Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 31
mikil áhrif á hann. Hann sótti títt fundi þessa félagsskapar og tók þátt í starfseminni. Jafn- framt fór hann aS hafa áhuga fyrir stjórnmálum eins og áður segir. Hann hafSi mótaSa lífs- skoSun og fylgdi henni fram i hvívetna. Enn varS tilfinninga- hiti hans þess valdandi, aS hann gekk oft fram fyrir skjöldu. En hann lenti í þrumuveSri. ÞaS skall snögglega á. Og enn er bezt aS hann segi sjálfur frá. Þá getur ekkert fariS á milli mála: „í þriSja bekk varS bylt- ingin. Einhverntíma fyrri hluta vetrar 1928—’29 sat ég sem oftar á AlþýSubókasafn- inu og hóf aS lesa Nýal. Ég hafSi ekki marga daga lesiS þegar ég fann, aS ég var orS- inn annar maSur. Ég las á- fram — og lét byltinguna fara fram, skriSuna, sem sóp- aSi öllu meS sér, kristindóní- inum, jafnaSarstefnunni. Þess- ar stórkostlegu sýnir, settar fram á áfengu gullaldarmáli, meS skýrskotun til mann- vitsins og vísindalegrar þekk- ingar, yfirskyggSu öll mín viShorf til lífsins. Útvalning íslendinga, aSalstign hins norræna kyns, vaxtarbroddur mannkynsins hér á þessu landi, hiS mikla samband viS aSra hnetti, viS máttka for- feSur og forna ármenn þessa úrvals kyns, hin yfirburða glæsilega framtiS, sem í vændum væri, aSeins ef greindin, vitið, vísindin sigr- uðu og íslendingar fengjust til aS framkvæma þetta lítil- ræði, að reisa stjörnustöð, sambandsstöS, við menn á öðrum sólhverfum. Það var mér til meins, að ég var ekki ljóshærður, ekki sérstaklega norrænn í útliti og hafði væg- ast sagt takmarkaðar hneigðir til náttúrufræða. En eigi að síður gerðist ég heilshugar lærisveinn Helga Péturss. Ég svalg úrskurði hans um: „Jahve og allt það Iið“ og um áhrif kirkjunnar á is- lenzka og vestræna menn- ingu og þróun. . . . Mér finnst ég skilja nú — og hafa skilið fyrir löngu, — að umbrota- mikil og óhappasæl lífsstefna þessa æviskeiðs hafi i raun og veru verið flótti frá sam- vizku minni. Því hraðari sem flóttinn var, því meira barst heiðinginn á, bæði í orði og verki, þvi meira sem tómið var og ófullnægjukenndin liið innra, því háværari var ég um rök hinnar nýju trúar, um rökin gegn hinni gömlu trú. Því meiri níðingur, sem ég var á sjálfum mér, því óþjálli og yfirlætisfyllri var ég gagnvart öðrum....“ Og Sigurbjörn missti fótfest- una um leið og hann týndi sínu leiðarljósi. Hann leitaði út í hringiðu skemmtanalífs og svik- ullar gleði einn og með öðrum. Framhaldinu — og leit sinni, lýsir hann á þennan hátt: Kristur, ég lýt í lotning þér, Ijós fyrir myrkur gafstu mér, veröld án þín er vizkusnauð, veitir mér steina fyrirbrauÖ.“ Hann fann sitt daglega leiðar- Ijós að lokum aftur eftir hrakn- inga og hugarkvöl. Þá liófst í raun og veru hinn glæsilegi menntaferill hans og frami með- al þjóðarinnar. Að tæpum þrem- ur áratugum liðnum var hann kjörinn æðsti maður íslenzkrar kirkju. Og fleiri orð eru i raun og veru óþörf. „Ég hélt undan brekkunni, hratt og langt. Þá var það einu sinni nálægt sumarmál- um 1931, að ég var nætur- sakir í ónefndu liúsi við SkóIavörSustíg. Tvívegis höfðu ókunnir menn gripið mig óvænt á úrslitastund, sem líf og dauði valt á. Þessa nótt var þrifið i mig þriðja sinni, á annan veg en engu tvíræðari og án þess ég ef- aðist um, hver það var: „Hví ofsækir þú mig? Erfitt verð- ur þér aS spyrna móti brodd- unum.“ Ég beygði mig ekki. Var of uppgefinn til þess, og hug- laus. f nokkra mánuði var ég eins og á milli vita. Hin innri stefna lífsins breyttist ekki verulega, hin ytri dá- lítið. Atvik og aðstoð góðra manna, sem á vegi mínum urðu, studdu enn frekar að þeirri vitund, að ég ætti ekki nema um eitt aS velja, ef ég vildi vera einlægur og verða heill. MeS undarlegum at- vikum hafði ég komizt i kynni við kristinn stúdent (hann er nú prestur) og sið- ar við góðan prest. Ég vissi til fulls, að þeir höfðu á réttu að standa, löngu áður en ég viðurkenndi það fyrir þeim. Ég var feiminn við félaga og fortíð. Vildi ekki horfast í augu við hana, viðurkenna skilyrðislausan dóm yfir henni, né gefa upp framtíð mina i liendur þessa dæm- andi máttar og játa, að ég ætti enga framtíð framar, ef hann græddi ekki fortíðina, tæki á sig afleiðingar hennar og léði mér sína stoð um alla framtíð. En þar kom, að ég hætti að spyrna á móti. Einlivern- tima síðla hausts 1931 tjáði ég játningu mína með þessum orðum. ÞaS var aldrei fyrir þeim spáð að komast á prent, en þetta er trúnaðarmál, þótt það eigi að prentast, og þú, sem hefur liaft þolinmæði við mig hingað til, virðir, vona ég, á betri veg, þótt ég láti þetta hér að lokum: HANN GLEYMDI EKKI AÐ KAUPA ORflCfl ttflííl Braga kaffi er ætíð hressand ferskt og ilmandi gott VIKAN 22. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.