Vikan - 24.06.1965, Page 8
Nú virðist loks komið að því að sögurnar um að Volkswagenverksmiðj-
urnar séu að undirbúa nýja gerð bifreiða, séu á rökum reistar. Vestur-
þýzka blaðið Zeitung segist hafa fengið áreiðanlegar upplýsingar um að
Wolfburgverksmiðjurnar hafi loks ákveðið að endurnýja framleiðsluna
til að hafa betri samkeppnismöguleika.
Árangurinn er sagður vera laglegri, rúmbetri og tæknilega séð ný-
tízkulegri VW með loftkældri 1300 kúbíkvél, sem framleiðir 40 DIN-
hestöfl.
Álitið er að aðalástæðan fyrir breytingunni sé að gefa meira geymslu-
pláss í bílnum en 1200 og 1500 gerðirnar. Plássleysið í þeim hefur verið
þeirra versti ókostur. Þessari nýju gerð, sem sagt er að verði framleidd í
haust, verður fylgt með nýjum fólksbíl, sem á að koma í stað 1200. Jafn-
vel 1500 mun verða breytt, — ný 70 hesta vél og diskahemlar.
í upphafi árs 1964 sagði VW-yfirmaðurinn Heinz Nordhoff: „Á meðan
ég verð kyrr sem forstjóri VW-verksmiðjanna, munum við halda áfram
framleiðslu 1200 gerðarinnar". En sennilega verður Nordhoff bráðlega
að tajca orð sín til baka. Samkeppin hefur aukizt, fyrst og fremst hjá
Opel, þýzka Ford og brezkum smábílaframleiðendum.
VW hefur 90 þúsund manns í þjónustu sinni, og er ennþá stærsta fyrir-
tæki V-Þýzkalands og stærsta bílasmiðja Evrópu. í fyrra framleiddu
þær 1,410.000 bíla, eða 200000 fleiri en 1963. Umsetningin jókst úr um
7 milljörðum Þ.marka í 8 milljarða. Af heildarframleiðslunni fóru 880.000
til útflutnings, þar af keypti U.S.A. 325.000, en Svíþjóð næstmest.
Það leit helzt út fyrir, að Kim Novak hefði ákveðið í eitt
skipti fyrir öll, að hún gæti fullvel komizt af án eiginmanns.
Hún hafði byggt sér hús á afviknum stað úti við hafið og inn-
réttað þar einskonar piparmeyjaríbúð með íburði, sem var
líkt og hjá Forn-Rómverjum; allt í rauðum, dúnmjúkum sess-
um og sóffum. En húsið hefur liklega verið einskonar gildra
fyrir tilvonandi eiginmann, því hann ánetjaðist fljótlega á eft-
ir. Meðan stóð á kvikmyndun „Ástarævintýris Molly Flanders"
hitti hún enska leikarann Richard Johnson og sá kunningsskap-
ur Ieiddi til hjónabands. Hjónavígslan fór fram úti undir ber-
um himni og meira segja á snævi þakinni eyðimörk í Colorado.
Og hveitibrauðsdögunum eyddu þau í frumstæðum bjálkakofa
þar í grenndinni.
Nýr Volkswagen
Loks gekk Kim Novak út
0lUfSlH Lí'1'V*
Þeir, sem hafa kynnt sér ummæli sérfræð-
inga í erlendum tæknifímaritum, vita að við-
tæki, magnarar, hátalarar, plötuspilarar og
segulbandstæki frá BANG & OLUFSEN verk-
smiðjunum í Struer í Danmörku, eru meðal
þess allra vandaðasta sem fáanlegt er á
heimsmarkaðnum.
Nú er íslenzka sjónvarpið á næstu grösum.
ATHUGIÐ að þið getið keypt B&O sjónvarps-
viðtæki fyrir svipað verð og önnur miklu
lélegri viðtæki.
ATHUGIÐ að sökum hækkandi vinnulauna er-
lendis, má búast við ca. 7% hækkun á við-
tækjum í haust.
ATHUGIÐ að þar sem sjávarselta fýkur á
loftnetin er varla að búast við meira en
2 ára endingu á þeim.
ATHUGIÐ að sumarið er bezti tíminn til þess
að koma upp sjónvarpsloftnetum, og gera
við gömul loftnet..
ATHUGIÐ að við höfum mikið úrval af sjón-
varpsloftnetum, og önnumst uppsetningu
þeirra ef óskað er. Við höfum mælitæki til
að stilla stefnu þeirra og mæla styrkinn
frá þeim.
Viðtsbjavinnustofan
loupegi 178
SÍMI 37674
g VIKAN 25. tbl.