Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 6
ULTRfMLflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA»LASH á með hinum hentuga TAPER-BRU3H sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- •uðum augnhárum. ULTRA'LASH hleypur ekki í kekkí, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. JUfjMm allfaf þaS hreinasta og bezfa fyrir fegurð augnanna: lisfffliTcrzliih SEDRUS auglýsir : : ¦- ; 'Jémmm Einsmanns svefnsófi — lengd 185 em — breidd 73 cm, sængurfatageymsla í baki. Stólar fást ( stil viS sófann. (Fjórar aSrar gerSir einnig til). ViS erum meó mjög hentug húsgögn í litlar íbúSir og einstaldingsherbergi. AthugiS, flestar þær gerSir af húsgögnum sem viS höfum, eru aSeins fram- leidd af okkur. Húsgagnaverzlunin Sedrus Hverfisgötu 50. - Sími 18830. VIKAN 33. 'tbl. RAÐ VIÐ TIMBRINU. Kæri Póstur! Ég er einn af þeim ógæfusömu mönnum, sem sífellt þjást af óg- urlegum timburmönnum hvern einasta dag eftir að ég hef bragð- að vín. Er virkilega ekki búið að finna upp neitt við þessu nú á þessum tímum vísindanna og tækninnar. í guðanna bænum segðu mér það, ef þú veizt það. Timbraður. Jú ég þekki eitt ágætis ráð, sem ég notaði sjálfur í þessum kringumstæðum. Ég hætti aff drekka. ER RÉTT AÐ VARA HANA VIÐ? Kæra Vika! Þar sem ég vinn, er stúlka ut- an af landi. Hún hefur verið mik- ið með strák héðan úr bænum, sem hefur vægast sagt ekki gott orð á sér, hefur lent í sínu af hverju. Þetta sér hún ekki, og allt útlit er fyrir trúlofun eins og málin standa. Hann hefur far- ið með henni heim til foreldra hennar og þau urðu víst álíka hrifin af honum og hún sjálf. Við sem vinnum með henni erum eig- inlega í rusli yfir þessu. Ef hún fer nú að flana út í eitthvað með manni af þessari tegund. Við höf- um reynt að minnast á hann við hana smávegis, það er að segja, við höfum spurt hana, hvar þau hafi kynnzt o.s.frv. og það er sýnilegt, að hún veit ekkert um fortíð hans. Þetta er ákaflega geðug og elskuleg stúlka, sem öll- um líkar vel við. Það er þess vegna, sem við viljum reyna að bjarga henni frá þessu. Finnst þér ekki, að við eigum að tala við hana og vara hana við því að binda sig slíkum manni? Starfssystur. Nei, það finnst mér ekki að þið ættuð að gera. Til að mynda vit- ið þið ekki, hvað hún veit um hann. Þaff getur vel átt sér stað, að hann hafi lagt spilin á borðið og treysti því, að með hennar til- komu komist hann á réttan kjöl. En hafi hann ekkert sagt henni og hún treystir honum, sé ég ekki, að þið getið neitt gert í þessu máli nema þá til hins verra. Og fyrir utan þetta. Eruð þið vissar um, að allt, sem þið hafið heyrt, sé heilagur sannleikur. Gæti þetta ekki verið svipað sögunni um f jöðrina og hænurnar fimm? Svo ættu menn ekki að dæma aðra eftir þeim tíma, sem liðinn er, heldur reyna að finna þá út eftir núverandi tíma. Það, sem mér finnst, að þið ættuð að gera, er að fylgjast með sam- bandinu milli þeirra og vera al- úðlegar við hana, ef hún skyldi einhvern tímann sjá hinar slæmu hliðar hans, sem ég ætla nú að vona að séu ekki svo slæmar þrátt fyrir allt. MISSKILNINGUR. Kæri Póstur! Fyrir nokkru síðan fengum við nýja nágranna, ung hjón. Við hjónin erum sjálf á bezta aldri og það tókst með okkur vinátta. Þau eiga tvö börn, dreng og telpu. Svo var það um daginn, þeg- ar ég var hjá þeim, að talið barst að börnunum og ég sagði, að mér fyndist telpan vera lík hvorugu þeirra. Nú nýlega fékk ég að vita hjá öðrum, að konan eign- aðist telpuna áður en þau gift- ust. Mér finnst það ákaflega leið- inlegt að hafa orðið til að minn- ast á þetta. Þau hafa getað tekið þetta sem rætni frá minni hálfu, í það minnsta er eins og þau hafi forðazt okkur síðan. Hvað á ég að gera í þessu? Á ég að tala við þau um þetta eða bíða og sjá hvort það jafnar sig aftur.Gréta. Ég er hræddur um að það geri affeins illt verra að fara aff minn- ast aftur á þetta viff þau hjóniu. Eins og málin koma mér fyrir sjónir, sé ég ekki ástæðu til ann- ars en þú komir alveg eðlilega fram við þau og eins og ekkert hafi í skorizt. Þá held ég, að þessi misskilningur hljóti að verffa úr sögunni. Ef þau halda virkilega, aff fólk segi þetta af illgirni effa rætni, hljóta þau aff hafa mjög slæma reynslu af slíku. Ef þau ekki jafna sig á þessu, ætla ég aff vona, að þau sjái þessar línur í blaðinu og að augu þeirra Ijúk- ist upp fyrir því, aff þú sagffir þetta ekki í illum tilgangi. ÞÆR FÉLLU FYRIR HONUM. Kæra Vika! Við erum hérna tvær vinkon- ur, sem lesum þig alltaf. Við þökkum þér fyrir framhaldssög- una Angelique og kóngurinn, sem er mjög góð. Við sáum hinn skemmtilega leik Ævintýri á gönguför og féll-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.