Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 30
Framhald af bls. 17. á í Þessu Jitla, óþekkta höfði? Ekkert annað en áætlanir og stjórn- mál og verzlunarmál, svo frökk og djörf að það vekur athygli Colberts og jafnvel Tellier? Og það þér, sem hafið andlit engils, augu, sem hægt er að drukkna í, varir, sem aðeins ættu að vera til Þess að kyssa! Þetta er grimmd! Þér, sem eruð holdi klædd gyðja. Og handa hverjum? Segið mér það! Angelique vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. — Ég hef nóg að gera, sagði hún. —¦ Og hvað hefur konan fremur að gera en elska? Þér eruð sjálfs- elskan holdi klædd! Mælska hans kom henni á óvart. — Þetta er aðeins rétt að nokkru leyti, Lauzun. Hver getur skilið mig? Þér hafið tii dæmis aldrei verið í helvíti. Allt í einu varð hún mjög þreytt, hún hallaði höfði sínu aftur á bak og lokaði augunum. Fyrir andartaki hafði henni verið sjóðandi heitt. Nú var blóðið kalt í æðum hennar. Þetta var eins og ellin hefði gagntekið hana á augabragði. Hana langaði til að hrópa á Péguilin og biðja hann um hjálp. Þó vissi hún, að hjálp hans og björgun myndi aðeins leiða hana í enn meiri hættu. Hún ákvað að fá tryggari fótfestu. Hún rétti úr sér og spurði glaðlega: — Meðal annarra orða Péguilin, þér hafið ekki sagt mér hvernig gengur með umsókn yðar um stöðu stórmeistara. — Nei, svaraði Péguilin hljómlaust. — Hversvegna ekki? -— Þér hafið áður reynt að leiða mig af, en að þessu sinni skal yður ekki heppnast það. Okkar viðskiptum er ekki lokið. Sem stendur varðar mig ekkert um útnefningu mína sem stórmeistara — aðeins hvernig getur staðið á því, að þér stjórnið lífi yðar út frá stærðfræðiheilanum í höfðinu á yður, en ekki héðan. Hann iagði höndina á brjóst hennar. — Péguilin, mótmælti hún og stóð upp. Hann dró hana til sín, hallaði henni upp að hægri handlegg sínum, renndi vinstri hönd undir hné hennar, svo hún missti jafnvægið, féll aftur á bak í sófann og hann á eftir. — Kyrr, skipaði hann. — Leyfið lækninum að sjúkdómsgreina yður. Þetta er alvarlegt, en ekki vonlaust. Svona, segið mér nú nöfn allra þeirra göfugu aðalsmanna, sem hópast um yður og liggja vakandi á nóttunni og hugsa um yður. — Ætli þeir séu svo margir? — Reynið ekki að láta sem þér séuð undrandi! — En, Péguilin, ég get svarið, að ég veit ekki hvern þér eigið við. —¦ Eigið þér við, að Þér hafið ekki tekið eftir því, hvernig de La Valliére markgreifi iðar eins og brjálað fiðrildi, þegar þér komið í ljós, eða Vivonne, bróðir Athénais sem fer að stama eins og skóla- drengur? Eða gullhömrum Brienne? Eða Saint-Aignan eða ítoquelaure, eða jafnvel hinum frakka Louvois, sem fölnar, þegar hann talar við yður? Hún flissaði. — Ég banna yður að hlægja, sagði Péguilin. — Ef þér hafið ekki tekið eftir því, eruð þér lengra leidd, en ég hélt. Hafið Þér ekki fundið hitann af iogunum, sem þér hafið kveikt? Drottinn minn, Þér hljótið að hafa salamöndruhýði! Hann strauk með fingrunum um háls hennar. — Þér nefnduð ekki sjálfan yður meðal Þeirra, sem loga af Þessum eldi, Monsieur de Lauzun. — Ekki ég, sagði hann fljótmæltur. — Ég myndi aldrei Þora. Ég er of hræddur. — Við mig? Augnalok hans sigu. — Já, við yður----- Og allt