Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 27
»f jánssoi? rifjar kob Möller skráði IHEIL HfTLER IOPERUNNI Aðbúnaðurinn um borð var stórfínn og atlætið eftir þvi. Káeturnar voru eins og beztu hótelherbergi, og þjónustuliðið ábenandi fjölmennarta en farþegarnir. Meðal farþeganna var Gunnar Gunnars- son, rithöfundur, og vorum við einu íslendingarnir um borð. Fyrsti viðkomustaður var Þórshöfn i Færeyjum. Það er mér minnisstætt það- an, að þar var mér gefinn nýr fiskur. Ég fór auðvitað með fiskinn um borð og lét matreiða og bauð síðan Gunnari i „veizl- una". Sjálfur hafði ég ekki bragðað nýjan fisk í mörg herrans ár — að minnsta kosti ekki glænýjan „nýjan" fisk á íslenzk/ færeyskan mælikvarða — og þótti hann hið mesta hnossgæti. Næsti viðkomustaður var Reykjavík, en þar hafði skipið aðeins skamma viðdvöl, áður en það hélt áfram norður fyrir land og til Akureyrar. Þar kvöddum við sam- ferðafólkið og stigum á land. Við notuðum timann hérna til að ferðast um landið og skoða okkur um og taka lífinu með ró, auk þess sem ég „stalst" til að halda tónleika — það hafði ég reynd- ar gert um borð lika! Mörtu leizt ljómandi vel á landið, svo að þess vegna hefðum við getað setzt hér Til vinstri: f Ðresden vorið 1936. Einar og Martha voru trúlofuð um þessar mundir og þarna eru þau á göngu í einum skemmtigarðin- um. Til hægri: Einar með Völu, 8 mánaða. Þau Það þótti rómantískt að aka í hestvagni og Einar og Martha létu aka sér til kirkju, þegar þau giftu sig í Dresden, 27. júní, 1936. Myndin er tekin við það tækifæri. að. Slikt hvarflaði þó ekki að mér fyrr en 25 árum seinna. Hér var hreint ekkert við að vera fyrir ungan söngvara, sem var að byrja starfsferil sinn. Sú dapurlega staðreynd hafði mér verið ljós, allt frá því ég tók þá ákvörðun i laumi á mennta- skólaárunum að leggja fyrir mig söng. Sú ákvörðun hafði i rauninni þýtt: Bless, hjartkæra fósturland. Um það varð engum kennt og ekki við nokkurn að sakast. Eftir hálfs mánaðar dvöl hér héldum við utan aftur. Ferðinni var heitið til Skandi- naviu. Ekki vantaði rithöfund um borð, þvi nú hafði Laxness komið i stað Gunn- ars. Farkosturinn var gamli Gullfoss. — Eki grunaði mig þá, að hingað myndi okkur ekki auðnast að koma aftur fyrr en tíu árum seinna. í Stokkhólmi var okkur boðið i heljar- mikla krabbaveizlu til kunningja okkar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.