Vikan

Tölublað

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 29.04.1965, Blaðsíða 47
um við komin að aðalefni þess- arar greinar, en það er námið sjálft og aðferðin við það. Það má segja, að það sé heldur seint að fara að þjálfa sig í réttum að- ferðum, þegar að prófi er kom- ið, en það er öllu mikilvægara, að horfast í augu við galla og kosti sjálfs sín á þessu sviði. Spyrjið ykkur að eftirfarandi, og að óathuguðu máli munuð þið sjálfsagt svara öllu játandi, en er það nú alveg rétt? 1. Get ég talað? 2. Kann ég að lesa? 3. Kann ég að skrifa? 4. Get ég reiknað? 5. Get ég hlustað og tekið eft- ir? Þá er það fyrsta spurningin — getið þið sagt skýrt og greini- lega það, sem þið ætlið að segja? í kennslustundum og á munn- legu prófi getur mikið oltið á því — og reyndar líka í daglega lífinu. Æfið ykkur í að endur- segja aðalatriðin úr því, sem þið eruð að læra, látið ekki hlýða ykkur yfir heima öðru vísi en að þið segið frá efninu, en svarið ekki bara spurningum, sem ann- ar hefur unnið úr efninu fyrir ykkur. Mörgum unglingum veit- ir heldur ekkert af að temja sér skýrara tungutak. Kunnið þið að lesa var næsta spurning. Þar er ekki átt við það, hvort þið séuð læs í venjulegum skilningi, þótt sumir skólamenn haldi því fram, að margir ungl- ingar séu varla læsir í framhalds- skólunum. Hér er átt við það, hvort þið getið greint aðalatrið- in frá aukaatriðunum, hvort þið tönnlist á orðunum án þess að skilja samhengið. Eða hvort þið eruð svo lengi að lesa, að það hái ykkur. Þess lengra sem þið eruð komin í skólanáminu, þess meira getur slæm eða röng lestr- arkunnátta háð ykkur. Ég veit ekki hvað mætti kalla eðlilegan lestrarhraða, en hann fæst áreið- anlega ekki með því að lesa hvert orð fyrir sig, það mætti heldur Framhald á bls. 48. Gengið í búðir Laukskeri. Laukur er eitthvert hvimleið- asta grænmeti við matartilbún- ing, en aftur á móti gómsætur og ilmandi þegar búið er að tilreiða hann. Meðan hann er skorinn verða augun sár og tárin renna í stríðum straum- um, og eítir á er erfitt að losna við lyktina af fingrunum. Þetta áhald kemur 1 veg fyrir hvort tveggja, því að hægt er að saxa laukinn án þess að snerta á honum og ílátið er lokað, þannig að engin sterkja berst upp 1 augun. Blaðið er úr ryð- fríu stáli, en hylkið úr hörðu plasti. Þetta má líka nota við fleiri tegundir grænmetis og kostar áhaldið kr. 98.—. Kleinujárn. Eftir að deigið er flatt út er þessu járni rúllað yfir og klein- an er tilbúin með gati og öllu saman — aðeins er eftir að brjóta þær og steikja. Hekluð taska Efni: Um 500 gr. af hampgarni, basti eða stífu bómullargarni. — Hekiunól nr. 6. Skýringar: Fastahekl = 1 I. ó nólinni, dragið garnið upp í gegn um fitina (2 I. ó nólinni), bregðið garninu um nálina og dragið það í gegn um báðar lykkjurnar í einu. Hálfstuðull = ein I. á nálinni, bregðið garninu um nálina og drag- ið garnið upp í gegn um fitina (3 I. á nálinni), bregðið þá. garninu um nálina og dragið það í gegn um allar 3 lykkiurnar [ einu. Stuðull = 1 I. á nálinni, bregðið garninu um nálina, dragið garnið upp í gegn um fitina (3 I. á nálinni) bregðið síðan garninu um nálina og dragið það í gegn um 2 I. og aftur í gegn um 2 I. Tvöfaldur stuð- u11 = 1 I. á nálinni, bregðið garninu um nálina, 2 sinnum, dragið garn- ið upp í gegn um fitina, (4 I. á nálinni) bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegn um 2 I., 2 I. og aftur í gegnum 2 I. Keðjulykkja = 1 I. á nálinni, dragið garnið í gegn um fitina og áfram í gegn um lykkjuna sem fyrir var á nálinni. Fitjið upp 6 I., myndið úr þeim hring og lokið honum. 1. umf.: 3 loftl. = 1. stuðull, 15 stuðlar í hringinn, lokið með keðjul. = 16 stuðlar. 2 umf.: 5 loftl., 1 stuðull og farið undir báða lykkjuhelmingana, * 2 loftl., 1 stuðull *, endurtakið frá * til * umferðina á enda og endið með 2 loftl. Lokið umf. með 1 keðjul. í 3. loftl. = 16 st. 3. umf.: 3 loftl. = 1. stuðull heklið síðan stuðla allan hringinn og farið í aftari lykkjuhelm- ingana = 48 st. Lokið umf. með 1 keðjul. 4. umf.: 7 loftl., sleppið 2 stuðlum, 1 stuðull og farið undir báða lykkjuhelminga, # 3 loftl., slepp- ið 2 stuðlum, 1 st. *, endurt. # til # og endið með 1 keðjul. í 3. loftl: = 16 st. 5. umf.: 5 loftl. = 1. stuðull, 2 hálfstuðlar, 5 loftl., 3 hálfstuðlar í næsta loftlykkjuboga # 3 loftl., sleppið 1 stuðli 1 fastal, yfir næsta stuðul, 5 loftl., 1 fastal. yfir næsta stuðul, 3 loftl., sleppið 1 loftlykkju- boga, 3 tvöfalda stuðla, 5 loftl., 3 hálfstuðla í næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá # til # og endið með 3 loftl., 1 fastal. í næsta stuðul, 5 loftl., 1 fastal. í næsta stuðul, 3 loftl. Lokið umf. með 1 keðjul. í 5 loftl. = 4 hornsamstæður, sem samanstanda af 6 tvöföldum stuðlum. Klippið Frainhald á bls 45. VIKAN n. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.