Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 13.05.1965, Blaðsíða 25
 f RYAN £f I TÓK í RENNILÁSINN Á FLUGMANNASAMFESTINGI SÍNUM OG HRÓPAÐI: - ALLIR ÚR FÖTUNUM! FANGARNIR STÖÐU EINS OG STEIN- GERÐIR. RYAN HIK- AÐI ÞEGAR HANN HAFÐI DREGIÐ RENNILÁSINN TIL HÁLFS HLUTI FULTTNINGALE5T Ljy" w f|! ku 1 I: sem næstir stóðu og gekk móti of- urstanum með framréttan hramm- inn. — Fincham hér, sagði hann. — Eric Fincham, yfirlautínant f hinum konunglega, enska her. Velkominn til PG tvöhundruð og tvö, ofursti. Eftir smóhik tók Bandaríkiamað- urinn í hönd Bretans. Svo sneri hann sér að kliðandi hópnum: — Eg er Joseph Ryan, ofursti f flugher USA, kunngerði hann. — Nú elzti liðsforingi ykkar. — Ryan jórnkarl! hrópaði þrifa- legur maður með stórt nef. — Hann var einu sinni í minni herdeild. En þá var hann bara kapteinn. Ef Ryan heyrði þetta, lét hann það ekki uppi. Hann sneri sér aft- ur að föngunum: — Hættið þessu glópi og snúið aftur að ykkar verkum, þar til þið fáið frekarí fyrirskipanirl Fangarnir sneru muldrandi f átt- ina að húsunum. — Þetta er óþrifalegur hópur, yfirlautínant, sagði Ryan. — Hvað ætlizt þér fyrir með því að koma fram sem skólastjóri f drengjaskóla? spurði Fincham. — Þér getið kallað framkomu mína hvað sem þér viljið, yfirlaut- ínant. En þér eigið að koma fram eins og yfirmaður í her. Augu Finchams skutu gneistum f kafrjóðu andlitinu. — Það er rétt. Við erum yfir- menn í her. Ekki skólastrákar. — Þessar búðir eru hneykslan- legar, sagði Ryan. Fincham skaut fram hökunni, þar til andlit hans nam nærri við andlit Ryans. — Heyrðu nú, djöfuls jankíl Þetta er enginn sunnudagskóli. Það muntu brátt komast að raun um. Kaldur fyrirlitningarsvipurinn á andliti Ryans breyttist ekki. — Er það vanalegt f brezka hern- um, að tala við sér háttsettari menn á svo agalausan hátt? spurði hann. — Kjaftæði! — Viðurkennið þér, að ég ráði hér? — Já, þvf miður. — Ef þér hafið það hugfast, get- ið þér sparað yður margvísleg ó- þægindi. Ég þarf að leggja fyrir yður fáeinar spurningar. . . Maður nokkur gekk meðfram múrnum og hrópaði: — Súpan er tilbúinl Ryan tók hnff, gaffal og skeið, ásamt krukkuboxinu sfnu, og slóst f hóp mannanna, sem þyrptust f áttina að matsalnum með svipaðan útbúnað. Lftill, dökkur maður með hár. sem var eins og klippt eftir skálar- brún, olnbogaði sig í áttina til Ry- ans með nokkurn veginn hreina dós með vfrhandfangi f hendinni. — Ryan ofursti, sagði sá dökki. Ég er Gregory Costanzo, herprest- ur. Ég býst við, að þér séuð einn af sauðunum mínum. Hópurinn hér er allur mfn hjörð. — Ég er annarrar skoðunar, fað- ir. Þetta er minn hópur. Séra Costanzo varð alvarlegur: — Verið ekki of harður við strák- ana. Þeir hafa átt við sitt að strfða. — Þetta eru engin börn, sagði Ryan snöggur upp á lagið. — Og f þessu stríði verða allir að gera sitt. Við nafnakallið um morguninn, sem bar keim af nærveru Ryans, voru fangarnir ekki eins fjörlegir Fi*amhaid á bls. 28. v tbi. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.