Vikan - 24.06.1965, Page 45
löðrung. Bostick bjó sig undir að
svara.
— Nein! æpti Ryan og lyfti hríð-
skotabyssunni.
— Við förum eftir fimm mínútur,
sagði Fincham. — Þá förum við
beina leið til Mílanó.
Lestin bakkaði inn á stöðina i
Mílanó klukkan kortér yfir átta,
því þeir höfðu neyðzt til að nema
stuttlega staðar í Piacenza og á
annarri minni stöð En við hvorugt
þessarra tækifæra hafði verið
ástæða til að gefa sig fram við
stöðvarstjórann. Klement fékk næst-
um taugaáfall, þegar hann fékk að
vita, að hann yrði að heimsækja
Ufficio Movimento í Mílanó ósamt
Ryan.
Tvö glös af víni, gerðu honum ör-
lítið léttara um hreyfingar, en það
var langt í frá, að hann væri nógu
öruggur með sjálfan sig. Ryan neit-
aði bón hans um þriðja glasið.
Hinum megin við pallinn, beint
á móti vagni majorsins, stóð löng
röð af Þjóðverjum, sem voru að fá
heita súpu úr potti hjá tveimur
sterklegum konum með hakakross
á bandi um handleggina. Þegar Ry-
an kom út úr vagninum í fylgd með
Klement og Costanzo, hrópuðu
Þjóðverjarnir á félaga sína upp á
vagnþökunum a.ð koma niður og
slást í hóp með þeim. Þegar þeir
síðarnefndu svöruðu ekki, urðu
mennirnir í röðinni æ meir uppá-
þrengjandi.
— Segið Klement að gefa mönn-
unum skipun um að halda sig burt
frá lestinni, sagði Ryan við Cost-
anzo. — Hann getur sagt þeim, að
í þessari lest séu fangar frá suður-
vígstöðvunum og hver sem reyni
að koma nálægt þeim, verði skot-
inn.
Þjóðverjarnir hrópuðu húrra yfir
þessari frétt.
í Ufficio Movimento var óvenju-
mikið að gera og þeir urðu að bíða
eftir stöðvarstjóranum. Litli lestar-
stjórinn var vingjarnlegur í garð
Þjóðverjanna og lék á alls oddi við
Costanzo, meðan þeir biðu.
Þessi litli skammtur af sjálfsör-
yggi, sem Klement hafði tekið með
sér til Ufficio Movimento, var á
mörkunum að gufa upp. Hann var
óvenju fölur og vætti varirnar stöð-
ugt með tungunni Þegar stöðvar-
stjórinn var laus, lét Ryan Costanzo
sýna talstöðvarskilaboðin og biðja
um áætlun um Monza, samkvæmt
ósk frá aðalstöðvum SS í Róm.
Stöðvarstjórinn las skilaboðin án
þess að nokkur dráttur hreyfðist f
andliti hans. Svo lyfti hann blaðinu
og bað Costanzo að þýða eitt orð
í textanum yfir á ítölsku .Svo kink-
aði hann kolli og bar saman við
áætlanirnar hjá sér. Eftir nokkrar
mínútur tók hann að fylla út áætl-
un fyrir fangalestina, sem hann síð-
an rétti Klement. Klement starði á
blaðið eins og hann orkaði ekki að
taka við því. Costanzo tók við því
og stakk því í hendur Klements.
— Alles ist in ordnung, Herr
Kommendant, sagði hann, steig eitt
skref aftur á bak og skellti saman
hælunum.
Svo tók hann áætlunina aftur úr
höndum Klements, las hana yfir og
rétti lestarstjóranum. Lestarstjárinn
las hana lika og stakk henni síðan
í vasann, um leið og hann snerist
á hæl og gekk af stað út að lest-
inni.
Ryan lét, sem hann hjálpaði Kle-
ment til dyra.
— Þetta var næstum of létt, sagði
Costanzo þegar þeir voru komnir
út fyrir afgreiðsluna. — Ég hélt, að
Klement ætlaði að lyppast niður.
Ryan tók um handlegg Klements
og leiddi hann eftir pallinum. Allt
í einu gall við rödd rétt hjá þeim:
— Hubertus!
