Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 27
ISPEGLI jEGT ist EGRI |R ii Hiiuirsson ii 1» þroski. Ritstörf og bæk- isins. Bezt menntaður di, skapheitur með gott auðvelt, því að timarnir eru fullir af mótsögnum, æviþráðurinn slunginn, leit hans að leiðarljósinu söguleg og lifs- stefna hans markviss og áhrifarík, ekki aðeins vegna embættis hans, sem æðsta manns kirkjunnar, heldur og vegna per- sónuleika hans, sem er styrkur og svo heill, að fátítt er. Þannig steig hann upp úr hreinsunar- eldi órólegra tíma, tíma gjörbyltinga og efasemda, og um leið tíma mikilla drauma og stórbrotinna hugsjóna. Við, sem erum áhorfendur, finnum ekki betur en að hann hafi fundið sitt daglega leiðarljós á daglegri göngu sinni um myrkviðinn. höfðu komið i ljós góðar gáfur og næmi hjá sveininum. Leið Einars lá í þá slóð, sem margir aðrir höfðu farið á undan honum og margir áttu eftir að fara; úr sveitinni til kaupstaðanna. En ekki var aðkoman björguleg. Um 1926, þegar Einar kom til Reykjavikur með syni sina, án þess í raun og veru að eiga nokkuð vist, rikti hér atvinnuleysi, húsnæðisvandræði og kreppa á öllum sviðum. Einari tókst þó að koma sér fyrir í húsnæði og aðstoð góðrar konu fékk hann til að sinna drengjunum. Allt miðaðist við framtíð þeirra. Einar stundaði algenga daglauna- vinnu og notaði hverja stund. Jafnframt Áhrif frá sr. Friðrik og áhugi á stjórnmálum. Heilshuga lærisveinn dr. Helga Péturs. „Flótti frá samvizkunni". Áhrifamikill og mildur en byltingamaður innst inni. iii. Einar Sigurfinnson var bóndi að Efri- Steinsmýri i Meðallandi. Kona hans hét Gíslrún Sigurbergsdóttir. Þau voru ung að árum og eignuðust tvo drengi. Einar var áhuga- og hugsjónamaður. Hann var þrunginn eldmóði ungmennafélaganna, trúmaður mikill og meðhjálpari í kirkju sinni, bindindismaður og góðtemplari og tók virkan þátt i margvislegu félags- lifi i sveit sinni og þá oftast fremstur i fylkingu. Einar var mannbótamaður og lét aldrei undir höfuð leggjast að rétta fram hönd sína þar sem þörfin var fyrir. Eftir skamman búskap og hjónaband, kom upp eldur í bæ þeirra hjónanna. Einar var nýkominn heim eftir gegning- ar, og tókst honum og konu hans að bjarga drengjunum sínum. Við það hlaut hún svo mikil sár, að hún lézt af þeim á nýársdag 1913. Þá brá Einar búi og gerðist húsmaður. Sigurbjörn, núverandi biskup, var eldri sonurinn. Hann var á öðru ári þeg- ar móðir hans lézt. Daginn, sem hún var jarðsungin, kom afi hans, vafði hann i gæruskinn og flutti hann sveitina á enda heim til sin, en þar var mannmargt fyrir, þvi að afinn og amman eignuð- ust þrettán börn og enn voru sum á barns- aldri. Einar Sigurfinnson var á næsta bæ og er Sigurbjörn var átta ára gamall, hættu gömlu hjónin búskap og fór Sigurbjörn þá til föður síns og með honum var hann fyrir austan í sex ár. Þá réðist Einar i það stórvirki, að slíta rætur sínar í Meðal- landi og flytja til Reykjavikur. Löngun- in að reyna að mennta syni sína mun hafa valdið mestu um þetta. Þá hafði Sigurbjörn notið kennslu hjá Helga Lárussyni á Kirkjubæjarklaustri og sið- ar séra Birni O. Björnssyni, sem þá Var prestur að Ásum i Skaftártungu. Þá þegar brann i honum sami eldurinn og áður, félagsandinn og frelsisþráin. Hann gekk í Verkamannafélagið Dagsbrún og sótti fundi þess. Þá gekk hann í salinn, fjör- legur maður og glaðlegur með tvo svart- hærða drengi og leiddi báða. Settist innarlega og fylgdist vel með. Oft kom það fyrir, að hann bað um orðið og flutti ræður. Þá var hann friðflytjandi, án þess þó að telja úr um framkvæmdir eða kröf- ur, og réttsýnn var hann og naut trausts og álits félaga sinna. — Síðar kvæntist Einar, fluttist burt úr Reykjavík og hóf búskap að Iðu í Biskupstungum. Þar bjó hann i mörg ár og nokkrum sinnum birtust greinar eftir hann i blöðum. Nú á liann heima i Vestmannaeyjum, kom- inn á niræðisaldur — og enn brenn- andi i andanum. IV. Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní 1911. Hann var því fimmtán ára gamall þegar hann kom til Reykjavikur. Þá var ákveðið, að hann settist í Menntaskólann. Það var að visu erfitt fyrir snauðan verkamann að kosta soninn til mennta, en Einar naut aðstoðar og stuðnings hjá móðursystur piltsins, Júliu, sem var þénandi hjá Helga Helgasyni verzlunar- stjóra og konu hans Kristinu Sigurðar- dóttur og gekk skólapilturinn til mál- tiða á það heimili. Námið gekk Sigurbirni vel. Gáfurnar voru miklar og tilfinningarnar næmar, og hann sló ekki slöku við, enda alla tið beitt sjálfan sig strönginn aga. Snemma varð hann þátttakandi i lífi samferðamanna sinna, og af því, að hann var leitandi og tilfinninglarnar rikar, gerðist hann jafnaðarmaður í skóla og gekk fram í þeirri fylkingu, gerðist þátt- takandi í æskulýðssamtökum og tals- Framhald á næstu síðu. VIKAN 22. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.