Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 15
Danmörk vann Sænskt blað hélt því fram kinnroðalaust fyrir nokkru, að þar í landi væru fegurstu kvinnur Skandinavíu. Ekstrablaðið í Danmörku svaraði auð- vitað um hæl og stóð á því fastar en fótunum, að það væri nú hreint ekki svo. Þessu lauk með því að Danir og Svíar fóru í keppni og tefldi hvor fram sínu fegursta. Danskur og sænskur ljósmynd- ari fengu það starf að finna flikkurnar og mynda þær, sem síðan voru birtar í blöðunum og svo voru lesendur látnir um að dæma. Hin danska Jytte Klindrup fór með sigur af hólmi, en Svíar urðu að láta sér lynda að segja „hún er vissulega sænsk að sjá“. Myndin sýnir blaðamann frá sænska blaðinu, þar sem hann veif- ar hvítu flaggi til öryggis um að nú sé búið að grafa stríðsöxina. Eigum við að bjóða þeim út.... ? Fegurflardrottning Finnlands Stærsta Bítlahljómsveitin Bostella Það er nýjasti dansinn, sem heitir Bostella, og að sjálfsögðu aðeins vegna þess að hann heitir Honore Bostel, sá sem fann hann upp. Dansinn breiðist óðfluga út um allt, og myndin er tekin í Svíþjóð, þar sem hann er orðinn hreinasta plága, auðvitað. Aðalatriðið í dansinum er að klappa saman höndunum fyrir ofan höfuð, síðan leggjast pörin á kné, — og loks leggjast þau alveg marflöt á gólfið. Þetta kvað vera svakalega gaman, og dans- inum er spáð glæsilegri og bjartri framtíð. Hún heitir „Köbenhavns disharmoniske Symphoniorkester" og við gefumst upp á að þýða það á íslenzku. Það er heldur ekki aðalatriðið, heldur hitt að þar eru samankomnar fjórar bítlahljómsveitir, „The Lennons“, „The Needles“, „The Rollings" og The Black Beats“. Þær hafa slegið sér saman og mynda nú heimsins stærstu bítlahljómsveit. Músikin sem þeir framleiða, er oft — meðal ekki-aðdáenda — kölluð „gaddavírsgarg", og það eru þeir einmitt að sýna á myndinni. Piltarnir hafa stillt sér upp fyrir utan Kristjánsborg í Kaupmannahöfn og mynda gaddavír með höndunum. pau tíðindi berast frá Finnlandl, að þar hafi ungfrú Virpi Miettinen verið kjörin fegurst allra kvenna þar í ár. Virpi er 18 ára göxnul. Vinstra megin við liana á myndinni sjáum við þá næstfegurstu, Estri Östring og hinumegln auðvltað númcr þrjú: Raija Salminen. Síðan síðast VIKAN 22. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.