Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 7
hann. Enginn þeirra virðist held- ur kunna neitt til við kommu- setningu. Dagblöðin draga bein- línis taum ills málfars, slettna og stafsetningarvillna. í því sam- bandi vil ég benda á þýðingu myndasagnanna í Vikunni. Að öðru leyti er hún nokkur undan- tekning. Á meðan svona er ástatt, er ekki mikil von á batnandi mál- fari almennings. Er vonandi úr- bóta að vænta. Að minnsta kosti gætu dagblöðin ráðið í sína þjón- ustu menn, sem hefðu haldgóða þekkingu á íslenzku. Vil ég svo þakka Vikunni gott efni, og stafsetningu, sem er betri en í öðrum blöðum, þó að hún sé ekki gallalaus. Reiður, ungur maður. Vikan þakkar fyrir góð um- mæli. Það hefur verið venja að sníða myndasögutextana eftir ta'máli, og því finnst þér þeir Iélegri. Hvað dagblöðin og staf- setningu þeirra snertir, þá ger- ir þú full mikið úr fákunnátt- unni. Það er varla svona slæmt. ERU ÞAU GIFT? Kæra Vika! Sjónvarpið er nú orðið svo al- gengt hér á landi, að það er kannske ekki úr vegi að spyrja um eitt atriði í sambandi við það. Eru Laura og Rob í „Dick van Dyke Show“ gift, og er það í rauninni sonur þeirra, sem leik- ur með í þættinum? Áhorfandi. Nei, Laura heitir í rauninni Mary Tyler Moore en hann Larry Mathews. Síðasta lið spurning- arinnar er þar með svarað. ÚR KAUPFÉLAGINU í FEGURÐAR- SAMKEPPNINA. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær utan af landi sem höfum mjög mikinn á- huga á að komast í fegurðarsam- keppnina á næsta ári. Okkur langar til að vita hvað það er helzt sem við þurfum að hafa okkur til ágætis. Við erum fram úr hófi andlitsfríðar, enda not- um við snyrtivörur frá Vera, og gerir það okkur enn fríðari, en vöxturinn er nú kannski ekki sem beztur, en hann má nú laga á heilu ári, t.d. með þessu nýja megrunarkexi, sem alltaf er ver- ið að aulýsi núna. Menntunin er nú frekar af skornum skammti, við höfum verið í landsprófi, en fengum lítið sem ekkert út úr því. Við höfum nú komið til Reykjavíkur einu sinni og skemmtum okkur alveg prýði- lega, tókum okkur leigubíl upp í Hagkaup og verzluðum heilmik- ið þar og fórum svo á Hótel Sögu, sem var okkar gististaður, fórum svo í Þórscafé um kvöldið. Vinnum í kaupfélagi úti á landi og öllum ber saman um að við höfum mjög fágaða framkomu, væri nokkur möguleiki að við kæmum til greina? Þuríður og Villa. Fyrst allir í kaufélaginu eru sammála um framkomuna, og andlitsfríðleikinn svona einstak- ur að eigin sögn, þá ætti þetta að geta komið til greina eftir svo sem fimm ár með stöðugri neyzlu á megrunarkexi — en kannski verið þið giftar og margra bama mæður og orðnar afhuga þessu eftir þennan tíma. En fyrir alla muni, dragið ekki af ykkur við kexið. HVORT ER RÉTT? í þættinum Síðan síðast í Vik- unni, sem ég les alltaf og vil alls ekki missa af, var getið um það í vetur, að eitthvert listasafn í London hefði keypt málverk eft- ir Cézanne á 168 milljónir ísl- króna. Núna fyrir skömmu birt- uð þið svo aðra fregn af lista- verkauppboði, þar sem Titus eft- ir Rembrant fór á rúmar 90 millj. ísl. króna og einnig sögðuð þið, að mynd, sem Metropolitan safn- ið í New York keypti fyrir fjór- um árum hefði selzt á 99 millj. og væri það heimsmet. Hvernig víkur þessu við? Með þökk fyrir prýðilegt blað. Kær kveðja, Angantýr. Þessu víkur þannig við, að verðið á málverki Cézannes: Les grandes baigneures, var skakkt umreiknað i ísl. krónur og það svo um munaði. Það seldist á allmikið lægra verð en báðar Rembrant-myndirnar og það er rétt, að Rembrant á heimsmetið, rúmar 99 milljónir — eða Metró- politansafnið, ef þú vilt heldur hafa það svo. ZANUSSI SJÁLFVIRK AFFRYSTING. 5 ÁRA ÁBYRGÐ A FRYSTIKERFINU. 5 STÆRÐIR 4.8 cf-8.6 cf HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ZANUSSI KÆLISKÁPAR ERU HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.