Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 50
Suitfresh -'¦¦¦•¦'¦:>.>¦>¦¦¦¦' æ. i ,vm&% APPELSÍN SÍTRÖN n«n.// I LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili SutifiesK gæti farið veg allrar veraldar, þaS yrði hvort sem er enginn sem tryði honum. Það eina sem vakti fyrir mér var það að losa mig við meiri erfiðleika, ég var svo sannarlega búin að fá nóg af þeim, það mó guð vita. Eftir svolitla stund, róaðist Red svolítið og sagði: — Hefi ég kannske ekki varað alla við . . . ? Lögregl- una líka. Ég vissi að eitthvað átti eftir að koma fyrir. En þeir vildu ekki trúa mér, ekki þú heldur, eng- inn vildi hlusta á mig, það héldu allir að ég væri vitlaus . . . — Spurningin er bara, hvað eig- um við að gera við líkið að Howard vesalingnum, sagði ég. Það undar- lega var að ég var alveg tilfinn- ingalaus, ég fann ekki einu sinni til sorgar, en ég vissi að það kæmi seinna, þegar ég væri búin að losa mig við líkið. — Við getum ekki látið hann liggja þarna. Red sagði: — Ég ætla að biðja þig að blanda mér ekki í þetta mál, það kemur mér ekkert við. Ég vil ekki koma nálægt því . . . En nú var ég baeði köld og ákveð- in, og þar sem hann var þessi blessaður auli, sagði ég: — Fingra- förin þín eru ó hamrinum, og þú veizt ekki einu sinni hvar hann er. — Hvar er hann, hvar er hann? hrópaði hann. — Hvað hefurðu gert af honum? — Hvar hefurðu falið hann . . . ? — Hann er einhversstaðar hér í eldhúsinu, sagði ég, — og meðan að þú leitar að honum, skal ég fara út og kalla í lögregluþjóninn. Er það ekki upplagt? Sérðu mynd- ina fyrir þér. Þú á fjórum fótum á gólfinu, að leita að hamrinum, þegar lögregluþjónninn kemur vað- andi inn, Howard dauður á gólf- inu og þú í þessu ástandi sem þú ert, taugaveiklaður, æstur og titr- andi. — Ég þagnaði andartak og lét þetta smjúga inn í hann. Red var laglegur að sjá og ágætur rekkjunautur, en hann var ekkert gáfnaljós, og það gat ég þakkað mínum sæla fyrir nú. — Ég á sparisióðsbók, sagði ég svo. — Og Howard var búinn aS skrifa undir allar óvísanirnar. Ef ég fer í bankann á mánudaginn get ég tekið út fimmtíu þúsund pund . . — Hve mikið sagðirðu? spurSi Red. Ég sagði honum aftur upphæS- ina. — Ég er alla vega ekki ánægSur meS þetta, sagSi Red. — En þaS neySist þú til að vera. Og þetta er ekki neitt til að hafa samvizkubit yfir, það er það hreint ekki. Howard kærði sig ekkert um peninga og hann vildi endilega deyja . . . — Hvað hefir þú hugsað þér að við ættum að gera, spurði Red. — ViS gætum ferðazt til útlanda, — og tekið Howard með okkur. Ég á stóra ferðatösku sem er alveg mátulega stór. — Ég er ekki ónægður með þetta, sagði Red, — alls ekki, en . . . Hvar hefurðu þessa ferðatösku . . . ? Leifabrauð. Þetta brauð krefst töluverðrar fyr- irhafnar, en séu góðar leifar til af soðnu eða steiktu kjöti, er þetta ljúf- fengur réttur. Gerið deig úr: 5 dl. hveiti, l'i dl. volg mjólk, 25 gr. pressuger, 1 egg, 1 matsk. matar- olía, 1 tsk. salt. Degið hnoðað vel og látið lyfta sér í klukkutíma. Þá er það hnoðað aftur og síðan flatt út þar til það er ca. 1 cm. á þykkt. !