Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 5
idð þeir hefðu í fyrstu lotu lent á iréttum stað? Hvernig leit barnið út, sem var að gráta? Hvernig gat Ihann komizt upp til að sjá það? Hann fékk svar við þessum spurn- lingum sínum. Irene Pyle kom aftur iniður stigann með barn í fanginu. ÍÞetta var stúlka á stærð við And- irew, Ktil, dökkhærð og brúneygð. /Mjög lík móður sinni. í annarri Ihendi hélt hún á pela. Raulandi gekk hún með barnið í fanginu í gegnum bjórstofuna fram í eldhús- iið. — Við skulum koma héðan, sagði Hub. — Það er ekki eftir neinu að bíða. Við skulum tala við þessa Crystal Tower. Þeir óku þegjandi yfir að skemmti- staðnum, þar sem hún vann. Þar var troðfullt, en yfirþjónninn þekkti Andy þegar, hann hneigði sig djúpt og vísaði þeim á borð. Þegar þeir voru setztir, sagði Andy: — Vinnur hér stúlka, sem heitir Crystal Tow- er? — Crystal Tower? Já, hún vinn- ur hér. — Get ég fengið að tala við hana? — Að sjálfsögðu. Yfirþjónninn hneigði sig einu sinni enn, áður en hann hvarf. Eft- ir stutta stund stóð Crystal hjá þeim og brosti eftirvæntingarfull til þeirra. Hún var hávaxin, brjóstamikil, með Ijós augu og silfurljóst hár. Fremur grófir andlitsdrættir hennar voru undir þykku farðalagi. Hún hafði farið í þunnan, gagnsæjan slopp yfir pallíettuskreyttan dansbúning sinn. — Herra Paxton, sagði hún ofur- lítið andstutt. — Vilduð þér tala við mig? Andy reis á fætur: — Já. Þakka yður fyrir, að þér skylduð koma, ungfrú Tower. Þetta er herra Wiley. — Komið þér sælir. Það var greinilegt að hún tók ekki eftir nafn- inu. Andy gat beinlínis lesið hugs- anir hennar: Æðiskennda von um að koma hans þýddi það sem alla í skemmtanaiðnaðinum dreymdi um: Upphafið að frægðinni. Andy hafði slæma samvizku yfir að þurfa eyðileggja þennan draum. Hann gaut hornauga til Hubs. En Hub yppti aðeins örlítið öxlum eins og hann vildi segja: — Þegar þér hafið gefið upp boltann, verðið þér einnig að halda spilinu gangandi. — Við þurfum ekki að tefja yður nema fáeinar mínútur, ungfrú Tow- er, sagði Andy. — Við erum að leita að einum kunningja yðar — manni, sem heitir Lamercy. Við höfum heyrt, að þið séuð trúlofuð. Það var auðvelt að sjá og heyra vonina síast út úr Crystal. Svo þetta var, eftir allt saman, ekki það sem hana hafði dreymt um. — Lamercy? Þið hljótið að geta fundið hann ein- hversstaðar hérna í grenndinni. Þið getið reynt að spyrjast fyrir ein- hversstaðar á upplýsingaskrifstofu. Hún reis á fætur og vafði um sig sloppnum. — Þér verðið að hafa mig afsakaða. Eg þarf að hafa fata- skipti fyrir næstu sýningu. Andy sá, að það var engrar hjálpar að vænta frá henni, hvort sem það var af beiskju eða bein- línis ótta. I örvæntingu greip hann eftir peningaveskinu sínu. Hub stöðvaði hönd hans með oln- boganum og reis á fætur. — Það er víst bezt fyrir okkur að reyna að komast út. Það ber ekki mikið á því, ef við förum út bakdyramegin. Crystal sagði taugaóstyrk: — Þeir eru ekki mikið hrifnir af því að gestirnir . . . An þess að hlusta á hana greip Hub í handlegg hennar og stýrði henni í áttina að dyrum með for- hengi, vinstra megin við sviðið, rétt hjá borðinu sem þeir sátu við. Andy fylgdi eftir. Bak við fortjaldið var langur, auður gangur. Um leið og þeir voru komnir úr sjónmáli næturklúbbsgest- anna breyttist Hub og varð annar maður. Með snöggri hreyfingu skellti hann Crystal upp að veggn- um og læsti fingrunum inn I axlir hennar. Svo hvæsti hann milli tann- anna: — Jæja, segðu okkur þá, hvar við getum fundið Lamercyl Crystal barðist um. — Sleppið mérl hrópaði hún. — Ég æpi, ef þér sleppið mér ekki. Hub þrýsti fastar: — Skilurðu ekki hvað ég var að segja? — Hættið þessu Hub, sagði Andy hörkulega. — Þér misþyrmið henni. Hub virtist ekki heyra til hans. Hann pírði saman augun og muldr- aði: — Hvar er Lamercy? — Ég skal segja yður það! stundi Crystal. — Ég skal segja yður það — ef þér sleppið mérl Með tárin rennandi niður kinnarnar sagði hún þeim heimilisfang hans í Santa- Monica. — Leyfið mér svo að faral Hub hafði greinilega ekki 1 hyggju að sleppa Crystal undir eins. Hann virtist beinlínis njóta þess að hlusta á