Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 03.06.1965, Blaðsíða 47
BIIRNIÐ Eins og sjá má á því, sem hér fer á eftir, er varla hægt að reikna með minna en 8000 kr. tilkostnaði við barnið strax og það fæðist, þó er aðeins reiknað með nauðsynlegasta fatnaði fyrstu vikurnar, ódýr- asta barnavagni og vöggu. Föt barnsins HvaS þarf barnið í byrjun? Hér verður nefnt það sem óhjákvæmilegt er að íá sér, en öðru má bæta við seinna, enda verður að gefa vinum og kunningjum tækifæri til að gefa það sem á vantar. 24 bleyjur er algert lágmark. Þær fást misjafnlega þykkar og er verðið yíirleitt frá 15 kr. upp í 20 kr. 12 blcyjubuxur úr bómull, sem kosta u.þ.b. 24 kr., en þar að auki þarf nokkrar gúmmi- eða plastbúxur, sem nú orðið má sjóða, en þær kosta allt frá 15 kr. upp í 100 kr. Annars staðar hér á opnunni er mynd af slíkum buxum með sérlega heppilegu sniði. 4 lök en þau sauma flestir sjálfir, og kostar metrinn af barnaflúneli u.þ b. 30 kr. 6 svif, en þau má sauma úr sama efni og lökin, en mörgum finnst skemmtilegra að hafa þau með mis- litum röndum á brúnunum. 4 naflabindi, fást á 11 kr., en auð- vitað má líka sauma þau úr mjúku flúneli, en þá eru þau ekki földuð, svo að saumurinn skerist ekki inn í hold bamsins. 6 bolir, úr bómull kosta þeir ca. 26 kr. 6 treyjur með löngum ermum, en þær fást á 50 kr. 4 sokkabuxur, slikar bómullarbuxur er hægt að fá á 32 krónur. 2 prjónuð ullarteppi til þess að leggja undir barnið í vöggunni. Þau prjóna flestir sjálfir með sléttu prjóni úr mjúku gami, eða bara klippa þau úr einhverri gamalli, sléttprjónaðri flík í ljósum lit. 2 gúmmídúkar, annar til þess að hafa úti í vagni, svo að ekki þurfi að rifa upp rúmfatnaðinn í vöggunni í hvert skipti og barnið er sett út, kosta frá 27 kr. 1 ullarteppi er nauðsynlegt til þess að geta breitt ofan á vögguna, vafið barnið inn í þegar haldið er á þvi, haft ofan á vagninum o.s.frv. Þau má fá á ca. 250 kr., en í frh. á bls. 48 er birt lýsing á hekluðu teppi, mjög fallegu, sem margir hefðu e.t.v. gam- an af að reyna við. 4 sængurver og svæfilsver, í búð kostar settið ca. 300 kr. Sæng og kodda þarf barnið. Sé það úr nælon, en það eru léttar, hlýjar og liðlegar sængur, kostar sængin 425 kr. og koddinn 98 kr„ en úr dún kostar sængin 650 kr. og fiðurkoddi 95 kr. Útiföt, til þess að sofa i vagninum, húfu, peysu og hosur, má fá einna ódýrust á ca. 240 kr„ en sé útigalli keyptur, t.d. úr nælonflosi kostar hann 428 kr. Plastbala eða barnabaðker þarf barnið og má gera ráð fyrir að það kosti frá ca. 200 kr. Einfaldur saumaskapur SVUNTUKJÖLL Á UNGBARNIÐ Klippið eftir skýringarmyndinni, en kjóllinn er úr tveimur stykkjum. Annað er 65 cm. löng og 15 cm. breið lengja, en hitt er 18x90 cm. stykki. Lengjan verður að smekk og buxum, skáband á öllum köntum, sem endar í böndum á öxlunum, sem bundin eru saman í slaufu. Hitt stykkið stungið á 15 cm. að ofan frá, en band dregið í sauminn að ofan, þar sem hann er ekki fastur við lengjuna, en það er svo dregið saman þannig að svuntan rykkist. Skáband að neðan og köntum að aftan. Skemmtilegt er að sauma eða applikera litla mynd framan á eða sauma stóran vasa þar á. LITLAR SVUNTUR í þær þarf ca. 1/2 m. af 80—90 cm. breiðu efni og skábönd. Á skýringar- myndinni er hver ferningur 