Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 16
Úlfurinn sneri sér að þessum nýja andstæðingi. Hægt, en viðstöðulaust, nálgaðist Philippe hann. Þegar hann átti um tvo metra eftir, stökk úlfur- inn og rautt kokið blasti við bak við hnífskarp- ar tennurnar. Eins og elding brá Philippe fyrir sig vinstri handleggnum, og brá honum hraðar en auga á festi á háls úlfsins. Með eldsnöggri hreyfingu skar hann villidýrið á háls. Þegar allir bjuggu sig undir að ráðast móti óargadýrinu tók veiöin á sig æsikenndan svip krossferðanna. Hundruð bænda og skyldulið þeirra vopnuðust spjótum og kvíslum, til að hjálpa við veiðina. Enginn lá á liði sínu. Sagnir af svona skepnum voru öllum kunnar. Varla var nokkur sá hirðmaður eða hirðmeyja til, sem ekki hafði stirðnað í æsku sinni undan sögunum af grimmdarverkum óargadýranna, rétt undir veggjum þeirra eigin heimakastala. Hatrið á þessum ósvífnu ræningjum, plágu sveitanna, gekk i arf frá kynslóð til kynslóðar. Ulf- arnir hlífðu hvorki kóngi né þræli, ef hann hvarf af alfaraleið. Veiðihornin bergmáluðu milli steinanna og klettanna í skógum Font- ainebleau og endurómuðu úr marmarahvelfingum sumarhúsanna og svalanna, sem nú voru brydduð með grýlukertum. Angelique reið ein inn í snæviþakt rjóður, umkringt klettagerði, þannig að það líktist mest þurrum brunni. Hornakliðurinn blandað- ist þar saman af svo miklu samræmi, að tónarnir vöktu með henni sætan söknuð og minningu um gamla og gleymda fjarlæga hluti. Hún tók í taumana og hlustaði. Ó, skógurinn! Hve langt var síðan hún hafði notið töfra hans! Ferskur vindurinn, hlaðinn dauðadauninum — af rotnuðum viði og hverfandi laufum — þurrkaði á augabragði burt Parísarþefinn og flutti hana aftur til gleðiríkra æskudaga í skógum Nieul. Við dökkar greinarnar héngu ennþá leifarnar af gul- brúnum og rauðum laufum og snjórinn, sem hrundi niður af efri greinunum með lágu hvissi, glitraði í vetrarsólinni eins og demant- salli. Hún sá litla sígræna tréð með rauðu blómunum gægjast upp úr lággróðrinum. Hún minnsist þess, hvernig hún var vön að safna hverju fanginu á fætur öðru af þessum hrislum fyrir jólin, heima í Monteloup. Fyrir svo langa löngu! Gat eitt fang brúað bilið, sem lá á milli Ange- lique de Sancé og Angelique du Plessis-Belliére? — Enginn getur afneitað eðli sínu, muldraði hún við sjálfa sig. Það fór örlitill skjálfti um hana, eins og hún hefði heyrt miklar gleði- fréttir. Það er kannske vanþroskamerki, en hún hafði aldrei lagt af til fulls þá barnalegu duttlunga, sem engin kona getur án verið. Að láta undan þeim nú, var munaður, sem hún gat auðveldlega veitt sér. Hún renndi sér af baki og batt hestinn við grein. Svo hljóp hún yfir að litla, sigræna runnanum. Af þeim hlutum, sem hún bar við belti sér, valdi hún lítinn pennahníf með perluskafti, sem hún ontaði til að flysja með ávexti. Hann myndi duga. Hún tók ekki eftir því, að hornakliðurinn og hróp veiðimannanna fjarlægðust óðum, né heldur að Ceres varð óróleg, þar til hryssan rak upp hræðsluhnegg, rykkti sér lausri og hentist burt á harðastökki. — Ceres! Kallaði Angelique. — Ceres! Svo varð henni ljóst, hvað hafði komið hryssunni til að þjóta burt. Hinum megin í rjóðrinu, að hálfu hulið í þykkum gróðri, lá villidýr í leyni. — Ulfurinn! Um leið og hún hafði stigið fram úr fylgsninu undir runnunum, út á ótroðinn snjóinn, var henni Ijóst, að þarna var dýrið, sem sveitin óttaðist — með bakið sveigt, og úfinn, lubbalegan feld. An þess að hreyfa sig hið minnsta hvessti úlfurinn auga á Angelique, glóandi af illum eldí. Víst var hann stór og grar og gulbrúnn, eins og skógurinn sjálfur. Angelique rak upp skerandi óp. Villidýrið stökk á fætur, færði sig aðeins aftur á bak, skreið síðan hægt i áttina til hennar og slefan rann úr kjaftvikum þess, þegar það lét skína í skelfilegar tennurnar. 