Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.06.1965, Side 6

Vikan - 24.06.1965, Side 6
 tOR TORflT m. Nú er það komið, VO-5 vinsælasti harhrems- ir (shampoo) Bandaríkjanna, sem gerir hár- ið nákvæmlega eins og þér vlijið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lengur. Ekki með VO-5. Ger- ið VO-5 að yðar hárhreinsi — og það verður barnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gera hárið hreint, glansandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viðráð- anlegt — eins og þér viljið hafa það. EINKAUMBOÐ: U.P. GUÐJÓNSSON H.F. Skúlagötu 26. — Sími 11740. HVERSU FRÆG ER PETULA CLARK? Oddeyrargötu 24, Akureyri, 17. maí 1965. Ég las grein yðar í síðasta tölu- blaði um söngkonuna Petulu Clark og þar segið þér að hún hafi ekki annað gert markvert en að syngja inn á þessa einu plötu þ.e. „Down town“. Mér sárnaði mjög þessi mis- skilningur hjá yður, og óska þess eindregið að þetta verði leiðrétt. Sjálf þekki ég vel æfiferil þess- arar fjölhæfu söng og leikkonu, og til þess að þér getið sannfærzt um hve rangt þér hafið fyrir yð- ur í þessu máli, sendi ég yður þetta hefti, sem hefur inni að halda greinargóðar upplýsingar um hver Petula Clark raunveru- lega er. Þetta hefti keypti ég í London einhverntíma á tímabil- inu 1950 til 1954, og þá var Petula Clark álíka vinsæl, og „The Beatles“ eru í dag. Svo langar mig vinsamlegast að biðja yður um að endursenda mér þetta hefti. Með fyrirfram þökk (fyrir leiðréttinguna). Sigrún S Pretlove, Oddeyrargötu 24, Akureyri. Nú fór illa, Sigrún mín. Ekki var það meiningin aS níða æruna af þessu fyrrverandi undrabarni, og hefur vissulega klaufalega til tekizt með orðavalið. Meiningin var sú, að þótt Petula, sem nú er rétt að verða 33 ára, hefði ver- ið aðalskemmtikraftur heima- hrepps síns þegar hún var sjö ára, sungið með hljómsveit þeg- ar hún var átta ára og komið fram í 500 skemmtunum fyrir hermenn, þegar hún var um fermingu, síðan komið nokkrum sinnum fram í kvikmyndum og sjónvarpi í Bretlandi og verið vinsæl þar fyrir hálfum öðrum áratug — þrátt fyrir þetta allt reka unglingarnir nú til dags upp stór augu, þegar þeir eru spurðir um Petulu Clark — nema þeir viti að það var hún, sem söng inn á plötuna „Down town“. SITT AF HVERJU UM NÝJAN GARÐ. Hr. ritstjóri. Vikan er alveg ágætis blað, svo framarlega sem þetta lítil- ræði birtist í póstinum. Bezt er að forðast allar vífilengjur og koma að efninu krókalaust. Ég hef átt heima við frægustu braut í land- inu í rúmlega 15 ár og andspæn- is mér blasir daglega eitt um- deildasta tún í heiminum. Eins og mörgum er kunnugt, eru þar í áætlun og framkvæmd stór- kostlegar breytingar og er ekki nema allt gott um það að segja. Það eru örugglega fáir, sem sakna kofanna, sem var hrein- lega klambrað saman. Eitt af okkar ágætustu skáldum stend- ur á túninu með hörpuna að baki sér og sómir sér prýðilega. Og fleiri listaverk eru í undirbún- ingi. Enda þótt áætlun hafi ver- ið gerð um hvern fermetra á túninu „okkar“, væri ekki úr vegi að stinga upp á einu og öðru, sem þar mætti vera. Þetta eru þó okkar peningar, sem notaðir eru í þessar breytingar. Gaman væri, ef við Reykvíkingar gætum stát- að af einum „Hyde-Park-Corner“ fyrir halelújamenn (undirgöngin höfum við). Áður sáum við brennur við áramótin á túninu. Það heyrir nú sögunni til. Hvern- ig væri að koma upp þarna tveimur eða fleirum úti-tennis- völlum. Það verður að taka til- lit til allra, hvort sem þeir eru blómadýrkendur, halelújamenn, fugavinir, barnapíur eða sport- istar. Þeir eru glettilega margir hérna í umhverfinu, sem eru á mínu máli. Umbótasinni. ÞÁTTUR „FEÐRANNA" í UPPELDINU. Kæra Vika. Við hjónin eigum barn í skóla í 7 ára bakk. Eigi alls fyrir löngu var efnt til foreldrafundar, er átti að hefjast kl. 9 að kveldi, og einnig til sýningar á handa- vinnu og föndri er börnin höfðu afkastað yfir veturinn. Að sjálf- sögðu fórum við hjónin og hugð- um gott til. Er við mættum var engu líkara en hér væri um kven- félagsfund að ræða. Þarna var mætt rúmlega 100 manns og ég taldi 10 karlmenn í þessum hóp. Satt að segja varð ég furðu lost- in. Það getur margt borið til, svo sem einstæðingsmæður, ekkjur eða sjómannskonur, en tæplega held ég að svo hafi verið um all- ar þessar konur er þarna voru mættar. Funartíma var þannig hagað, að flestir eru hættir vinnu, eða vinna karlmenn allan sólar- 0 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.