varðandi yður. For- tíð yðar, framtið, leyndardóm. Angelique starði eitt andartak á hann. Svo fól hún andlitið upp við bláa skikkju hans. — Péguilin! Hann var svo góður vinur, Þessi glaði góði Péguilin, sem var svo nátengdur sorgarleik fyrri ævi hennar. Alltaf var hann að skjóta upp kollinum, alltaf óumbreytanlegur. —• Nei, nei, nei, svaraði hann. — Ég Þoli ekki slíka áhættu. Óttinn við hjartasár skelfir mig. Ég myndi aldrei Þora að fara á fjörur við yður. LAUGRVEGI 59. slmi 23349 — Hvað eruð þér að gera núna? — Róa yður. Það er alls ekki það sama. Hann strauk niður eftir mjúkum lokkum hennar og fylgdi síðan perluröðinni í hálsfestinni, sem glitraði móti mjúku hörundi hennar. — Það hefur verið farið svo illa með yður. Sérstaklega í kvöld. Drottinn minn, hvað ætlast þeir fyrir með yður, ætla Þeir að misbjóða yður Þangað til Þér verðið hvöss eins og sverðsegg? Maður gæti næstum haldið, að karlmannshönd hefði aldrei snert yður. Ö, hvað mig myndi langa til að veita yður smá til- sögn.... Hann hallaði sér að henni. Aftur reyndi hún að losna, en hann hélt henni of fast. Augu hans glitruðu eins og í manni, sem hefur misst alla von um björgun. — Við höfum farið nógu illa með yður. Stund hefndarinnar er komin. Þar að auki brenn ég i skinninu að róa yður og ég veit, að Þér Þurfið á huggun að halda. Hann tók að kyssa létt á augnalok hennar og gagnaugu, svo Þrýsti hann heitum vörunum að munnvikum hennar. Það fór um hana skjálfti, Þegar dýrsleg ástríðan greip hana. Óvið- ráðanleg forvitni knúði hana til að reyna hæfileika Þessa Don Juans hiröarinnar. Péguilin hafði rétt fyrir sér, Philippe var henni einskis virði. Innan- tóm gestaÞraut hirðarinnar var allt, sem máli skipti fyrir hana núna. Hún vissi, að hún myndi aldrei framar geta lifað utan við allt, Þrátt fyrir falleg föt og dýrmæta skartgripi. Smámsaman yrði hún eins og hinir, tilvera hennar yrði sú sama, byggðist á sömu iðu af undirferlum og hórdómi. Þetta var áfengur drykkur, ef til viil eitraður, en sætur í munni. Hún yrði að bergja á bikarnum eða deyja. Hún andvarpaði. Þýð atlot Péguilin yfirunnu mótspyrnu hennar. Þegar munnur Lauzun snerti hennar, opnaði hún varirnar smám saman, þar til hún endurgalt kossa hans fullkomlega. Þau skildust andartak, þegar geislinn frá kyndlinum, sem tveir hóp- ar af Þjónum voru að koma fyrir í hólkunum á veggjum gangsins, skall á Þeim. Angelique hafði gleymt Því, að myrkrið hjúpaði Þau. Einn Þjónanna setti sexarma ljósastiku á borð skammt frá skotinu Þeirra. — Halló, drengur! hvíslaði Péguilin og hallaði sér yfir armhvílu sófans. — Farðu með Þennan lampa eitthvað annað. — Ég má Það ekki, Monsieur. Húsbóndi minn yrði ákaflega reiður. —¦ Slökktu á Þremilsins kertunum, sagði Lauzun og kastaði til hans gullmola. Svo tók hann Angelique i arma sína aftur — Hversu dásamleg þú ert! Hversu ljúf ölium skilningarvitum! Eftirvæntingin bar skynsemina ofurliði. Angélique stundi og beit í silkiaxlaskúfinn á bláu skikkjunni hans. Péguilin hló lágt. — Róleg, litla óhemja. Þú skalt fá Það, sem Þú vilt. Hún gaf sig honum á vald. Gullin hula óminnisins lagðist mjúklega yfir Þau. Hún var aðeins ákafur líkami, hungraður af Þrá, án vitundar um hvar