Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 34
Angelique lét sér detta í hug að gera yfirbót í hjúpandi þögn þessa heilaga húss, þar sem dynur heimsins var í fjarska. Það var heimsókn frá Madame de Montespan, sem braut hina himnesku þanka hennar og færði hana aftur niður á jörðina og inn í öll þau vandamál, sem þar eru. — Mér kemur það kannske ekki við, sagði hin fagra Athénais við hana, — en þegar allt kemur til alls, er það í mína þágu að ég láti þig fylgjast með. Bn þú skal gera það, sem þú álítur rétt, án þess að taka tillit til mín. Solignac heimtar, að tekið verði á einvígishneykslinu með ábyrgum höndum, og þar með held ég að aðstaða eiginmanns yðar fari stórum versnandi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framh. í nœsta blaði. Intermezzo... Framhald af bls. 12. Við vorum búin að vera þar í einn klukkutíma, þegar að Már- ten kom. Það var reyndar ekkert skrítið, ég hefði líklega orðið hissa, ef hann hefði ekki komið. Eftir hádegisverðinn sat ég í einum garðstólnum, sem pabbi hafði sett út á svalirnar. Það er ekkert sem jafnast á við það að sitja í skjóli á hlýjum vordegi og láta sólina baka andlit sitt og fætur, og athuga hvernig allt umhverfið hefir breytzt, án þess að maður geri sér fyllilega ljóst hvernig þetta hefir skeð. Grasið er grænna, ilmurinn sterk- ari og í steinbeðinu eru útsprung- in blóm, sem ekki voru þar fyrir viku síðan. Helmingi fleiri fugl- ar syngja, helmingi hærra og upp við þakbrúnina suða flugurnar. Einhversstaðar uppi á lofti er pabbi að hamast með hamar og sög, og syngur svo glaðlega og falskt, eins og honum einum er lagið. Fyrir aftan hátt bakið á stólnum, sem ég ligg í, eru opnar dyr inn í stofuna og ég heyri hvernig mamma gengur um gólf og talar við Márten. Ég hafði heyrt lengi til þeirra, en að heyra er ekki það sama og að hlera. AUt í einu hækkaði Márten róminn, rétt eins og að hann þyrfti að ná til öftustu bekkjanna í leikhúsinu, eða jafn- vel lengra: ¦— Þú tekur ekkert mark á mér, heldurðu að mér sé ekki alvara ... ? — Jú, jú, jú! fullvissaði mamma hann og hló, þessum þreytulega hlátri, sem að hún notar svo oft þegar að þolinmæði hennar er á þrotum. — Nei, þú gerir það ekki! Þú hefir aldrei gert það! Jú, reynd- ar einu sinni, en því virðist þú haf a gleymt... — En góði Márten, sagði mamma í óendanlega mildum rómi. -r- Víst man ég eftir því. En ég er marg búin að segja þér að þú ert að berjast við vind- myllur. Ég þjáist ekki neitt og þú þarft alls ekki að bjarga mér. Mér líður dásamlega! Márten hló, eins og að hann væri í síðasta þætti í „Don Juan". Mjög hljóðlega, en alveg blygð- unarlaust, sneri ég mér við í stólnum og gægðist gegnum riml- ana á stólbakinu. Gegnum dyrnar sá ég mömmu og Márten. Það var eins og að horfa á leiksýningu. — Líður dásamlega, hafði Mar- ten upp eftir henni. — Það er þessi bölvaða skyldurækni þín, sem heldur þér kyrri! Það getur hvert barn séð. Þú, sem hefir hlotið þessar dásamlegu náðar- gáfur og lifandi tilfinningar, átt þú að fórna lífi þínu fyrir skyld- una ... ? Hver heldurðu að þakki þér fyrir það ... ? Ég sat grafkyr og hallaði enn- inu að stólbakinu. Það var orðið svo hljótt, það heyrðist ekki einu sinni í pabba. Ég ætlaði að fara, en ég gat ekki komizt í burtu. Það var svo sem mátulegt á mig. Þetta hafði ég fyrir að vera alltaf að stinga fætinum í gættina að veröld fullorðna fólksins. Ég sá ekki mömmu, heyrði bara hvernig hælarnir á skónum hennar skullu við steingóifið. Márten sat í rósótta sófanum og sneri baki við mér. Aldrei hefir mér verið svo illa við nokkra manneskju! — Allt mitt líf, segir þú. Rödd mömmu var eitthvað svo fjar- ræn. — Listin er ekki allt mitt líf. Márten, skilurðu það ekki? Sultan sem þú fékkst í morgun, steikin í pottinum, plómurnar í garðinum, þetta hugsa égsjálf um og ég gæti ekki hugsað mér að missa af því, vegna þess að þetta er líka mitt líf. Horfðu á hend- urnar á mér, Márten. Sérðu ekki að þetta eru hendur sem vilja vinna, venjulega, algenga vinnu, eins og aðrar konur þurfa að vinna? Mamma hafði gengið nokkur skref að sófanum, og þá sá ég hana. Hún var rjóð í kinnum og áköf, eins og þegar að hún er að reyna að skýra ýmislegt fyrir 34 VIKAN 33. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.