kjökrið í henni. Að lokum þoldi Andy þetta ekki lengur og þreif í hendur Hubs. — Sleppið henni! Hvern fjandann á þetta að þýða! Ég vil ekki taka þátt í neinu svona. Crystal renndi sér grátandi út á hlið niður eftir ganginum meðan hún néri axlir sínar. Andy hljóp á eftir henni: — Ungfrú Tower, ég harma, að þetta skuli hafa gerzt. Það var aldrei ætlun mín. Hann reyndi að finna upp á einhverju sem gæti huggað hana og linað sársaukann. — Ég skal biðja um- boðsrriann minn að hafa samband við yður og reyna hvort hann getur ekki gert eitthvað fyrir yður . . . Þetta virtist hrífa, hún reyndi að brosa. — Þakka yður fyrir, herra Paxton. Ég saka yður heldur ekki um neitt, þér eruð ágætur. Tárin streymdu stöðugt niður kinnar henn- ar. Hún horfði framhjá honum í átt- ina til Hubs. — En þér skuluð fá að borga fyrir þetta! Bíðið baral Svo hvarf hún kjökrandi niður eftir ganginum. Andy sneri sér að lífverði sínum: — Þér skuluð gera yður eitt Ijóst undir eins: Ég vil ekki taka þátt í neinu svona, hvorki nú eða síðar. — Það gaf þó að minnsta kosti árangur, sagði Hub með mestu ró- semi. — En það eruð náttúrlega þér, sem ákveðið það. Eigum við að gá, hvort þetta heimilisfang er rétt, eða eigum við að fara heim strax? — Við skulum gá hvort það er rétt, sagði Andy. — En ef við höf- um upp á Lamercy, stingið þér hönd- unum í vasann. Þessi viðvörun reyndist ónauð- synleg. Þegar þeir komu til þess heimilisfangs, sem Crystal Tower hafði gefið upp, sem var sumarbú- staður í Santa-Monica, komust þeir að raun um, að þeir voru of seint á ferðinni. Fjöldi lögreglubíla stóð við vegarbrúnina. Nokkrir umferð- arlögregluþjónar voru önnum kaÉn- ir vað að halda þeim, sem forvitnir voru, frá staðnum, og beina um- ferðinni út á hliðarvegina. Hub hrópaði í einn lögregluþjónanna: — Halló, Potter! Hvað hefur komið fyrir? — Morð. Gamall prangari, sem hét Lamercy, sagði lögregluþjónn- inn kæruleysislega, eins og þeir væru að tala um veðrið: — Það hef- ur einhver molað á honum haus- inn. 8. kafli. Morðið á Lamercy komst ekki með I sunnudagsblöðin. Og það hefði varla komizt á forsíðuna, því hún var að mestu undirlögð af barnsráninu. Og biaðamennirnir höfðu ekki ástæðu til að tengja þessa tvo atburði saman. Jafnvel Andy var ekki viss um, að það væri sambanid þar á milli. Hann gat að- eins vejt þessu fyrir sér, og síðan samþykkt þá skoðun Hubs, að þeir hefðu ekki heppnina með sér, hvorki [ stóru né smáu. Seinnipart laugardagsins hafði hárgreiðslukona Lissu, sem hafði verið góð vinkona hennar í mörg ár, komið í heimsókn til að votta samúð sína. Því miður var hún klædd sínum hvíta vinnuslopp, þeg- ar hún kom, og blaðamennirnir sáu þegar í stað, að móðir týnda barns- ins var ekki örvinglaðri en svo, að hún hugsaði mest um að láta laga á sér hárið. Eftir hádegi sama dag sendi frú Deane boð upp til Andys og bað hann að koma niður til samtals. Hann fann hana í dagstofunni, ásamt Lissu. Andlitssvipur hennar sagði honum strax, að hún hefði ekki góðar fréttir. — Ég hef upp- götvað nokkuð mjög athyglisvert, sagði hún. — Hversu mikið þekkir þú eiginlega einkaritarann þinn? Andy létti svo mikið, að það lá við að hann skellti upp úr. — Shirly! Já, ég reikna með, að ég viti nóg. Hvað um það? — Þá veiztu kannske líka hvar hún er þessa stundina? — Neí, það hef ég ekki nokkra hugmynd um. Hún hefur frí. — Þá get ég frætt þig um það. Ivora Deane sagði þetta eins og ákærandi, sem stendur andspænis þvermóðskulegu vitni. — Shirly Winther situr á þessari stundu á rit- stjórn eins dagblaðanna og les minningar sínar inn á segulband. — Minningar sínar? endurtók Andy efinn. — Nú getur þér ekki verið alvara. — Sannarlega. Ævisagan á að heita: — Daglegt líf Paxton fjöl- skyldunnar. Fyrirmyndarhjónin séð I gegnum skráargatið. Það var blaðamaður frá öðru dagblaði, sem sagði mér þetta. Hún fær fimm hundruð dollara fyrir. Greinarflokk- urinn byrjar á morgun. — Shirly veit ekki neitt, sem get- ur skaðað okkur, sagði Andy. — Það skiptir engu máli. Það er alltaf hægt að færa til staðreyndir. Framhald á bls. 43. VIKAN 33. tbL g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.