og jafngamall Verzlunarskólamaður hefur fundið hina endanlegu lausn fyr- ir sig: „Sá sem treystir guði, starfar og elskar, hann er aldrei einmana“. Trúin á guð og almættið. Eftir lítilli kirkjusókn að dæma ocj að því er virðist liilum áhuga á starfi kirkj- unnar, skyldi maður halda að guðstrúin hefði á hinum síð- þar að auki eru 7, sem segj- ast trúa á einhverja almáttka handleiðslu. Það eru sem sagt 48 sem trúa. Átta eru ekki viss og aðeins fjórir segjast alls ekki trúa á neitt. Sam- kvæmt þessu verður að telja unglingana trúhneigða, en þau hafa sína trú fyrir sig og sækja fæst neina hvatn- ingu fyrir trúhneigð sína með því að sækja kirkju. Mætit af því álykta, að kirkj- an hefði góðan grundvöll, ef hún aðeins hitti á að koma lyklinum í skráargatið. Einn efasemdamaður úr Kenn- araskólanum segir: Ég þori hvorki að segja já né nei, því hvorttveggja væri lygi. Ég er í UNGA KYNSIÐDIN1965 06 LIFSSKOÐANIR HENNAB SKOÐANIR ÞEIRRA ERU YFIRLEITT MJÖG IHALDSSAMAR, VEGNA ÞESS AÐ ÞEIM LlÐUR VEL OG ÞAU KÆRA SIG EKKI UM MIKLAR BREYTINGAR. EN ÞAU SEGJAST EKKI ÆTLA AÐ ALA SIN EIGIN BÖRN UPP VIÐ EINS MIKIÐ FRJÁLSRÆÐI OG ÞAU HAFA OG ÞAU ÆTLA HELDUR EKKI AÐ LATA ÞAU HAFA EINS MIKIL AURARÁÐ. piltur úr Hagaskóla og 19 ára piltur, sem verður stúdent frá Menntaskólanum í vor, segir: „Ég er oft einmana og mest í fjölmenni. Þeir sem halda að þeir séu það ekki, eru bara að blekkja sjálfa sig“. Og jafnaldri hans úr Verzlunarskólanum ustu og verstu tímum beðið alvarlegan hnekki. En kirkju- sóknin er í átakanlegu mis- ræmi við skoðanir ungling- anna og er það íhugunarefni fyrir kirkjunnar menn. Það kemur sem sé i Ijós, að 41 af 60 segist trúa á guð, en vafa og þori hvorugu að trúa. Um 16 ára aldur trúði ég ekki neinu, en það virðist ætla að breytast lítillega með árunum og kannski verð ég orðinn trú- aður áður en langt um líður“. En þó er hitt algengara, að barna- trúin dvínar þegar kemur nærri tvítugsaldrinum: „Ég trúði þeg- ar ég var barn, en eftir því sem ég eldist, efast ég meir og meir“, segir 17 ára Kennaraskólapilt- ur. Sumir taka það fram, að þeir trúi ekki beinlínis á einhvern guð, heldur einhverskonar óskil- greinanlega handleiðslu eins og til dæmis Verzlunarskólapiltur- inn, sem segir: „Ég trúi á almátt- uga handleiðslu en geri mér ekki fulla grein fyrir í hverri mynd hún er. Mér finnst sá boðskap- ur, sem margir prestar bera á borð fyrir fólk, vera kjánaleg- ur og yfirleitt finnst mér að hver og einn geti bezt fundið, hvern- ig hann snýr sér til almættisins“. „Ef ég hefði ekki trú á einhverju æðra og betra í þessu lífi, væri það lítils virði í mínum augum,“ skrifar 19 ára Verzlunarskóla- stúlka. Jafngamall skólabróðir hennar, sem lítið sem ekki sæk- ir kirkju, segir: „Ég bið oft til guðs, einkum ef einhvern vanda ber að höndum og mér finnst ég fá einhverskonar styrk, en ef til vill er það aðeins trúin á þenn- an styrk og þessa hjálp, sem ger- ir það“. Og svo eru þeir til, sem trúa því að guð sé til, en hafa ekki minnstu trú á því, að hann skipti sér af börnum jarðarinnar og áhyggjuefnum þeirra: „Ég trúi aðeins á guð en ekki neina hand- leiðslu11, segir 16 ára stúlka úr Verknáminu. Og önnur 17 ára úr Hagaskóla segir: „Ég bið oft til guðs og mér líður vel, en samt veit ég, að það situr ekki góður maður með hvítt skegg uppi í skýjunum og sér allt“. Mörg taka það fram, að þau trúi ekki Biblí- unni. Nítján ára Menntaskóla- piltur, sem trúir á guð og almátt- uga handleiðslu, segir: ,,Það er svo margt í kristinni trú, sem er vafasamt. Ég á mjög bágt með að trúa á tilveru Jesú Krists sem guðs sonar. Hann gæti hafa ver- ið spámaður, sem gerði góðverk, en guðs son er of mikið“. Og tví- tugur Kennaraskólamaður tek- ur að nokkru leyti í sama streng og bætir við: „Ég hef enga ástæðu til að trúa ekki og ég trúi á mannfélagslegt gildi kenning- anna.“ Þau viðurkenna flest trú- arþörfina. Átján ára stúlka úr Kennaraskólanum segir: „Það er þrá allra að vita um eitthvert afl, sem er öllu æðra, almáttugt, óskeikult og algott." 5% sækja a5 staðaldri kirkju. Þessi unga, trúhneigða kyn- slóð, slítur ekki kirkjubekkj- um og finnur enga sérstaka hvöt til þess einu sinni að hlusta á messur í útvarpinu. Aðeins 3 af 60 sælcja kirltju að staðaldri, 11 stundum, 11 á stórhátíðum, 23 örsjaldan og 12 aldrei nokkurntíma. Ekki er frekar um það að ræða, að útvarpsmessur nái eyrum þeirra. Aðeins 5 af 60 hlusta á útvarpsmessur að staðaldri, 12

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.