1 næstu andrá myndi hann stökkva á hana. Angelique leit um öxl á háan klettavegginn, sem gnæfði yfir hana. Ég verð að komast upp, eins hátt og ég get, hugsaði hún. Hún tók á öllu því hugrekki, sem hún átti og tókst að komast upp á neðsta stallinn. Hún komst ekki lengra. Hún klóraði í sléttan klettinn, en fann hvergi handfestu. Úlfurinn hafði stokkið, en hann náði aðeins upp í pilsfaldinn. Hann hnipraði sig aftur saman og beið eftir því, að hún dytti niður. Hann hafði ekki af henni tryllt, blóðhlaupin augun. Aftur æpti hún af öllum lífs og sálar kröftum. Hún hafði svo ákafan hjartslátt, að hún heyrði ekkert annað. Af miklum ákafa reyndi hún að tína saman nokkur orð I bæn: — Guð! Almáttugur guð! Láttu mig ekki deyja þannig. Guð gerðu eitthvað! Guð, gerðu eitthvað! Allt í einu kom hestur á harðastökki og staðnæmdist í svífandi snjó- skýi. Riddarinn stökk til jarðar. Eins og í draumi sá Angelique últa- veiðimanninn mikla — eiginmann sinn, Philippe du Plessis-Belliére. Hann virtist gera sér grein fyrir þessum óvenjulegu aðstæðum undir eins. Hann var I silfurbrydduðum jakka úr hvítu nautaskinni, með loðkraga um háls og úlnliði í sama lit og ljóst hár hans. Hann gekk hægt, en ákveðið, í átt að dýrinu. Hann var berhentur, því hann hafði kastað af sér vettlingunum, áður en hann stökk af baki. I annarri hendi hélt hann löngum, grönnum veiðihníf. Ulfurinn sneri sér að þessum nýja andstæðingi. Hægt, en viðstöðu- laust, nálgaðist Philippe hann. Þegar hann átti um tvo metra eftir, stökk úlfurinn og rautt kokið blasti við bak við hnífskarpar tennurnar. Eins og elding brá Philippe fyrir sig vinstri handleggnum, og brá honum hraðar en auga á festi á háls úlfsins. Með eldsnöggri hreyfingu skar hann villidýrið á háls. Það snörlaði I dýrinu, um leið ag blóðið spýttist úr þvi eins og gosbrunni. Smám saman urðu dauðateygjurnar veikari. Philippe kastaði hræinu frá sér, og snjórinn litaðist, um leið og það féll. Úr öllum áttum hópuðust menn inn í rjóðrið. Þjónarnir áttu fullt í fangi með að halda hundunum frá hræinu. — Vel gert, sagði kóngurinn við Philippe. 1 öllum gauraganginum hafði enginn tekið eftir Angelique. Hún notaði tækifærið og renndi sér niður úr klettinum, þurrkaði af rispuðum höndum sínum og tók upp hattinn sinn. Einn þjónanna náði i hryssuna fyrir hana. Hann var gamall maður, sem hafði orðið gráhærður i þjónustu konungsins sem aðstoðarmaður við veiði, og var hættur að tala frá sér allt vit. Hann hafði fylgt fast á hæla Philippe og séð allt. —• Urðuð þér ekki afar hrædd, Madame? sagði hann. •— Við víssum, að úlfurinn var hérna einhversstaðar, og þegar við sáum hest yðar koma með tóman söðul og heyrðum yður æpa....! Þér megið bera mig fyrír því, Madame, að þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef séð hinn konunglega veiðistjóra fölna — náfölna. Það var ekki fyrr en við veizluna, sem fylgdi veiðinni, sem Ange- lique hitti Philippe. Henni hafði verið ómögulegt að hafa uppi á honum, síðan hann leit reiðilega á hana, áður en hann snaraðist aftur á bak hesti sínum, í alblóðugum veiðijakkanum. Augnaráðið sagði betur en nokkur orð, að hann hafði mest langað til að reka henni nokkra löðr- unga. Eigi að síður var henni ljóst, að þegar eiginmaður hefur bjargað lífi konu sinnar, má ekki minna vera en að hún þakki honum fyrir. — Philippe, sagði hún, þegar hún hafði upp á honum. — Ég er yður mjög skuldbundin. Ef það hefOi ekki verið yður að þakka, væri ég ekki lengur I tölu lifenda. Hann þagði. Hann setti tómt vinglasið á bakka, sem þjónn bar fram- hjá. Svo greip han um úlnlið hennar, svo fast, að hún hélt að hann myndi brotna. — Ef þér kunnið ekki að fylgja veiði betur en þetta, hvislaði hann hörkulega, — er eins gott fyrir yður að vera heima með nálarnar yðar. Þér eruð alltaf að koma mér í vandræði. Þér eruð ekkert annað en óhefluð bóndastúlka, ómenntuð búðarloka. Einhvern tíma mun ég finna leið til að reka yður frá hirðinni og losna við yður. 16 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.