/s af deiginu er sett í mót með háum hliðum, sem svo er þakið með deiginu upp að brún. Þá eru kjötleifarnar hakkaðar með 2 laukum, en kjötið þarf helzt að vera 200-300 gr. í það er bætt litlum pakka af hraðfrystu spínati, sem soðið hefur verið í smjöri og kælt, 2 eggjum, salti, pipar, framan í tsk. af timian. Þetta er sett í deigformið, en inn á milli er lagt 4 þykkar sneiðar af skinku og 100 gr. af bacon, sem skorið hefur ver- ið í teninga — en kjötmaukið og þess- ar sneiðar eru látnar mynda sitt hvort lagið innan I brauðinu. Þá er sá % hluti af deiginu, sem eftir var, lagð- ur eins og lok yfir fatið og kantarn- ir limdir við með mjólk eða eggjahvítu. Lokið er svo penslað með eggjahvítu eða mjólk og steikt þar til það er gulbrúnt, en meðalhiti hafður á ofn- inum. Þetta brauð er skemmtilegt til að hafa með í ferðalög, og þá er það borðað kalt. Hvort sem það er kalt eða heitt, er grænt salat borið með því og hálf harðsoðin egg. Hrisgrjónalummur. 1 djúpur diskur hrísgrjónagrautur, 2 matsk. sykur, iy2 dl. mjólk, 3 eggja- rauður, ca. 4 dl. hveiti, l',2 tsk. salt, V2 tsk. kardimommur, 3 stífþeyttar eggjahvltur. Blandið saman grautnum, sykrinum, mjólkinni og eggjarauðunum, bætið þurru efnunum í og siðast eggjahvít- unum og steikið í smjörlíki á pönnu 1 smákökum. Borðizt með sykri eða sultu. Brauðbúðingur. 200 gr. rifið, þurrt brauð, 4 dl. mjólk, 50 gr. brætt smjörlíki, rúml. >/2 dl sykur, 1 dl. rúsínur, 1,4 tsk. kardi- mommur, i/4 tsk. kanill, V2 tsk. lyfti- duft, 2 eggjarauður, 2 stífþeyttar eggja- hvítur. Blandið saman brauðinu og mjólk- inni og látið standa um stund, bætið öllu hinu í, nema eggjahvítunum og hrærið, en síðast eru hvíturnar settar varlega í. Deigið sett i smurt form og bakað í vatnsbaði í klukkutíma. Borið fram volgt með heitri saftsósu. Aprilsalat. Afgangar af einhverju þessu: Soðn- um fiski, fiskbúðing, pylsum eða steiktum fiski. 2—3 kaldar kartöflur eða soðið spaghetti eða makkarónur. Allt þetta er lagt í skál með græn- um salatblöðum. Síðan er blönduð sósa: Matur, sem gerður er úr mat- arleifum, getur verið eins ljúf- fengur og nýr, en það þarf að gæta mikillar varúðar við geymslu á matarleifum. Þær eiga að fara sem fyrst í ísskápinn, en ekki að standa í pottunum, og séu leifarnar lengi að kólna, verður að flýta fyrir því með því að setja matinn á kaldan stað, en fyrst þegar hann er kald- ur, má setja hann í ísskápinn. Sérstaka varkárni þarf að sýna við allan hakkaðan mat, svo sem lapskás og við salót, sem gerð eru úr májones. Þótt matur sé geymdur í ísskáp, er ekki hægt að búast við nema nokkurra daga geymsluþoli. 2 matsk. edik, framan í tsk. af salti, Vi súputeningur, 2 matsk. vatn, 1 tsk. sykur, V2 tsk. pipar, 1 tsk. sinnep, 4 matsk. matarolia. Sósunni hellt yfir allt í skálinni og látið standa um stund á köldum stað. Krokettur úr nautakjöti. Hakkið saman: 4 stórar brauðsneið- ar, 250 gr. soðið eða steikt kjöt, 1 stór- an lauk. Setjið svo 2 egg og 1 búnt af saxaðri persilju í og hrærið vel, en bætið dálitlu af sósuafgangi eða soði af súputening i, þar til deigið helzt vel saman. Gerið 4 krokettur, sem velt er upp úr hveiti eða raspi, og vefjið einni bakonsneið utan um hverja þeirra. Djúpsteiktar í feiti í potti og kartöflur og grænmeti bor- ið með. gQ yiKAJí 33. tbl..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.