Klement leit upp með örvænting-
araugnaráði, þegar brosandi Þjóð-
verji í svörtum einkennisbúningi yf-
irstormsveitarforingja SS, gekk á
móti honum með framrétta hönd*-
ina. Klement gekk til móts við hann
en stirðnaði svo upp og leit hræðslu-
lega um öxl á Ryan. Ryan potaði
í mjóbakið á honum með hríðskota-
byssunni. Klement rétti fram hönd-
ina og heilsaði SS foringjanum.
Brosið hvarf á vörum hins síðar-
nefnda.
— Hubertus, sagði hann óróleg-
ur og grandskoðaði andlit vinar
síns. — Was ist los? Bist du krank?
Costanzo leit hjálparvana á Ry-
an.
Klement tók að skjálfa.
— Was ist los, Hubertus? sagði
SS foringinn hvassari. Was machst
du hier in Norden?
Klement bærði varirnar en ekk-
ert hljóð heyrðist. SS foringinn tók
í handlegg hans og sneri sér að
Ryan og sagði eitthvað í skipunar-
tón. Ryan hafði ekki hugmynd um
hvað maðurinn var að segja, svo
hann tók það ráð að stilla sér í
réttstöðu. En sá þýzki lét sér ekki
nægja það, heldur endurtók spurn-
inguna.
Costanzo kom Ryan til hjálpar og
skýrði með nokkrum orðum að Herr
Kommendant væri veikur.
Yfirstormsveitarforinginn virtist
ánægður með þetta svar en Ryan
sá, að hann virti Costanzo vandlega
fyrir sér, meðan hann hlustaði á
það, sem hann hafði að segja.
Hann leit í svip á einkennisbúning-
inn, sem fór Costanzo mjög illa og
leit svo einum of snöggt á Ryan,
að þvi að honum fannst, og horfði
jafn grandskoðandi á hann.
— Ach so! sagði hann svo og
andvarpaði. — Gute besserung,
Herr Hubertus.
Hann tók lífvana hönd Klements,
þrýsti hana og gekk hægt aftur eft-
ir pallinum.
— Farið með Klement upp á lest-
ina, sagði Ryan fljótmæltur. — Ég
kem eins fljótt og ég get.
Hann flýtti sér á eftir svartklædd-
um liðsforingjanum, en gætti þess
að hafa alltaf einhvern á milli
þeirra. Honum líkaði ekki við hreyf-
ingar liðsforingjans, það var ein-
hver uppgerð yfir kæruleysi hans
og hann hafði ekki einu sinni snú-
ið sér við til að horfa á eftir veik-
um vini sínum. Lengra burtu á pall-
inum sá hann þýzkan hermann með
brjóstmerki sem sýndi að hann var
lögregluþjónn. Það var ekki annað
að sjá, en vinur Klements gengi í
áttina að þessum manni.
Ryan hélt sig eins nærri storm-
sveitarforingjanum og hann þorði,
meðan han svipaðist stöðugt um
eftir stað, þar sem hann gæti átt
við óvininn, án þess að vekja at-
hygli. Brautarpallurinn var troðfull-
ur af fólki og SS foringinn myndi
ekki þurfa annað en gefa frá sér
stunu til þess að allir tækju eftir
því.
Þjóðverjinn nálgaðist langa röð
af rafgeymum fyrir lestarnar. Þeg-
ar hann kom að opi milli raðanna,
tók Ryan til fótanna og stjakaði
með öxlinni við manninum, sem féll
ofan á geymana. Rafstraumurinn
lauk við verkið án þess að Þjóð-
verjinn gæfi frá sér minnsta hljóð.
Ryan beygði sig yfir lík manns-
ins og gekk úr skugga um, að ekki
leyndist lífsmark með honum. Síð-
an leit hann snöggt út á pallinn.
Hann horfði beint inn í augun á
óeinkennisklæddum Itala. Þetta var
vel klæddur maður með grásprengt
hár og hann stóð grafkyrr.
Framhald í næstu blaði.
f ilm
Aukinrt
þrifnadur
vid frágang
sorps
REYKJALUNDU R
sími um
Brúarland
vinnuheimilid acf Reykjalundi
VIKAN 25. tbl.