Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 23
í kennslustund í efnafræði. i> Kennslustofa fyrir eðlisfræði. O ekkert fyrir það. Það var Galileo Galilei, sem komst að þessu lög- máli þar sem hann stóð uppi í skakka turninum ( Piza um 1590. Hann fullyrti að allir hlutir féllu jafnhratt til jarðar, hversu þungir sem þeir væru — ef engin loftmót- staða væri fyrir hendi. Og enn í dag verður að sýna þetta svart á hvítu til þess að fá menn til að trúa því. Annað furðutæki var á sama borði, í laginu líkt og tveir matar- diskar, sem hvolft er saman. Einn nemandinn tók lítið prik, sem hann néri við jakkaermi sína og bar síð- an að öðrum disknum. Örlítil raf- magnshleðsla myndaðist í prikinu við núninginn, og þetta rafmagn leiddi hann svo í diskinn. Eftir að hafa endurtekið þetta nokkrum sinn- um, sýndi mælir, sem tengdur er tækinu, að örlítil rafmagnsspenna hafði myndast milli diskanna. Nú voru diskarnir færðir hvor frá öðr- um, hægt og hægt, en við það jókst rafspennan geysilega, þar til hún var komin upp í 4 þúsund volt. A öðru borði voru tæki, sem gerðu hljóðbylgjur sýnilegar berum augum, og enn annað, sem gerði manni mögulegt að sjá hljóð- bylgjurnar sem myndast við mis- munandi hljóð Þar sér maður hvernig stafurinn ,,0" lítur út í hljóðbylgjum og hversu frábrugð- inn hann er t. d. stafnum „I". I myrkraherbergi gafst okkur kostur á að sjá geimgeisla berum augum og kynnast því hvernig þeir verða fyrir áhrifum frá segulsviði. Annað tæki þar sannaði og sýndi hvernig Ijósgeislar haga sér f lofti, hvernig þeir brotna í glerbroti eða linsu, hvernig þeir eru samansettir af hinum ýmsu litum, o.fl. Þeir Sveinbjörn Björnsson og Páll Theodórsson eðlisfræðingar eiga mestan heiðurinn af því að hafa valið þessi kennslutæki og pantað þau víða að. Það var ærið verk óg vandasamt og krafðist mikils und- irbúnings og athugunar. Tækin eru frá mörgum fyrirtækjum og sex löndum, og öll miðuð við það sér- staklega að vera nógu einföld og þægileg til kennslu. Á sfðari tímum hafa tæknifræðiskólar yfirleitt fjar- lægst meir og meir flókin og fuli- komin tæki, sem e.t.v. sýna þá út- komu, sem óskað er með tilraunum, en skýra ekki nógu vel hvernig sú útkoma er fengin. Slík tæki skýra ekki nógu vel aðferðina, sem not- uð er til að komast að einhverri ákveðinni niðurstöðu. Þessvegna er reynt að hafa tækin eins einföld og hægt er, enda hefur reynsla undanfarinna ára sýnt að slík tæki þurfa ekki að vera ónákvæmari, og geta gefið svipaða útkomu. Dæmi um þetta er t.d. leikfangabíllinn, sem sýnir svo Ijóslega að allir geta skilið hvernig hægt er að mæla aukningu fallhraða hluta. Auðvitað væri fljótlegra og kannske nákvæm- ara að beita einhverjum elektrón- ísum aðferðum við slíkar mælingar, og sjá útkomuna á mæliskífu. En slíkt tæki mundi ekki hafa sama gildi sem kennslutæki. Það er margt, sem þarf að hafa í huga við uppbyggingu tækniskóla. Þessvegna er eðlilegt og rétt að byggja slíkan skóla stig af stigi eins og verið er að gera hér. Fá- menni okkar fslendinga kemur sennilega til með að verða nokk- ur fjötur um fót áður en viðun- andi takmarki er náð, og því mikil- vægt að rasa ekki um ráð fram, en vanda því meir til þess áfanga í byggingunni, sem hverju sinni er unnið að. Tæknifræðiskólar erlendis þróuð- ust fyrir aldamótin úr iðnskólum í iðnfræðiskóla (teknikerskóla) og fjögurra missira húsagerðarskóla og áfram til dagsins í dag, að þeir Framhald á bls. 33. VIKAN 22. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.