hún var eða javnvel hver Það var, sem snerti hana af svo mikilli leikni, að öll tilvera hennar titraði. — Barnið mitt, Þín synd var stór, en með tilliti til iðrunarinnar, sem Þú hefur gert, og af hve miklum ákafa þú hefur reynt að gera yfirbót, held ég að Það sé skylda mín að blessa Þig í nafni hins litla guðs Erosar, og gefa Þér aflausn hans. 1 refsingarskyni skaltu endur- taka___ — Þú ert hræðilegur, Péguilin, sagði hún Þar sem hún lá ennþá örmagna í örmum hans. Péguilin tók Ijósan lokk af hári hennar og Þrýsti honum að vörum sinum. Með sjálfri sér var hann undrandi yfir ánægju sinni. Hann fann ekki til Þess dapurleika, sem oftast fylgdi loknum leik. Hversvegna? spurði hann sjálfan sig. Hverskonar kona var Þetta? — Angelique, engill, ég óttast, að ég hafi gleymt öllum mínum góðu fyrirætlunum. Ég brenn í skinninu að kynnast þér meira. Viltu koma til min í nótt, eftir að konungurinn gengur til hvílu? Eg bið Þig. — Hvað um Madame de Roquelaure? — Andskotinn hirði hana! Angelique settist upp við dogg og dró knipplingana á blússunni sinni yfir brjóstin — að nokkru leyti til að halda honum í meiri spennu. Fáein skref frá Þeim, eins og svört skuggamynd móti upplýstum gang- inum, stóð hreyfingarlaus maður. Þau Þurftu ekki að sjá framan í hann til að Þekkja hann. Þetta var Philippe. Péguilin de Lauzun var þrautÞjálfaður undir slikum kringumstæðum. 1 flýti lagaði hann föt sín, reis á fætur og hneigði sig djúpt. — Monsieur, hver er einvígisvottur yðar? Ég er yður til Þjónustu. Og konan mín er öllum til Þjónustu, svaraði Philippe hægt. — Fyrir all muni, markgreifi, gerið yður ekkert ómak. Hann hneigði sig djúpt fyrir Péguilin og skálmaði burt. De Lauzun markgreifi stirðnaði upp. — Djöfullinn sjálfur! bölvaði hann. — Svona eiginmanni hef ég aldrei kynnzt áður. Hann dró sverð- ið úr slíðrum, tók Þrepin þrjú niður úr gluggaskotinu í einu stökki og hentist á eftir hinum konunglega veiðistjóra. Hann var ennþá á hlaupum, Þegar hann kom inn í salinn í sömu mund og konungurinn kom, ásamt konunum úr fjölskyldu sinni, innan úr einkaherbergi sínu. — Monsieur, hrópaði Péguilin hvellri röddu. — Fyrirlitning yðar er móðgandi. Ég krefst réttlætis. Sverð yðar verður að tala fyrir yður. Philippe leit ísköldum fyrirlitningaraugum á patandi keppinaut sinn. — Sverð mitt er í Þjónustu konungsins, Monsieur. Eg berst aldrei út af hóru. 1 reiði sinni gætti Lauzun ekki að sér, heldur greip til mállýzku síns heimahéraðs. — Ég hef kokkálað yður, Monsieur, hrópaði hann, — og ég krefst Þess að Þér látið réttlætið tala. 7. KAFLI 1 öskugrárri döguninni sat Angelique á rúmstokknum. Hún hafði æðaslátt í höfðinu og súrbragð í munninum. Hún renndi fingrunum i gegnum úfið hárið. Hún var aum í hársverðinum. Hún stóð á fætur til að ná í spegil af snyrtiborðinu, en kveinkaði sér Þegar hún snerti hann. Hönd hennar var illa bólgin. Hún leit á sárið og mundi þá allt í einu eftir Philippe. Hún renndi sér i flýti í háhælaða inniskó. Hún varð að fá nýjustu fréttir af Philippe og Lauzun undir eins. Hafði konungurinn talað þá ofan af einvíginu? Eða höfðu Þeir barizt, og hvaða örlög biðu sigur- 30 VIKAN 33. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.