Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 18
FRAMHALDSSAGA Þú átt þitt líf og ég á mitt. Þú ert dekruð og spillt ung borgarstúlka, dóttir Mynheer Van Halden. — Hvað var hann að segja? spurði Jeff, sem hafði byrjað að læra malayisku af mikilli kost- gæfni og eljusemi, en gat enn ekki skilið hinar ýmsu mállýzk- ur eyjanna. — Hann segir, að það sé þrumuveður bakvið Stórufjöll, túlkaði Anders. — Annað hvort er hann að röfla eða þá að hann heyrir svona miklu betur en ég. Hann lyfti líka andlitinu og andaði að sér ilmi næturinnar með titrandi nasavængjum. — Það getur svo sem verið mögu- legt, sagði hann. — Það er raki í loftinu. Einkennilegt, hvernig sex mánuðir í Evrópu slæva skilningarvitin. Ég býst við, að við lifum of hátt og áhyggju- laust í stórborgunum. Þessvegna þurfum við loftvogir, hitamæla og guð má vita hvað, til að vita um einföldustu hluti, sem okkur er ætlað að finna með nefjum, augum og eyrum. Hann sagði eitthvað á mal- ayisku og drengurinn hló stutt- aralega um leið og hann jók ferð- ina. — Við erum bráðum kom- in til Lombok, sagði Anders. — Við höfum tíma, nógan tíma, er það ekki? spurði Jeff annarshugar og starði beint fram á veginn. Herdeildir trjánna gengu á undan þeim og námu staðar. Hér var rjóður og síðan komu lægri lundir, þar sem trén voru enn ekki mikið meira en græðlingar. -— Eru þetta ársgöm- ul tré? spurði Jeff, hreykin af sinni nýfengnu vitneskju. — Það var fallega gert af þér að aka alla leið til Lombok og líta á staðinn, sagði Anders eft- ir stutta þögn. — Það auðveldar mér heimkomuna. — Fallega gert... Bull og vit- leysa! Ég er bara sjálfselskufull. Ég hef nefnilega ekkert ímynd- unarafl. Ég verð að sjá staðinn, þar sem þú býrð... til að eiga auðveldara með að hugsa um þig .... Og þegar þú skrifar mér, veit ég að minnsta kosti, hvað þú ert að tala um... Jeff snögg- þagnaði og bætti svo við: — Þú skrifar við og við, er það ekki, Andy? spurði hún næstum feimn- islega. Anders leit snöggt á hana og svo af henni aftur. Hann dró hana ör- lítið nær sér. Það er tilgangs- laust að segja henni hve mikið ég elska hana. Það er tilgangs- laust. Það gerir þetta aðeins erf- iðara fyrir hana og fyrir mig. — Jú, ég mun skrifa, og þú munt svara mér, — fyrsta kast- ið sagði hann, undrandi á því hve hörð og kæruleysisleg rödd hans gat verið. — Kannske að þú vitir ekki hvernig það fer með svona skipadaður. Þið hitt- izt og eruð saman í þrjár vikur, þið verðið mjög nánir vinir og þegar þið skiljið, er það sárt eins og hnífsstunga. Svo skrif- ist þið á, fyrst í hverri viku, svo í hverjum mánuði. Svo sendið þið kort um páska og jól, og eftir rúmlega hálft ár er varla nokkur skapaður hlutur, sem þið getið skrifað um. Þú átt þitt líf og ég á mitt. Þú ert dekruð og spillt, ung borgar stúlka. Dóttir Mynheer Van Halden. Og ég er yngsti eftirlitsmaðurinn í Lomb- ok og það eina sem ég þekki, er gúmmí og það eina, sem mig dreymir um, hugsa um, er gúmmí. Þú verður fljótt leið á bréfunum mínum, Jeff. Eftir tvö ár sendirðu mér ekki sendibréf, heldur skrautprentaða tilkynn- ingu um hjónaband þitt og ein- ■Jfl VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.