Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 36
mér, sem ég veit miklu betur sjálf. Márten, tók í hendur hennar, sneri lófunum upp og kyssti þá. —¦ Márten, sagði mamma, lágt en snöggt. — við erum ekki á leiksviðinu núna... — Hendur þínar eru skapaðar fyrir blóm, tónlist og ást! — Góði, vertu ekki svona hlægilegur. Ég er ekkert merki- legri en hver önnur kona. Ég er hamingjusöm. Við skulum hætta að tala um þetta. Það sem einu sinni var, kemur ekki aftur. . Márten grúfði andlitið í hönd- um sér. í kyrrðinni heyrðist aft- ur drunandi söngur pabba, gegn- um opinn loftsgluggann. Marten leit reiðilega upp. — Þú getur ekki verið ástfangin af honum! hrópaði hann. — Það er ómögu- legt! Kona með þína hæfileika! Allt í einu kyssti hann hana. Hann vafði hana örmum og kyssti hana, og mér fannst hjarta mitt hætta að slá. Mamma stóð graf- kyr. Þá stökk ég upp, hljóp yfir svalirnar og grasflötina og gegn- um hliðið, og stanzaði ekki fyr en mér lá við köfnun. Þá kast- aði ég mér á grúfu og þrýsti glóðheitu andlitinu niður í gras- ið. Hugsanirnar flugu í gegnum höfuð mitt. Ég var óskaplega óhamingjusöm, en ég grét ekki. Þetta var ekki sorg, sem hægt var að slökkva með tárum, hún var miklu stórkostlegri og um- lukti mig eins og niðdimm nótt. Hvað er sannleikur og hvað er lygi, hvað er raunveruleiki og hvað er sjónleikur ... ? Hve oft hafði ég ekki heyrt mömmu segja, með sinni björtu og tæru rödd: — Maður verður alltaf að velja, Súsanna. Lífið er fullt af gæð- um, sem að við getum ekki öðl- azt, en ef þú hefir valið eitthvað ákveðið, haltu þá fast við það, og gefstu ekki upp! Það er það eina sem að maður getur staðið sig við. Þannig var mamma. Bak við fallega andlitiS var járnvilji. En ef ég og pabbi erum bara brot af því, sem hún hefir ákveðið að halda fast í, hvers virði er það þá? Ég, sem svo hamingjusöm hafði baðað mig í geislunum frá þeirri sól, sem lýsti í kringum mömmu. Hvað yrði um mig? Og ég sem var vön að segja kjána- leg smáatvik um mömmu, hverj- um sem vidi hlusta á mig og baS til guðs, að lofa mér að líkjast mömmu að einhverju leyti, þótt ekki væri hægt að gera neitt fyr- ir söngrödd mína. Ég settist upp og strauk hárið frá augunum. „Haltu fast við þitt, gefstu aldrei upp, Súsanna"! Stórt, grátt ský lagðist yfir bjark- irnar, hjá húsinu okkar og skyggði á sólina. Ég heyrði mömmu kalla, en ég ansaði ekki. tók á mig stóran krók og fór bak- dyramegin upp á loftið. >, Y.; v. >» --•;» .>.<.* x***x»* 4« ? X ««?!«*«?* £****£ &******! Norska Dala-garnið Heilo-Fasan Fjölbreytt val mynstra. Dala-garnið er norsk úrvalsvara. Dala-garnið fæst um allt land. " Dala-umboðíð LILUU ¦ ¦ lyjy ILUU LILJU BINDI ERU BETRl É Fást í næstu búð **** — Þarna ertu þá! sagði pabbi og hélt fjórum nöglum föstum á milli varanna. — Mamma var að kalla á þig ... Hvað hafði Márten sagt? — „Það getur hvert barn séð". En ef ég er barn ennþá, þá vil ég ekki skilja, því að hvað verður þá um okkur pabba? Ég fór að gráta og svo brauzt þetta allt út. Pabbi hlustaði hljóð- ur á mig, svo setti hann mig á hné sér og strauk mér um hárið, aftur og aftur, með hlýju hend- inni sinni. — Mamma er mjög falleg, finnst þér það ekki? spurði hann, þegar að ég hætti að gráta. Ég kinnkaði kolli og skildi ekki hvað hann var að fara. Pabbi horfði út um gluggann, á eitt- hvað sem var langt í burtu, hin- um megin við grænar bjarkirn- ar, svo fór hann að hlæja. — Ég var óhamingjusamur áð- ur en ég fékk mömmu þína, en síðan hefi ég verið í sjöunda himni, sagði hann hljóðlega. — Mamma þín er dásamleg kona og hjarta hennar stendur öllum opið. Við sem stöndum henni næst, eig- um að vera