5x5 cm. Hægt er að koma ýmis konar tilbreytni við eftir þessu munstri, t.d. pífu að neðan, einhverjum útsaumi o.s.frv. FROTTÉ-SVUNTA I þessari litlu svuntu eða stóra smekk er plast efni, sem er eins og frotté á annarri hliðinni. Það efni má sjóða og það er vatnshelt, en mjúkt eins og tau- Ég hef ekki kynnt mér hvort slíkt efni fæst hér í búðum, en fáist það ekki má nota venjulegt frotté-efni og fóðra það með mjúku plasti, sem má sjóða. Þá er efnið klippt eftir línu A á skýringarmynd- inni, en á efri hlutanum á frotté-efnið að snúa út. Neðri hlutinn svo saum- aður við og plastið láta snúa út á honum. Brotið upp í miðju að línu A og myndaðir vasar, sem þá eru plastfóðraðir að innan og taka því vel við grautnum og mjólkinni, sem barnið kynni að demba. Svipað snið og á frotté-svuntunni, nema hvað handvegur meira útskor- inn og sniðið af köntum á hliðinni. Lítil blúnda eða pífa upp að handveg, þar sem svuntan er bundin saman. VIKAN 22. tbl. GENGIÐ í BÚÐIR 0G LITIÐ A ÝMISLEGT, SEM HENTUGT GÆTI TALIZT FYRIR UNGBARNIÐ LEGUSTÓLL Þetta er alveg sérstaklega skemmti- legur og þægilegur hlutur fyrir börn allt að hálfs árs aldri og kannski lengur. Þau geta verið kornung í þess- um stól, því að hægt er að stilla hann á fimm vegu og er ein stellingin þannig, að barnið hálfliggur i honum. Sú litla stúlka, sem ég þekki bezt um þessar mundir, var t.d. sett í hann 10 daga gömul og Ijómaði þá öll af ánægju yfir að geta skimað um allt og setið svona þægilega. Stóllin er laufléttur, á mína vigt aðeins 850 gr., og þess- vegna mjög þægilegt að flytja hann til og frá, setja hann á borðið hjá sér eða á stól við hlið sér, þegar barn- inu er gefið að borða. Þótt hann sé svona léttur, er hann einstaklega stöð- ugur, en þar að auki er hægt að krækja honum á stólbak eða bílsæti. Innan í stólnum er mjúk plastdýna í fallegum lit, en 61 um mitti barnsins og milli fóta þess tryggir það að barn- ið detti ekki úr honum. Fremst er svo band með litlum hringlum í skemmtílegum litum. Kostar 690,00 kr. GÖNGUSTÓLL GRIND TIL ÞESS AÐ SETJA í STIGA0P 0G HURÐIR Svona grind, sem spannar yfir tæp- an metra, kostar 250 kr. og verðið hækkar svo um 50 kr. eftir stærð, og þær sem ná yfir 2 m. kosta 450 kr. Tvær gerðir eru búnar til af þess- um grindum. Önnur þarf festingu í vegginn öðrum megin og er svo dreg- in út og krækt í hann hinum megin og er hún auðvitað öruggari, sérstak- lega þar sem ekki er veggur nema á aðra hlið, en t.d. stigahandrið á hina. Hin gerðin er með gúmíhnöpp- um, sem látnir eru nema við vegg báðum megin, og hún hefur þann kost, að hægt er að flytja hana án nokkurra tilfæringa úr einum dyrum í aðrar. BARNAKARFA Körfur svipaðar þessari fást frá 700— 1000 kr. með dýnu. Verðið fer nokkuð eftir því hve þéttriðnar þær eru, sömu- leiðis stærð og hvort þær eru með hjálmi yfir höfðalaginu. Það er óneit- anlega þægilegt að geta farið með körfuna með sér herbergi úr herbergi — og það er ekki hægt að neita því, að flestar konur vilji gjaman geta ruggað barninu svolítið í svefn, þótt uppeldisfræðingar vilji halda því fram, Svona göngustólar eru til mikillar ánægju fyrir barnið og þæginda fyrir móðurina, því að barnið kemst þá ekki að borðum og þvílíku til að hand- fjatla það, sem það má ekki. Þessi kostar 630 kr. ItSil® að ekki eigi að venja barnið á slíkt. Þegar barnið er u.