Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 21
Oft eru menn að flýta sér niðri í miðbæ - hversu lengi halda þeir róseminni, ef bláókunnugur maður fer að halda þeim uppi á snakki. Blaða- maðurinn bauð kvenfólki í bíó, lét fylgja sér í banka og þráspurði um verðlag á hótelherbergj- um. yfir götuna og inn í Útvegs- bankann. Hörður gekk að af- grei,ðsluborðinu og sago*i vjð gjaldkerann:—Villtu ekki skipta fyrir hann. Gjaldkerinn rak upp stór augu yfir þessu uppburðar- leysi mínu og sama var að segja um þá, sem inni voru staddir. Svo rétti ég honum tvo þúsund- krónuseðla og hann gaf mér til baka 20 hundraðkrónuseðla. Hörður var hálfkíminn á meðan á þessu stóS og spurði mig, hvað- an ég væri af landinu. Ég sagðist vera frá Vestmannaeyjum. — Og hefurðu aldrei komið í bæinn áð- ur? Nei, ég sagði, að þetta væri í fyrsta skiptið. Svo þakkaði ég honum fyrir, og steingleymdi að bjóða honum borgun fyrir hjálp- ina eins og ég hafði þó ætlað mér. Og Lækjartorg á röngum stað Þegar ég kom út úr bankanum, sá ég Páli Skúlasyni ritstjóra bregða fyrir. Ég gekk að honum, bað hann að afsaka og spurði hann svo, hvar Lækjartorg væri. Ja, við erum nú staddir þar eins og stendur, svaraði hann hinn alúðlegasti. — Er þetta virkilega Lækjartorg? sagði ég uppfullur af undrun. Hann jánk- aði þvi, þetta væri nu Lækjar- torg. — Ósköp er það á eitthvað skritnum stað, sagði ég, væri ekki ráð að færa það til? Hann velti vöngum og brosti. — Jú, það mætti alveg athuga það, sagði hann. Svo gekk hann í burtu. Svo var bara hlegið að mér 14. „Ja, við stöndum nú bara hérna á Lækjartorgi". 15. „Hafið þér séð myndina í Nýja Bíói?" Ég fór út að Nýj'a Bíói og fór að skoða útstillingarnar i glugg- anum. — Afsakið, sagði ég, þegar tvær ungar og fallegar stúlkur gengu framhjá, ætli það sé gam- an að þessari mynd? — Þær urðu undrandi á svipinn, og önnur sagði: — Ja, ég bara veit það ekki, ég hef ekki séð hana. — En þér, sagði ég við hina, hafið þér séð myndina? Nú voru þær farnar að hlæja, og þessi sagðist ekki hafa séð hana, en sennilega væri hún spennandi. Svo gengu þær hlæjandi í burtu. Erfitt reyndist um hótelherbergin Rétt i kjölfar stúlknanna kom Lúðvík Guðmundsson fyrrver- andi skólastjóri gangandi. Ég 16. „Nú, af hverju farið þér ekki sjálfur að spyrja um það?" gekk í veg fyrir hann og spurði hann hvort hann gæti bent mér á Hótel Borg. Hann hélt það nú, hóf stafinn á loft og benti ská- hallt upp í loftið á húsið. — Ætli það sé hægt að fá herbergi þar? spurði ég. — Það skal ég ekki um segja, svaraði hann, sennilega er það ekki auðvelt. Annars vita þeir það þarna úti miklu betur en ég. — Ætli það sé erfitt að fá hótelherbergi hérna í Reykja- vík núna? spurði ég aftur. — Já, ábyggilega, svaraði hann, Hafið þér reynt á Görðunum? — Görðunum? át ég eftir, hvaða Görðunum? — Nú stúdentagörð- unum auðvitað, sagði hann. Nei, ég hef ekki reynt þar, sagði ég, — haldið þér að það sé reynandi þar? — Já, þér skulið reyna að hringja þangað, svaraði hann, annars er ekkert víst að neitt sé laust þar. — En þér haldið, að ekkert sé laust á Borginni? byrj- aði ég enn, ég hef heyrt, að það sé svo gott að búa þar. —• Nú var þolinmæðin á þrotum. — Nú, af hverju reynið þér ekki að fara þangað sjálfur og spyrja um það? sagði hann, þetta er ekki nema fimm minútna gangur héð- an og ekki það. Svo ýtti hann mér með stafnum i þá átt, sem ég átti að fara til að komast út á Hótel Borg og gekk burtu. Dagsbrún var ekki búin að semja Ég sleppti þvi alveg að fara út á Borg, en gekk í þess stað að Ólafi Finsen, sem kom aðvifandi i þessu alveg grandalaus. — Þér getið ekki sagt mér, hvort þeir eru búnir að semja við Dags- brún? spurði ég eins og mér dauðlægi á að vita það. Hann kvaðst ekki vita það. — En finnst yður ekki liklegt að þeir semji? hélt ég áfram. — Jú sjálfsagt gera þeir það fyrr en seinna. — Og hvernig ætli samningarnir verði? bætti ég við. Hann kvaðst ekki geta gert sér það i hugar- lund, en sennilega yrði það eitt- hvað i samræmi við samning- ana fyrir norðan og austan, kannske heldur meira. — En þér haldið ekki, að það verði gengið að öllum kröfunum? spurði ég í einfeldni minni. Nei það taldi hann alveg fráleitt, að yrði gert. Svo sá hann ein- hvern mann, sem hann þurfti að tala við og bað mig að hafa sig afsakaðan. 17. „Ætli það verði ekki svipað og fyrir austan og norðan". Og létum þetta gott heita Nú taldi ég ekki rétt að hrella reykvíska vegfarendur meir að sinni. Nú þóttist ég vera búinn að fá nokkra nasasjón af þolin- mæði þeirra. Og eftir aS vera bú- inn að athuga þetta nánar, er ég eiginlega alveg hissa, hve vel fólk hefur tekið öllu þessu ónæði og spurningum, sem þvi bar engin skylda að svara. Ég er stórefins í þvi, að ég hefði getað auðsýnt slika þolinmæði. En það er ekki víst, að allir hefðu brugðizt eins við, hefðu þeir vitað, hvernig i pottinn var búið. En þarna kemur einhver fávís sveitamaður, sem ekkert veit í sinn haus, og fólk hefur ekki brjóst í sér til að vísa hon- um frá sér. Svo hefur kannske einhver hugsað, að eitthvað væri ná athugavert við heilasellurnar i honum þessum, og ekki hefSu allar dyr verið traustlega lokað- ar á Kleppi. En hvað um það, ég get ómögulega annaS en hrós- að Reykvikingum fyrir kurteis- ina og þolinmæðina, þvi að ekki er hægt að segja annað en ao þolinmæði hafi þurft i þessum viðskiptum. VIKAN 33. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.