Vikan

Útgáva

Vikan - 13.05.1965, Síða 8

Vikan - 13.05.1965, Síða 8
Hand- og fótsnyrtitækiö PEDIMANN TækifærisgjSfin eftirsótta frá Sviss er komin aftur BORGARFELL H.F. LAUGAVEGI 18. - SÍMI 11372. SEUAEKKI FASTEIGNIR Yndisleg lítil smásaga eftir George S. Albee Viltu ekki glas af öli, elskan? spurði Henry Decker kon- una sína. Klukan var hálfsex og hann var nýkominn heim frá skrifstofunni. Hann hafði haft fataskipti, og var kominn í þægi- legar buxur og ljósbláa peysu. Eða Martini? — Martini, sagði Deborah, án þess að hika. — Henry, ég veit að þér finnst það heimskulegt, en það hefir verið draugur hérna í húsinu í dag! Henry hrærði rólega í kokk- teilhristaranum, sem var með upphafsstöfunum þeirra og Deb- orah hafði keypt hann á fjórða brúðkaupsdeginum. Svo gengu þau út á svalimar, sem sneru út í litla, en vel hirta garðinn. — Þetta er nú meira grasið, sagði Henry. — Það er bara orð- ið fimm sentimetrar á hæð, og þó eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég sló blettinn. En segðu mér nú frá þessari afturgöngu þinni, sagði hann glaðlega. — Þetta er alls ekkert grín. Ég varð alveg frávita að hræðslu. Hún settist í garðstól og hag- ræddi sér. — Mér heyrðist ein- hver vera í dagstofunni, svo að ég fór inn, og þar stóð hann. — Um hábjartan daginn? —■ Já, um hábjartan daginn. Það var lítill þybbinn maður um fertugt. Hann var í súkkulaði- brúnum fötum, gulbrúnni skyrtu og með dökkrautt bindi. Skórnir voru nýburstaðir. Hann var með brúnan hatt, og sveittur á efri vörinni. — Ekki vissi ég að draugar gætu svitnað, sagði Henry og hló. — Hver var þetta? — Ég er ekki að gera að gamni mínu! — En hvernig komst hann inn. Hefi ég ekki sagt þér að þú átt alltaf að læsa útidyrunum? g VIKAN 19. tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.