Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 22
efnasambönd, jafnframt því aS hann spurði nemendurnar spjörun- um úr og lét þá gera tilraunir með efnin, sem hann bjó til með bók- stöfum á töflunni. Kennslan að þessu sinni snerist aðallega um rannsóknir á zinkblöndum, og ótrú- legustu hlutir komu [ Ijós í tilrauna- glösunum, þegar bætt var við drop- um af nokkrum efnum eftir fyrir- sögn lektorsins. Eitt sinn gaus upp svo mikil ólykt, að hann varð að flýta sér að opna alla glugga og hurðir, svo líft væri inni, en eitt verkfæri var aðeins ókomið í hina nýju kennslustofu „fýlufæla" eða „stinkskab" eins og lektorinn nefndi það. Nemendur voru allir í hvítum kyrtlum til að verja föt sín ef ein- hver skyldi missa tilraunaglas eða skvetta úr því, og allir voru með þéttskrifaðar stílabækur í höndum, þar sem þeir skrifuðu niður allt, sem gerðist. Auðvitað var töluð danska í tímanum, bæði vegna þess að lektorinn er ekki nægilega harð- ur í íslenzkunni, og svo ekki síst vegna þess að nemendur þurfa að undirbúa sig undir áframhaldandi nám í einhverju hinna norðurland- anna, og komast vel inn í málið — sérstaklega tækniorð og orða- sambönd. Kennslubækur eru líka allar á skandinavisku. Tækniskólar nútímans hafa þau Tækniskóli Islands Helgi Gunnarsson, settur skóla 0 stjóri Tækniskólans og Axel Krist- jánsson, formaður Tæknifræðinga- félagsins í efnafræðistofunni. Helgi Gunnarsson, settur skóla- Ó stjóri, Páll Theodórsson eðlisfræð- ingur, Sveinbjörn Björnsson eðlis- fræðingur og lektor Marinus Sören- sen. 22 VIKAN 22. tbl. sérkenni, að uppbygging þeirra krefst meira hugvits og skipulagns- hægileika en gildir um venjulega skóla þar sem bóklegu fögin eru ráðandi. Auk venjulegra kennslu- stofa verða að vera til umráða kennslustofur fyrir sérfög, svo sem eðlisfræði og efnafræði, sérstakar teiknistofur, rannsóknarstofur og fullkomið tæknibókasafn. Tækni- skólum nútímans má líkja við söfn, sem hafa að geyma allt það nýj- asta og fulikomnasta á sviði vís- inda og tækni. Þeir sem undirbjuggu stofnun Tækniskóla íslands, hafa greinilega haft þetta í huga, þegar valin voru tæki til kennslunnar. Jafnvel tak- markaður skilningur blaðamannsins á slíkum furðutækjum, var nægur til þess að sannfæra hann um að þar hafi lítið verið til sparað til að ná sem beztum árangri. Við hliðina á efnafræðistofunni er stærri salur, þar sem undirbún- ingsfræðsla í verklegri eðlisfræði fer fram. Meðfram veggjum eru skápar fullir af fullkomnustu kennslutækjum, sem völ er á, og borð á miðju gólfi geyma þau stærri, og þau sem oftar eru notuð. A stóru borði var hallandi renni- braut og á henni stóð frumiegur leikfangabíll. [ fyrstu héldum við að þarna væri skemmtilegt leik- fang, sem einhver hefði komið með þangað til viðgerðar, en við nán- ari athugun kom annað í Ijós. Þetta er semsagt töluvert ná- kvæmt mælitæki, sem sýnir Ijóslega og á eftirminnilegan hátt, hverjar reglur gilda um fallhraða hluta, að- dráttarafl jarðar, hraðaaukningu hlutar sem fellur o.fl. Við efri enda brautarinnar er komið fyrir litlum símrita, sem myndar blekpunkta á pappírsstrim- il með nákvæmlega vissu tímamilli- bili. Bíllinn er síðan settur efst á hallandi brautina og annar endi pappirsstrimilsins festur aftan i hann. Þegar bíllinn er svo látinn renna niður brautina, dregur hann strimilinn, sem sífellt myndar blek- punkta með vissum og sama hraða. Þegar bíllinn er svo kominn alla leið niður og hefur rekizt á pöntunarlist- ann, sem einhver hefur sett þar til að stöðva bílinn af, kemur í Ijós að bilin á milli blekpunktanna eru mislöng. Fyrst, þegar bíllinn lagði af stað niður brekkuna, eru mjög stutt millibil milli þeirra, en eftir því sem bíllinn fer lengra niður brautina og hraði hins eykst, verður lengra miili þeirra. Þetta sannar áþreifanlega regluna um hraðaaukninguna. Það sem okkur furðaði mest á, var að þótt tveir þungir múrsteinar væru settir ofan á bílinn til að auka þunga hans, þá jókst hraði hans

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.