Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 48
Jfekla Laugavegi 170-172 Aukira þseglndi - Aukfn Wbýlaprýöl Memnrood hrærivélin er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærlvél * Kenwood hrærivélin er traustbyggð, einföld í not'kun og umfram. ailt afikasta- mikil og fjölhæf. Með Kenwood verð- ur baksturinn og matreiðslan lei'kur einn. Kenwood hrærivélin er bezta og fulikomnasta hjálp húsmóðurinnar í eldhúsinu. Kenwood hrærivélinni fylgir: Stálskál, pískari, hrærari, hnoðari og sléikjari. Ársábyrgð. * Ennfremur fáanlegt: Hakkavél, græn- metiskvöm, grænmetisrifjám, kartöflu- skrælari, sítrónupressa, kaffikvöm, dósaupptakari o. fl. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Don Camlllo og Peppone Eflaust hafa margir undrazt hvers vegna ekki hafa verið gerðar fleiri kvikmyndir um Don Camillo og Pepp- one og alla hina litskrúðugu persónu- leikana í litla ítalska þorpinu. Vafa- laust hefur þetta líka komið til tals, en kvikmyndafélagið hefur verið í vafa um að hægt væri að endurtaka þetta með sama góða árangrinum. Nú er hins vegar ætlunin að framleiða kvik- mynd undir nafninu: „Don Camillo og vinir hans“. Um efni myndarinnar er ekki kunnugt ennþá, en hún á að ske í Rússlandi, og vegna þessa hefur ver- ið farið fram á leyfi rússneskra yfir- valda til þess að taka upp hluta mynd- arinnar þar. Á myndunum sjáum við Fernandel í hlutverki Don Camillo og Gino Cervi sem Peppone. Einhvern tíma verða allir nauðasköli- óttir eins og Yul Brynner. •• Vísindaleg styrjöld hefur hlossað upp í Miðevrópu. Þannig heldur hol- lenski prófessorinn Jan Jonghloen við háskólann í Utrecht því fram, að eftir 500 þúsund ár muni maðurinn verða talsvert hávaxnari en hann er nú, muni vanta á hann litlu tærnar, en höfuðkúpan muni verða talsvert stærri en hún er nú, þar sem heilahúið muni verða stærra. Einnig segir hann, að menn muni þá hafa 24 tennur, í stað 32 núna, og verða sköllóttur. Annar iæknir, Paul Ransard við heilsufræðistofnun Evrópu, samsinnir því, að í framtíðinni muni mannskepn- an verða a.m.k. 20 sentimetrum há- vaxnari, vanta litlutærnar og verða hersköllótt. Hins vegar er hann á móti þeirri skoðun kollega síns, að heila- húið muni vaxa. Hann segir: „Ég er ekki þeirrar skoðunar, að gáfnafar mannsins muni vaxa. Eru t.d. vísinda- menn vorra tíma gáfaðri en Platon, eða standa skáldin framar Sofoklesi?“ Og þarna virðist læknirinn hafa þó nokkuð til síns máls. £g VXKAK 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.