þakklát. Það er erfitt að vera einmana, Súsanna. Mað- ur verður að vera sterkur, en það er ekki öllum sá styrkur gef- inn. — Meinarðu Márten . .. ? — Ef til vill meina ég Márten. — Á hann þá að fá hlut í mömmu með okkur? — Ekki hlut, Súsanna. En sé maður sjálfur ríkur, er auðvelt að vera gjafmildur. Þegar ég hitti mömmu þína, var hún búin að þekkja Márten lengi. Ef til vill finnst henni að hún beri ein- hverja ábyrgð á honum. Þangað til sá dagur kemur að hún ákveð- ur að hann eigi að standa á eig- in f ótum ... Pabbi tók hamar og nagla aft- ur, en hann söng ekki meira. Hann var að smíða lokrekkju, sem að mamma var lengi búin að óska sér. Elsku pabbi minn, ótrúlega dá- samlegi pabbi minn. Mig langar ekkert til að verða fullorðin, aldr- ei nokkurn tíma ... Einhver hljóp niður malarstíg- inn og hliðið skelltist aftur. ÞaS var Márten. Hann hljóp áfram niður veginn. Allt í einu stóð mamma í dyrunum. Hún horfði alvarleg á okkur til skiftis. Svo kom hún inn og gekk til mín, lagði handlegginn um axlir mín- ar og horfði út um gluggann. — Var, — var hann reiður? hvíslaði ég. Mamma hló. — Það kemur að því hjá öllum, að þeir verða að velja, Súsanna! — Márten líka ... ? — Márten líka. Allir! Fyrir aftan okkur fór pabbi að syngja, fullum hálsi og falskar en nokkru sinni áður ... Við áttum að segja Heil Hitler í óperunni Framhald af bls. 27. Þar gilti ein ströng siðaregla: Einn snafs eftir hvern krabba. Krabbinn var soðinn i salt- vatni og síðan sogið úr skelinni. Mér var fortalið, að snafsaregl- .an væri alveg fortakslaus og megnasta taktleysi að brjótá hana. — Eftir fjórtánda krabb- ann var töluvert farið að halla undan fæti fyrir mér, og seig nú fljótlega á ógæfuhliðina. Þegar heim á hótel kom, var ég orðinn fárveikur — varla krabbanum að kenna. Ekki hef ég látið plata mig svona til drykkju oftar á ævinni. Kunningjar í Stokkhólmi léðu okkur eyju úti á miðjum Mal- aren. Þar bjuggum við í hálfan mánuð alein og gjörsamlega ein- angruð frá umheiminum. Þarna vorum við svo frjáls og óáreitt, að ég þurfti ekki að vera meira klæddur en okkar fyrsti forfað- ir, þegar ég rölti niður að vatns- bakanum í morgunraksturinn.— þetta var yndislegur tími. — Þegar til Stuttgart kom, beið okkar það stóra hlutverk að stofna heimili. Við vorum svo heppin að hafa hreppt húsnæði á einhverjum fallegasta staðnum í borginni, sem var nokkuð minni en Dresden með um hálfa milljón íbúa á móti 650 þúsund í Dresden. íbúðin var í nýju húsi, sem stóð hátt uppi i skógi- vaxinni hlíð i þröngu dalverpi. Húsið var umgirt dáfallegum trjágarSi og stóS svo hátt, aS frá endastöð sporvagnsins lágu upp að þvi 178 tröppur. Það þurfti enga uppgerð til að geta notið útsýnisins úr Fichtestrasse 11, en gatan hét eftir þýzka skáldinu Fichte. — Þarna var svo heimili okkar fyrstu tvö hjú- skaparárin. V. Þegar samningstíminn i Stutt- gart var á enda, bárust mér til- boð frá ýmsum stöðum. Nú var vegiS og metið, og eftir nokkrar vangaveltur tók ég tilboði frá óperunni i Duisburg am Rhein, 700 þúsund manna borg í Rhur-héraði. Rhur er eitthvert stórmerki- legasta landssvæði í Evrópu. Þar standa stórborgirnar svo þétt, að sporvagnarnir ganga á milli þeirra. Getur jafnvel verið erf- itt fyrir ókunnuga að gera sér grein fyrir því í hvaða stórborg þeir eru staddir i það og það skiptið. Þarna eru Dortmund, Essen, Duisburg, Gelsenkirchen, Muhlheim, Dússeldorf og Köln, svo einhverjar séu nefndar. Eig- inlega er héraðið allt ein alls- herjar, samvaxin stórborg og þá stærsta borg í heimi meS yfir 15 milljónir íbúa. Þarna eru inn- 36 VIKAN 33. t*l,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.