Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 12
iðareglur eru einskonar gleraugu, sem við setj- um upp þegar að við horfum á íólk, sem okkur er ekkert um gefið", — sagði pabbi minn, einu sinni þegar við vorum að tala um alvarleg mál- efni. í seinni tíð hefi ég hugsað mikið um þetta og ég held að það sé að renna upp fyrir mér hvað hann átti við. Ég las það nýlega í blaði, að það væri ævintýri að heyra mömmu syngja. Þá er ég líka milljón ævintýrum ríkari, og mér finnst það dásamlegt, ég þreytist aldrei á því að heyra hana syngja. í síðustu viku var frum- sýning á „La Traviata", þar sem mamma söng hlutyerk Violettu og Márten Dahl var Alfred Germont. Áður en við fórum að heiman, stakk ég, svona til öryggis, tveim vasaklútum í töskuna mína, en eftir klukkutíma var í hvorugum þeirra þurr þráður. f hléinu hljóp ég út í andyrið, til að kaupa eitthvað sælgæti til að moða, það getur stundum hjálpað. Konan við sælgætisborðið, ég held að hún heiti frú Svenson, heilsaði mér vingjarnlega og sagði brosandi: — Þetta borga ég! Það er örlítill þakklætisvottur fyrir það að þú gafst henni litlu dóttir minni eiginhandar- áskrift hennar mömmu þinnar. Hún var alveg himin- lifandi yfir því. Mamma þín er dásamleg, sérstaklega í hvíta kjólnum í fyrsta þætti. Ég gæti hlustað hundrað sinnum á hana! Ég brosti á móti, því að mér þykir vænt um fólk, sem er hrif ið af mömmu. Á veggnum milli dyranna héngu stórar myndir af mömmu og Márten Dahl. Mér fannst hann þá bara góður og ljómandi laglegur, sérstaklega þegar hann var með dökka yfirvaraskeggið, sem að hann hafði á þessari sýningu. Og ég vissi auðvitað að Márten til- bað mömmu. Það sást jafnvel á myndunum. Hann mændi á mömmu, með samskonar augnaráði og hund- urinn minn horfir á mig, þegar að ég held sykurmola fyrir framan nefið á honum. Rétt hjá mér stóðu tvær konur, af þeirrri tegund- inni, sem að alltaf eru að flækjast um í göngunum, til að sýna loðdýrin sín og fínu kjólana, og til að for- vitnast um annað fólk, áður en tjaldið er dregið frá. — Hún hefur nú eitthvað við sig, sagði önnur þeirra, hallaði höfðinu og benti... Hún var með ógeðslega rauðlitað hár, svo að hún líktist einna helzt valmúu, sem byrjuð var að visna og hengja hausinn. Það er ósiður að benda á fólk, jafnvel þótt það sé á mynd. Ég var ákveðin í því að hafa andstyggð á þessari kerlingu. Hin yppti öxlum og sagði: — Maður veit aldrei nema að það leynist einhver óhamingja bak við þetta fallega andlit... Ég gekk í kring um þær, til þess að geta séð framan í þær. Ég skildi ekki þetta með óhamingjuna, en það hafði ónotaleg áhrif á mig. — Hvað meinarðu ... ? spurði valmúan, og ég hugs- aði það sama. Hin herpti saman varirnar, þangað til að þær voru eins og hrukkótt jólaopli. — Góða mín, sagði hún há- tíðlega, finnst þér það siðsamlegt að láta hvern sem er daðra við sig, þegar að hún á mann og barn ... ? Valmúan vafði að sér loðdýrinu og það glitti í lit- laus augun. ¦— Hvcjrnig veiztu það? — Svona nokkuð fréttist fljótt. Maður hefir nú augu og eyru! Það þarf nú ekki annað en að horfa á hann þarna á myndinni, ég meina Márten Dahl... Þær ráku nefið upp í loftið, eins og mýs fyrir framan ostbita. Þá hljóp ég af stað og þaut fram hjá þeim, eins hratt og nálægt og ég þorði. Svo rakst ég á valmúuna og hún missti töskunia sína, sem opnaðist og innihaldið dreifðist um spegilgljáandi gólfið. — Þvílík frekja, hvæstu þær í kór, en ég beið ekki til að heyra framhaldið. Ég var að springa ai reiði, og þegar að ég var komin í sætið mitt, í stúkunn.i við sviðið, fann ég hvernig tár- in komu fram í augu mín, en ég barðist