Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 30
■"; ■ • iHAMPOO. Nú er það komið, VO-5 vinsælasti hárhreins- ir (shampoo) Bandaríkjanna, sem gerir hár- ið nákvæmlega eins og þér vlijið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lengur. Ekki með VO-5. Ger- ið VO-5 að yðar hárhreinsi — og það verður br.rnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gcra hárið hreint, gle.nsandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viðráð- r.nlegt — eins og þér viljið hafa þaö. EINKAUMBOÐ: J. P. GUejÓNSSCN H.F. Skúlagötu 26. — Sími 11740. UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö A. HVAR E R ÖRKIN HANS N Ó A? XaS cr alltaf saml Icikurinjn i hennt Ynd- MiÍS ckkar. Hún hefur faliS örkina hans Nte einhvers staSar i blaSinu oe heitlr fWnm verSIaunum handa þeim, sem getur íundiS örtdna. Verðlaunin eru stAr kon- tekOussl, fnllur af bezta konfckti, og framleiSandinn er anðvitaS SælgætlsgcrS- ln Núl. Naín Heimill Örkin cr & bis. Sfðast er dre'glS var hlaut verSlaunln: ÁLFHEIÐUR JÓNASDÓTTIR Birkiteig 13 — Keflavík Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 22. tbl. minnar: Lofið Drottin, allar þjóðir, mikliS og prisið hann, allir lýðir. Því hans miskunn- semi og trúfesti er staðföst yfir oss eilíflega, hallelúja.— Baðstofan er horfin, orðin að stórum geimi, sem um lýkur mýrina, sandinn og sjó- inn, alla bæi, alla menn, og þessi geimur er einn stór lófi, hönd Skaparans. Ég sá hann oft i mýrinni fyrir sunnan bæinn og suð- ur á Bóli, ég veit ekki hvernig, en myndin er greypt í vitund mína — unglingur, skegglaus, fallegur, brosandi, í dökku fati, síðu, band um mittið. Ég hefi aldrei séð neina mynd síðar, sem líktist þessari. Hann var að skapa i mýrinni, búa til þúfur og stör og rima og tala við mýrispýtuna, óð- inshanann og lóuþrælinn. Og þegar hann livarf, var bros hans eftir. Hann var ekki alltaf bros- andi. Þá sá ég hann ekki fyrir mér, heldur fann til hans ein- hvern veginn innan í mér, djúpt inni. Það var eitthvað annað en bros, suinsstaðar í hljómfalli Passíusálmanna, í blæ föstunnar. Var Guð reið- ur? Eða var hann að gráta? Ég heyrði þunga stunu brims- ins í fjarska. Auðvitað gat hann látið þennan voðalega, stóra sjó koma og gleypa okkur.... . . . .Ég hugsaði margt um Guð. Ef til vill myndi liann einhverntíma kalla til mín. ....Oft talaði ég við hann. Mér fannst ég alltaf vita af honum. En liann talaði ekki nema upp úr stóru bókinni og Passíusálmunum. Það var skritið. Ég mælti mér mót við hann iðulega á afviknum stöðum.... En hann kom ekki.... Það var ekki vist að lionum þætti vænt um mig. Ég var vondur, oft vond- ur, sagði ljótt, var óþægur við ömmu mina. kaffærði köttinn, lá við að ég dræpi liann. Engir áttu það siður skilið, að ég gerði þeim illt, en amma mín og kisa. Ég var óttalegt illyrmi. Ef til vill var Guð búinn að sjá, að ég hlyti að glatast? Hendingar úr Passíusálm- unum, setningar úr húslestr- unum þrumuðu fyrir eyrum mér, óttalegum þunga eins og brimið við sandana, köld- um nístingi. Ég man ekki glöggt hvað ég var gamall, líklega 5 eða 6 ára. Ég var glataður, útskúfaður. Atvik sem þér myndi þykja smá- vægilegt, varð, að því er ég nú fæ séð, tilefni þessarrar sannfæringar. Guð hafði út- skúfað mér. Óvinurinn hafði mig á valdi sínu. Þetta stóð ekki lengi. En var fullkomin angist, algjör skelfing með köflum. Eftir að ég kom til( vits og ára, hef ég lært að meta og þakka þessa reynslu. Hún ein nægir mér til þess að skilja, að þeir gömlu fóru ekki með hégóma, þegar þeir töluðu um terrores consci- entiae (ógnir samvizkubits- ins).... Þessa byrði gat ég ekki bor- ið einn. Ég stundi angri minu upp við ömmu mína einu sinni þegar hún var að mjólka, og skömmu siðar talaði ég við pabba ú leið- inni frá fjárhúsunum. Eftir þessi samtöl, einkum liið sið- ara, varð mér rótt. „Aldrei tapast á nokkru neinn, sem nafn þitt upp á treystir“.... Ég man ekki, hvernig orð- in féllu í básnum og á fjár- húsgötunni. En innihaldið var þetta. Það var kristin kirkja, sem mætti mér í þessum tveim börnum sínum með sitt evangelium — og gaf mér það sem ég þurfti M Það mun vera talið óvenju- legt, að sektartilfinning gripi barn á þessum aldri. Lýsing Sigurbjarnar, þó að liún sé ekki margorð, er átakanleg. Hann segir að honum hafi fundizt sem Guð vildi sig ekki, hefði út- skúfað sér. En var sektartilfinn- ing hins gáfaða og tilfinninga- rika drengs ekki af dýpri rót? Þessum játningum sínum lýkur liann með eftirfarandi orðum: „Næstu árin — ég var þá fluttur til föður mins — var Jesús minn mikli og góði vinur, Mátturinn, sem var sterkari en Laki og Kötlugjá, var bróðir minn, frelsari minn. Ég vissi að mamma min hafði látið lifið til þess að bjarga okkur, drengjunum sínum tveim, úr eldsvoða. Ég skildi svo vel, að Jesús hafði gert eins eða svipað fyrir Guð, fyrir mennina.... Jesú var oft hjá mér, alveg hjá mér, einkum þegar ég var einn úti um haga. Hann hjálpaði mér alltaf, þegar eitthvað var erfitt. Mér hefði fundizt harla óhugsandi, að vegir okkar myndu nokk- urntíma skilja.... Og þannig kom hann til Reykjavíkur austan úr Meðal- landi 15 úra að aldri. Hann hafði þá fundið sína lífsstefnu, sitt leiðarljós — Og þannig hóf hann námsferil sinn lítt reyndur unglingur, sem fátt hafði truflað. Hann átti eftir að missa sitt leiðarljós — og höndla það öðru sinni. VI. Eins og að líkum lætur leit- aði pilturinn til Kristilegs fél- ags ungra manna strax eftir að hann kom til höfuðstaðarins og kynntist þá leiðtogunum séra Friðrik Friðrikssyni, sem hafði 00 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.