Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 24.06.1965, Blaðsíða 31
Bílctöldin gengur í gcirð. Og nú vottar fyrir nýjum degi í samgöngumálum íslendinga. Fyrsti bíllinn á íslandi, bíll Thomsens kaupmanns kemur til landsins 1904, en það er fyrst áratug síðar, að bílar fara að fá dálitla hagnýta þýðingu. Tilkoma bílanna ýtir dá- lítið undir vegabætur, en vegavinna er enn unnin með mjög frumstæðum tækjum. — 1914 er Eimskipafélag íslands stofnað með almennri þátt- töku þjóðarinnar. Fyrsta skip félags- ins, Gullfoss, kemur til landsins ár- ið eftir. Stórútgerð og iðnaður verða til að auka mjög verzlunina, bæði innanlands og við útlönd. Nýr banki, íslandsbanki, tekur til starfa 1904. Árið 1917 er Verzlunarráð Islands stofnað. Verzlunin er nú al- gerlega komin á íslenzkar hendur. í menningarmálum verða miklar framfarir. Árið 1907 er komið á al- mennri skólaskyldu fyrir börn á aldrinum 10—14 ára. Kennaraskóli, verzlunarskóli, iðnskólar og fleiri sérskólar eru nú stofnaðir. Mikil- vægust er þó stofnun Fláskóla ís- ands 17. júní 1911. Ekki hefur þjóðin þó efni á því að reisa sér- staka háskólabyggingu, heldur verður Háskólinn að vera til húsa [ Alþingishúsinu í nærri þrjá ára- tugi. — Blöðum fjölgar í landinu, og stofnuð eru dagblöð, Vísir 1910, Morgunblaðið 1913. Miklar fram- farir verða í heilbrigðismálum þjóð- arinnar. Baráttan gegn sullaveik- inni ber nú góðan árangur, enda eiga Islendingar nú einn fremsta lækni heims í sullaveikilækningum, Guðmund Magnússon prófessor. Hvíti dauðinn, berklaveikin, verður hins vegar enn mörgum manni að bana. Á þessum árum taka til starfa spítalarnir á Vífilsstöðum og Kleppi. Enn er þó spítalaskortur í landinu, og hugmyndinni um landsspítala eykst fylgi- Andatrú og ungmennafélög. Nokkur ólga er í trúmálum þjóð- arinnar. Eftir aldamótin tekur spírit- isminn að breiðast nokkuð út, og stendur um hann mikill styrr. Ýmsir þjóðkunnir menn gerast forsvars- menn spíritismans, Einar Hjörleifs- son, Haraldur Níelsson og Björn Jónsson ráðherra. En andatrúin á þó einnig harðsnúna andstæðinga, bæði meðal efnishyggjumanna og kirkjunnar manna af gamla skól- anum. Og innan kirkjunnar sjálfr- ar magnast deilurnar milli nýguð- fræðinga og fylgismanna hinnar eldri rétttrúnaðarstefnu. Nýguð- fræðin vinnur á í fyrstu lotu en að- alforingi nýguðfræðinga er hinn glæsilegi ræðuskörungur og guð- fræðikennari Haraldur Níelsson prófessor. K.F.U.M. hreyfingin eflist undir forustu séra Friðriks Friðriks- sonar æskulýðsleiðtogans mikla. Mjög glaðnar yfir öllu félags- lífi með þjóðinni. Ungmennafélög þjóta upp, einkum f sveitum, en einnig í kaupstöðum. Það fyrsta var stofnað í Öxnadal aldamótaárið, en það var þó Ungmennafélag Akur- r Við yður m.a. Vinnuföt vinnufata veljið YÐAR ge íYÐAR númeri kl ° yður! fullkomnasta stærðakerfið VÍR-L0N vinnufötin. Þægileg, íslenzkt snið; sterk, IIV2 oz. nælonstyrkt nankin. vír-twill.A Smekkleg vinnuföt í hrein- lega vinnu, þægileg sport- og ferðaföt. Fást í fjórum litum. VÍR-vinnuföt í þröngu amerísku sniði. Efni frá U.S.A. Þykkasta efni sem fáanlegt er á heimsmarkaðinum. Hag- kvæmast verð á fötum sinnar tegundar notið vinnuföt sem klæða yður- notið VíR vínnuföt VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.