við grátinn. Siðareglur eru eins konar gleraugu, sem við setjum upp þegar vð horfum á fólk, sem okkur er ekkert um gefið. Eða öfundum, bætti ég við í huganum. Pabbi kom ekki fyrr en búið var að slökkva ljósið. Ég fann vindlalyktina af honum og ég vissi að hann hafði drukkið vín úr fallegu kristalsglösunum, það var venja við frumsýningar. — Hvernig líður þér, Stubba mín? hvíslaði hann og strauk létt rauðbrúnt hártaglið á mér. Háraliturinn minn er víst það eina sem ég hefi frá mömmu. — Vel, sagði ég lágróma og í því var tjaldið dregið frá. Eftir sýninguna var svo troðfullt af fólki inni hjá mömmu, að það var varla hægt að hreyfa sig. Allii voru kátir og glaðir, nema ég, sem var rauðeygð eftir grátinn. Það er ekki hægt annað en að gráta í síðasta þætti, þegar að mamma deyr og Alfred stendur einn eftir, fullur örvæntingar. Nú sat mamma í sófanum, milli pabba og Alfreds, — nei ég meina Mártens, og hún var svo stórkostlega falleg, þrátt fyrir fölbleikt sminkið og bláu baugana undir augunum. Ég dró skemil eins nálægt sófanum eins og ég gat, og hallaði höfðinu upp að bríkinni. Pabbi hellti svolitlu víni í glas og rétti mér. Það kemur stundum fyrir að ég fæ að vera með. — Skálaðu nú við mömmu, sagði hann glaðlega. — Hún hefir unnið sigur, — eins og venjulega! Hann kyssti mömmu á kinnina, en í sömu andrá beygði Márten sig og kyssti á hönd hennar. Mamma klingdi glasi sínu við mitt, og blágræn augu hennar, sem eru nærr sjálflýsandi, geisluðu eitt andar- tak, aðeins fyrir mig. Það var sterkur blómailmur í herberginu og fólkið tróðst í kringum mömmu, til þess að hrósa henni. Síga- rettureykurinn var eins og blá móða, og mamma sem þoldi ekki reyk, lét sig hafa það á svona hátíðiskvöldi. — í hvert skifti sem ég heyri þig syngja, Anna, finnst mér eins og að þú hafir aldrei sungið svona dá- samlega, og að þú getir aldrei sungið betur, og samt skeður þetta undur aftur og aftur, sagði stór dökkhærð- ur maður, sem ég veit ekki hvað heitir, en hann sendir mömmu alltaf gular rósir, eftir hverja frumsýningu. — Og þér, herra Dahl, hrópaði kona í grænum kjól, — þér syngið með sálina á vörunum! Márten stökk á fætur, og hneigði sig, með höndina á hjartastað. Vesalingurinn, hann var alltaf jafn tauga- óstyrkur og spenntur fyrir því hvað áheyrendur og dómarar segja. Einu sinni heyrði ég mömmu segja við hann: — Það sem þig vantar, er svolítið meira sjálfstraust. Ég hefi það á tilfinningunni að þú sért eins og vesalings potta- blómin mín, sem hengja höfuðin og bíða eftir því að ég komi með vatnskönnuna. Þegar Márten svaraði ekki, hélt hún áfram: — Án sjálfsálits kemstu aldrei áfram, það hefir áhrif á söng þinn, já á allt líf þitt... — Líf mitt, tók hann fram í fyrir henni og yppti öxl- um, eins og að það væri ekki þess virði að minnast á það. Ég veit ekki hversvegna mér datt allt í einu þetta samtal í hug. Ef til vill var það vegna þess að Márten virtist vera óvenjulega taugaóstyrkur þetta kvöld. Seinna um kvöldið, þegar að ég heyrði géstina tala og hlæja í borðstofunni heima hjá okkur, mundi ég eftir kerlingunum í leikhúsanddyrinu, og ég varð heit af vonzku. Hvernig gátu þær talað svona illa um mann- eskju, sem ekki hafði tækifæri til að verja sig, og þegar að það var nú líka dásamleg vera eins og mamma mín, sem aldrei gerði neinum illt! Ég hugsaði um þetta af og til alla vikuna, en sunnudaginn, þegar við fórum út í sumarhúsið okkar, var ég búin að gleyma því. Það er heldur ekki hægt að hugsa um svo leiðinleg atvik, þegar sólin skín og fuglarnir syngja í nýútsprungnum trjánum. Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.