Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 19
var verið að bjóða mér hana rétt áðan, svaraði hánn. — En þér eruð þarna með pípu Iíka, sagði ég, reykið þér líka pípu? Hann kvaðst stundum hvila sig á sígarettunum og taka i pipuna. Ég spurði hann, hvort hann reykti nokkurntimann vindla, og hann kvað það geta komið til stundum. Nú sneri ég mér út i aðra sálma og spurði, hvort hann vissi, hvernig gengi að selja á leikinn. Hann bjóst við að það gengi bara sæmilega. En nú var hann farinn að ókyrrast dálitið og gekk i burtu, áður en ég gat spurt hann, hvort hann ætlaði á völlinn. Hannibal var ákaflega alúðlegur Nú kom maður gangandi, sem margir þekkja, Hannibal Valdi- marsson. Ég vék mér að honum og spurði hann mjög kurteis- lega, hvort hann vissi, hvað klukkan væri. Já ekkert var sjálfsagðara en að segja mér það, hún er tuttugu mínútur gengin í fjögur. — Ætli hún sé nákvæmlega rétt? spurði ég. — Ja nokkurn veginn, svaraði hann, — það getur í mesta lagi munað einni eSa tveimur mínútum. Já þetta er nefnilega út af veðmáli, sagði ég. — Veðmáli? endurtók hann. — Já, viS vorum aS veSja hérna tveir, hvaS klukkan væri, sagði ég. — ÆtliS þér annars ekki á völlinn i kvöld? Nei hann 6. „Verið þér nú sælir", Hanni- bal kveður atkvæðið. kvaSst ekki ætla. — Þér hafiS kannske ekki áhuga fyrir knatt- spyrnu? sagði ég. Jú,jú, hann var nú fyrir hendi, en hann sagðist vera dálitið tímabundinn, og gæti ekki farið þess vegna, hann væri að fara til útlanda i fyrra- málið. — Nú já, sagði ég, og hvert er förinni heitið? Hann sagðist vera að fara til Amster- dam. — Og þá væntanlega i við- skiptaerindum? bætti ég við. Jú það mátti liklega orða það svo. —• Ætli þaS sé ekki ákaflega margt fallegt og skemmtilegt að sjá þar úti? sagði ég. Hann kvaS það vera. Nú þakkaSi ég honum kærlega fyrir samræSurnar, og hann spurSi, hvort hann mætti ekki taka i höndina á mér aS lokum og þessi kurteisi og þol- inmóSi maður gekk leiðar sinn- ar. 5. „Það miinar í mesta Iurí tveimur mínútum". „En ég kannast líka við hann þennan". Hann þekkti Ijósmynd- arann Eftir nokkra stund kom maS- ur á mikilli hraSferS niður Aust- urstræti. % gekk í veg fyrir hann, blaðskellandi, og sagSi: — AfsakiS, mikiS kannast ég HvaS gerir fólk þegar bláókunnugur maSur vind- ur sér aS því á götu, spyr hvaS klukkan sé og heldur síðan áfram aS spyrja um allt mitli him- ins og jarSar?___________________________ Vikan hefur reynt þetta og komizt aS raun um, að reykvískir vegfarendur hafa hreint ekki svo lítiS langlundargeS._______________________ vel viS ySur, hvar höfum viS sézt áSur? — Hann varð hálf hvumsa við, en tók siðan viS- bragS og sagSi: — ViS getum hafa sézt hvar sem er, en ég kannast líka vel við svipinn á honum þessum, sagði hann, og benti á kollinn á Kristjáni Ijós- myndara, sem var aS reyna aS fela sig bak viS bíl. Og þar með strunsaði hann í burtu. Og þá þraut þolinmæSi blaSamannsins En ekki þýddi að leggja ár- ar i bát, þótt þessi hefSi brugS- izt. Og nú kom roskinn og virðu- legur maður gangandi á móti mér. — Góðan dag, sagði ég, ¦— þér getiS ekki gefiS mér eld? — Jú, hvort hann gat það. Svo dró hann upp vindlingakveikj- ara og bjóst til aS kveikja i. •— Má ekki bjóða ySur sígarettu? sagSi ég. Nei, hann ætlaði ekki að vilja þiggja hana, en eftir nokkrar fortölur, tókst mér að fá hann til að taka eina. Vindla- kveikjarinn reyndist ekki vera í lagi, en hann tók upp stokk og kveikti í hjá okkur báðum. — Það er aldeilis gott veður i dag, byrjaði ég. Já, nú fá þeir gott á vellinum í kvöld, svaraSi hann. — ÆtliS þér á völlinn? spurði ég. —¦ Nei, hann Bárður Brynjólfsson er hjá mér núna og hann ætlar á völlinn í kvöld. Ég verð bara heima og hlusta á hann Sigurð lýsa keppninni, svo verða krakkarnir líka hjá mér. Þarna hafSi ég laglega hitt góSan mann til að spjalla viS. En fariS þér ekki oft aS horfa á knattspyrnu, hélt ég áfram. Jú, það kemur fyrir, en ekki eins oft og ég gerSi einu sinni, 8. „Mikið fjári væri gaman, ef strákarnir gætu burstað Dan- ina í kvöld". hvernig skyldi þetta annars fara i kvöld, mikið ári væri nú gam- an, ef strákarnir gætu burstað Danina svolítið. — Já þaS væri fint, svaraSi ég. — Og jafnvel þótt það væri ekki nema svona eitt mark yfir, hélt hann áfram, annars fá þeir nú veðriS til að spila i kvöld. — EruS þér héS- an úr bænum? spurði ég, þegar ég komst að. — Já borinn og barnfæddur og hefi aldrei átt heima annarsstaðar, ég átti meira aS segja heima niðri í Strandgötu, var fæddur þar. Þú veizt náttúrlega ekki hvar hún er. Ég neyddist til að opinbera fáfræði mína í þeim efnum, ég hafði aldrei heyrt talað um neina Strandgötu i Beykjavík. Nú lyftist brúnin á minum manni og hann hló við. — Já, Strand- gatan, sagði hann og hló við, hún heitir nú Hafnarstræti núna, þaS er ekki von aS þú vitir þaS, þú ert svo ungur. VIKAN 33. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.