þ.b. 5 mánaða gamalt þarf það að fá rúm. Ég hef ekki athugað þau hér í búðum, en þau fást auðvitað af ýmsum gerðum, oft hægt að stækka þau. Ég birti hér að gamni myndir með, teknar úr er- lendu blaði, af rúmi, sem virðist vera mjög hentugt, þar sem hægt er að setja botninn í þrjár stellingar. Sú efsta er notuð til að klæða barnið á og skipta á því, í miðið er það rúm í þægUsgri hæð fyrir móðurina, meðan barnið er ekki farið að standa upp, en neðst er það nokkurs konar leikgrind. Þetta væri ágæt hugmynd fyrir íslenzka framleiðendur, en um leið væri fróð- legt að spyrja: Er það raunverulega rétt, sem margar ungar mæður hafa sagt mér um íslenzku barnarúmin, að þau endist varla fyrir eitt barn, hvað þá fleiri, sem þó ætti að vera sjálf- sagt. Þær segja að þau liðist öll í sund- ur og meira að segja hafi komið fyr- ir að botninn brotni — hvort tveggja eftir tiltölulega skamma notkun. Ljótt er ef satt er. PLASTBUXUR Þessar buxur kosta ca. 37 kr„ og þær má þvo í vél og sjóða. Þær eru sérstaklega þægilegar í notkun, því að eins og sjá má af minni myndinni, er bleyjunni stungið undir böndin á innanverðum buxunum og helzt hún þar vel stöðug. Síðan er buxunum lokað með þægilegum smellum, og er því ekki svipstund verið að skipta á barninu með þessari aðferð — engar nælur og enginn bögglingur með bleyjurnar. Þess ber þó að gæta, að þótt buxurnar séu mjúkar eru þær loftþéttari og heitari en taubuxur, og því ekki víst að húð barnsins þoli stöðuga notkun þeirra a.m.k. ekki meðan þau eru kornung, en öðru hverju eru þær ákjósanlegar. Fást i tveim stærðum. BARNAVAGN Það fást margar gerðir af barna- vögnum, en að mörgu leyti fannst mér þessi gerð og aðrar svipaðar hentug- astar. Þar réði aðallega það, að hægt er að taka efri hlutann af og nota sem burðarúm. Einnig er hægt að kaupa kerru-efrihluta seinna og setja ofan á sömu hjólin, og sparar það auð- vitað töluvert. Þeir, sem bæði vilja láta barnið sofa úti á svölum og ganga með það úti í sama vagni, geta með illu móti notað þessu stóru, þungu — og fokdýru — barnavagna, enda get ég ekki með nokkru móti komið auga á kostina við þá fram yfir létta og meðfærilega vagna. Á þessum vagni er sem sagt hægt að taka efri hlutann af með einu handtaki og leggja hjólin saman, þannig að hægt er að bera þetta sitt í hvoru lagi upp og niður stiga og jafnvel búa um barnið í efri hlutanum áður en það er sett út. Sé farið með barnið í heimsókn, er hægt að aka því á staðinn, taka svo efri hlutann af og láta það sofa eða liggja rólegt inni meðan staðið er við, og sé farið í bíltúr má setja rúmið í aftursætið — hafa svo hjólin meðferð- is í farangursgeymslunni og smella þeim undir þegar þess er óskað. Þessi vagn kostar 2900 kr., en sé kerruefri- hlutinn keyptur með, kostar allt sam- an 3.575 kr. Barnavagnar ganga oft kaupum og sölum, og er að komast fast form á verð þeirra notaðra, kosti vagn t.d. í upphafi 5.000 kr. má gera ráð fyrir 1.500 kr .afslætti, þegar hann hefur verið notaður fyrir eitt barn og lítið sér á honum, en 2.000—2.500 hafi hann verið notaður fyrir 2 börn og sé far- inn að láta töluvert á sjá. Framhald á næstu síðu.... VIKAN 22. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.