Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 2
í sumri og sól. I FULLRI IILVORU Bítlamórall og ölugstreymi Nú á dögum opnar maður varla svo fyrir útvarpstæki, að ekki glymji i eyrum hjáróma samsöngur, sem ómögulegt er að átta sig á hvort kemur úr karl- manns- eða kevnbarka, með mis- munandi góðum undirleik ótal gítara og trumbna. Og þótt farið sé út i náttúruna, jafnvel lengst inn á öræfi, er maður ekki ó- hultur fyrir þessum ósköpum. Um það hafa transistortækin séð, enda eru þau talin ómiss- andi í hvert ferðalag. Meira að segja á götum úti, þar sem vinnu- flokkar eru að starfi, þykir ekki orðið neitt tiltökumál þótt trans- istortæki flytji vinnuflokknum nýjustu óskalögin, þar sem það trónar, stillt i botn, á nálægu grindverki. Því var einhvern tíma haldið fram, að kýrnar mjólkuðu betur ef þær fengju að heyra músik, og ef til vill hefur tónlistin líka örvandi á- hrif á afköst vinnandi manna. Samt held ég, að kýrnar myndu ekki lata bjóða sér upp á allt það úrhrak tónlistar, ef tónlist skyldi kalla, sem mennirnir virð- ast gera í dag. Þær yrðu áreið- anlega steingeldar. Samt verður að geta þess, að eitt og eitt bítlalag hefur verið laglega gert, en sú framleiðsla er i miklum minnihluta, þegar á heildina er litið. En það er annað og öllu verra, sem fylgt hefur i kjölfar þeirrar múgsefjunar, sem bítlaæðið hef- ur orsakað. Er fyrst að nefna bitlalubbann, óhugnanlegan hár- vöxt unga fólksins, sem gerir það að verkum, að ómögulegt er að greina hvort viðkomandi er karlkyns eða kvenkyns. Kunn- ingi minn var á gangi i Kaup- mannahöfn um daginn, og gekk þar fram á þrjú ungmenni. Virt- ist honum þar fara saman ung stúlka, sem hann tók sérstaklega eftir og hafði mikið ljóst hár, að því er virtist nýþvegið, tú- berað og greitt, og tveir piltar, að því er hann bezt fékk séð, einnig með allsítt hár, en þó ekki jafn vel til haft og kvenlegt og stúlkunnar. Kunninginn kvað sér hafa brugðið all harkalega i brún, þegar hann nálgaðist hópinn og gat hlýtt á mál ungmennanna. Þá kom í ljós, að unga stúlkan með túberaða hárið ræddi með bassaröddu, og hlaut samkvæmt þvi að vera karlkyns, en kven- legar raddir hinna tveggja gáfu aftur á móti skýrt til kynna, að Framhald á bls 45. VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.