Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 40
Osta-og smjörsalan BLAUPUNKT BÍLTÆKI „Standard" Festingar í flestar tegundir bifreiða. FERÐATÆKI með festingum í bíla. Einnig má setja í samband plötuspilara eða segulband. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU með innbyggðum plötuspilara fyrir allar stærðir af plötum - battery 220 volt FULLKOMIN og 6 mismunandi tegundir ferða- tækja með bátabylgju. VIÐGERÐAÞJÖNUSTA við honum með krepptum fæti. Þá rétti hann úr fætinum og sparkaði í höfuð honum. Hermaðurinn beygði sig til hálfs og barðist við að setj- ast upp, þegar Ryan slöngvaði hægri handlegg um háls hans. Þessi dó fljótar en sá fyrri. Ryan dró líkið upp á miðjan vagninn og gekk síðan til Finchams. — Hlustið, sagði hann. — Eg fer niður á hliðina á þessum vagni og opna dyrnar. Haldið þér, að þér getið haldið mér? — Ætli ekki það. Ryan skreið út á þakbrúnina og teygði sig að dyrahandfanginu meðan kaldur súgurinn af ferð lest- arinnar hvein í eyrum hans. Það vantaði þrjá desimetra að hann næði að opna dyrnar. Hann renndi sér lengra út fyrir brúnina, þar til aðeins fæturnir voru eftir uppi á þakinu og mestöll þyngd hans hékk í reipinu, sem Fincham hélt í. Hann tók í klinkuna og dyrnar voru ólæst- ar en hann hafði ekki afl á að ýta þeim upp. Hann lamdi á hurð- ina með annarri hendi. — Opnið! hrópaði hann. Dyrnar opnuðust og hann hékk fyrir þeim miðjum með höfuðið nið- ur og horfði inn í myrkur, sem ang- aði af svita, hlandi og öðrum líkamsúrgangi. Það eina, sem rauf myrkrið var sígarettuglóð hér og þar. Andlit nálgaðist andlit hans og rödd hrópaði: — Drottinn guð! Þetta er von Ry- an. — Dragið mig inn! hrópaði hann. Ryan teygði hendurnar inn í mannþvöguna og greip í einn eða tvo með afli örvæntingarinnar. Allt í einu lá hann á bakinu meðal þeirra og kösin iðaði í kringum hann. Hann dreif sig upp á fæturnar. — Ég hef lítinn tíma, svo þið skul- ið ekki spyrja, sagði hann. — Hlust- ið: Fincham yfirlautinant og ég er- um að leggja undir okkur lestina. Alla lestina. Enginn má yfirgefa hana fyrr en við höfum fullkomlega náð henni á okkar vald. Þá förum við allir í einu. Ég þarf á tveimur mönnum að halda, sem vilja klæða sig í þýzka einkennisbúninga og koma í stað varðmanna á þakinu. En minnist þess, að ef þið verðið teknir í þýzkum einkennisbúning- um, verðið þið skotnir. Hann hrópaði til Finchams: — Kastið niður einkennisbún- ingnum og fírið Þjóðverjanum síð- an niður! Einkennisbúningurinn kom svíf- andi í gengum myrkrið og fangarn- ir tóku að slást um hann. — Hættið þessu! hrópaði Ryan. — Sá sem er næstur að stærðinni til, fær hann. Hinir verða að vera rólegir. Dauði Þjóðverjinn dinglaði fyrir framan dyrnar og snarar hend- ur drógu hann inn f vagninn. — Háttið hann og felið líkið und- ir einhverju, sagði Ryan. — Klæðið ykkur í flýti í einkennisbúningana. Segið til þegar þið eruð tilbúnir þá drögum við ykkur upp á þakið. Hann kastaði enda reipisins upp til Finchams — Halí og dra, muldraði Fincham og dró til sín kaðalinn. I sameiningu drógu þeir síðan hina tvo. — Þér verðið að láta annan þeirra hafa yðar byssu, sagði Ryan. — Ég missti eina. Hún datt. — Þér hefðuð átt að láta mig fást við þá, hreytti Fincham út úr sér. Ryan snéri sér að hinum tveim- ur. — Þið eigið að koma í staðinn fyrir varðmennina á vagni foringj- ans og ykkar eigin, sagði hann. — Klement er í okkar höndum. Faðir Constanzo og Stein kapteinn gæta hans. Sem stendur er enginn á næsta vagni, en svo einn Þjóðverji á hverjum þar fyrir aftan. Svo þeg- ar við stönzum skulið þið vera kyrrir þar sem þið eruð. Talið ekki við neinn og látið engan hinna varðanna koma svo nærri, að þeir geti skoðað ykkur gaumgæfilega. Er það skilið? Báðir kinkuðu kolli, greinilega taugaóstyrkir. Þegar hann hafði komið mönnun- um fyrir klöngraðist hann yfir á næsta vagn, ásamt Fincham. Finc- ham settist niður sem vörður og Ryan stökk milli vagnanna. — Tuttugu varðmenn eftir, sagði hann. — Að viðbættum loftskeyta- manninum. Það ættu að vera átta til tíu mílur til Flórens. En það eru minnst fjórar stöðvar þangað til við komum þangað. Við komum á fyrstu stöðina á hverri stundu. Við verðum að gæta okkar þangað til við erum komnir fram hjá þeim. Ryan stóð niðri á tengslunum, þegar lestin nam staðar við Teron- tola, tilbúinn að þjóta til vagns Klements ef varðmennirnir yfirgæfu staði sína. Lestin nam staðar aðeins stutta stund og enginn varðmann- anna hreyfði sig. Þegar lestin lagði af stað aftur, klifraði Ryan undir eins upp á þakið. — Nú skiptumst við á héðan í frá, sagði hann. — Annar situr á sínum stað og hinn drepur Þjóðverja. — Ég býst við að röðin sé kom- in að mér, sagði Fincham. Hann skreið að næsta verði. Ry- an sá skugga Finchams renna sam- an við skugga Þjóðverjans. Rétt skömmu seinna kom Fincham aftur með lífvana líkama. — Þetta var auðvelt sagði hann. — Það var andskotans kjúklings- háls á honum þessum. Þeir unnu sér léttar að þessu sinni, létu opna dyrnar og komu hinum dauða inn í vagninn án erf- iðismuna. Ryan valdi Capter lauti- nant til að fara í föt Þjóðverjans. — Þér hafið æfinguna að vera ítali, sagði hann. Lestin klauf nóttina áfram gegn- um dali og meðfram rótum App- eninafjalla. Hún nam staðar á hlið- arsporum meðan hraðskreiðari lestir þutu framhjá, stundum allt upp í tíu til fimmtán mínútur. Þeg- ar lestin stanzaði lengi, klöngruð- Skólavörðustíg 8 - Reykjavík - Sími 18525

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.