Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 18
íslendingar hafa aldrei fengið orð, fyrir að vera þolinmóðir í viðskiptum sínum við aðra. Hvernig móttökur fengju menn, ef þeir fœru niður í bæ og svifu á bláókunnugan náungann um hvers kyns upplýsingar: Hvað klukkan vœri, hvort hann ætti eld, hvort mætti bjóða honum í bíó eða jafnvel biðja hann um að fara inn í banka og skipta seðlum. Hvernig móttökur gætuð þið hugsað ykkur að fá? Sjálf- sagt nokkuð misjafnar eftir at- vikum. Það tekur það varla neinn östinnt upp, þótt hann sé spurður hvað klukkan sé, en þegar farið er að spyrfa flciri spurninga á eftir og jafnvel að halda mönnum uppi á snakki; bá missa margir þolinmæðina og þeim getur jafnvel hitnað í hamsi. Og hvað ef viðkomandi er að flýta sér i strætó og sér hann einmitt renna í burtu, meðan bláókunnugt fólk er að tefja hann með. einhverju .vitleysishjali? Ætli það fari þá ekki að verða heldur litið úr langlundargeðinu hjá fólki. Við ákváðum að reyna hversu háttað væri þolinmæði fslendinga, hve mikið þyrfti til að fólk ryki burtu i fússi. Og einn góðan veðurdag skruppum við niður í miðbæ í þessu augna- miði. Veður var hið bezta þenn- an dag og um kvöldið átti að fara fram landsleikur milli Dana og íslendinga. Við tókum okkur fyrst stöðn niðri í Lækjargötu á móts við B.S.R.. Ljósmyndar- inn var búinn að' setja aðdráttar- linsuna á vélina og búinn að taka sér stöðu, svo að hann sæist ekki af væntanlegum viðtalend- um. Svo vék ég mér að manni, sem kom gangandi eftir gang- stéttinni og tók hann tali: Hann varð alveg undr- andi — Þér getið víst ekki sagt mér hvað klukkan er? Án þess að stanza leit hann á úrið og svaraði: ¦— Vantar 5 mínútur í þrjú. En ég hafSi ekki hugsaS mér aS láta manninn sleppa og kallaði upp: — Nei, mikið er þetta fallegt úr, lof mér að sjá betur. Hann stanzaSi rétt sem snöggvast og furðusvipur kom á hann, svo hváði hann og hélt leiðar sinnar. Einum tvisvar eða þrisvar sinnum leit hann um öxl í þögulli forundr- an yfir þessum sveitamanni, sem vildi fá að sjá úrið hans. 1. „Getið þér sagt mér hvað klukkan er?" En mátti ekki vera að því að spjalla lengur, því að hann var að missa af vagninum. Einn, sem var aS vestan Svo kom sá næsti -gangandi. ÞaS var ósköp rólegur maður að sjá. Ég gekk að honum og spurði, hvort hann gæti gefið mér eld, ég væri alveg eld- spýtnalaus. Jú, hann hélt það nú, dró upp stokk og kveikti í síga- rettu fyrir mig. ¦—Það má vist ekki bjóða yður sígarettu? spurði ég. Nei, hann vildi ekki síga- rettu, og það var sama, hvernig ég reyndi að troða inn á hann tóbaki, hann vildi það alls ekki. — Mikið kannast ég annars vel við ySur, sagði ég svo, þér eruð þó ekki aS vestan? sagði ég til að segja eitthvað. Jú, hann kvaðst vera úr Djúpinu. Svo leit hann á klukkuna, og ég spurði, hvort hann væri að flýta sér. Já, heldur var hann þaS. — Já það eru margir aS flýta sér nú á dögum, bætti ég viS. — Þér ætliS auSvitaS á völlinn i kvöld? Jú, hann ætlaði á völlinn, en mátti ekki vera aS þvi að ræða neitt við mig um væntanleg úr- slit, því að vagninn var alveg að renna. Hann gekk burt án þess að kveðja. Vonandi, að Vest- mannaeyingum verði eitthvað úr hvaikjötinu Næsti maður var líka við B.S.R. og fór mjög hægt yfir. — Mikið er gott veður i dag, sagði ég við hann upp úr þurru. Hann stanzaði og tók undir þaS; það væri alveg fyrirtak. — Þér eruð ekki héðan úr bænum, sagði ég. Nei, nei. Hann kvaðst vera frá Bolungarvik, en vera fluttur þaðan fyrir nokkru og vinna í áburðarverksmiðjunni. — Og er ekki nóg vinna þar? hélt ég áfram. Jú, það var alveg nóg að gera þar. — Er þetta ekki mikið uppgangspláss, Bol- ungarvík? spurði ég. Alveg nóg að- gera þar, svaraði hann og var alltaf jafn rólegur i svörum. Því næst spurði ég hann, hvort hann hefði heyrt um alla hval- ina, sem þeir hefðu rekið á land i Vestmannaeyjum. Nei, það hafði hann ekki heyrt. (sem ekki var von). Já þaS voru eitt- hvað tvöhundruð stykki, sem þeir komu á land, sagði ég. ¦— Nú einmitt já, það er vonandi, að þeim verði eitthvað úr þessu, svaraSi hann á móti og var ekk- ert nema kurteisin við mig. Ég þóttist nú vera fullviss um, að þolinmæði þessa manns væru engin takmörk sett, þakkaði hon- um alúðlega fyrir og kvaddi hann síðan. En nú voru menn farnir að gjóta auga til ljósmyndarans, svo að okkur þótti vissara að flytja okkur yfir á aðrar vig- stöðvar. :r/:::::r:::: :::':-¦''- :¦:¦ : ¦:: ¦: : :: : : nSSBBHSBSB' 3. „Þér hafið ekki heyrt um alla hvalina í Vestmannaeyjum?" 4. „En reykið þér þá nokkurn tímann vindla?" Og reykti Camel að staðaldri Úti i Austurstræti var verið að selja aðgöngumiða á fyrr nefndan landsleik, og þar var margt um manninn. Ég vatt mér að einum og spurði, hvort hann gæti gefið mér eld. Já, hann dró upp stokk og rétti mér. — Ég hefði nú boðið yður sígarettu, ef þér væruð ekki að reykja, sagði ég við hann. — Já þetta er allt í lagi, svaraði hann. — Annars reykiS þér kannske ekki Chesterfield? bætti ég við. Jú hann kvaðst reykja Chester- field en hann reykti nú Camel að staðaldri. — En þér eruð með Salem núna, sagði ég. — Já það 18 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.