Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 33
Er n f2 tfzkufyrirbrlgði 9 I GBTA AÐRIR BOÐIÐ ÁRSÁBYRGÐ Á HLUTUM BÍLSINS, TVEGGJA ÁRA ABYRGÐ Á SJÁLFSKIPT- INGU (VARIOMATIC) EÐA 40 ÞÚS. KM. AKSTUR. Allir varahlutir ávallt fyrirliggjandi. Einn lærður viðgerðamaður á hverja 30 bíla, sem kemur í veg fyrir töf á viðgerðum. ALLIR DHSlMfl r*x7*J. daf bffreiðir fyrirliggiandi Hagkvæmir greiðslnskilmálar Daf-verksmiðjurnar hafa áratuga reynslu í smíði bifreiða, m.a. framleiða þær allar herbifreiðar fyrir Holland og Belgíu. Ef þér ætlið að fá yður lipran, sparneytinn og rúmgóðan, sjálfskiptan bíl, þá lítið á daf. Söluumboð: Viðgerða -og vara- hlutaþjónusta: 0. Johnson £ Kaaber h.f. Sætúni 8. Sími 24-000. reynir að flýja en er gróinn við jörðina. Um skeiö hélt hún að hún myndi ekki halda geðheilsunni. Það voru þjónar hennar, sem að lokum fundu ráð til að róa hana. — Þér ættuð að fara og hitta Mademoiselle de Lenclos, Madame. Og Það lá við, að þeir neyddu hana til að fara. Þetta var gott ráð. Ninon var sú eina rétta, með alla sína verald- legu vizku, hinn mikla mannlega skilning og hið örláta hjarta, sú eina rétta til að hlusta á Angelique án þess að álita hana bjána eða hneykslast. Hún tók hana I fang sér, réri með hana, kallaði hana „elsk- una sína" og þegar angist Angelique rénaði örlítið, tók hún sér fyrir hendur að sýna henni fram á hversu ómerkilegt atvik þetta væri að öllu leyti. Það ætti sér margar hliðstæður. Á hverjum degi háðu eig- inmenn einvigi til að bjarga heiðri sínum. — En Bastillan! Nafnið var letrað með logandi stöfum fyrir hug- skotssjónum hennar. -=- Menn sleppa þaðan út, vina min. —• Aðeins til að fara á bálið. Ninon strauk um enni hennar: — Eg veit ekki hvað þú átt við. Þú hlýtur að hafa orðið fyrir hræðilegri reynzlu fyrr á ævinni, úr því þú tapar hugrekkinu þannig. Strax þegar þú hefur náð þér á ný, kemstu að raun um að orðrómurinn um Bastilluna, sem hefur haft svona mikil áhrif á þig, er ekkert til að óttast. Hún er aðeins myrkraherbergi konungsins. Geturðu bent mér á nokkurn af hinum fínu fyrirmönnum okkar, sem ekki hefur eytt nokkrum dögum þar til að greiða fyrir ein- hver mistök eða óhlýðni? Þetta er í þriðja skiptið hjá Lauzun sjálfum. Eða fjórða. Og hann, einn út af fyrir sig, er sönnun fyrir þvi að það er hægt að komast út úr Bastillunni og ná jafnvel enn hærri stöðu og meiri heiðri en áður. Leyfum konunginum að hirta sina óþekku skóladrengi. Hann verður fyrstur manna til að sakna hins óstýriláta de Lauzun eða veiðistjóra sins. Skynsamleg orð hennar róuðu Angelique og hugguðu hana. Nú var henni ljóst, að ef til vill hafði skelfing hennar verið ástæðulaus og barnaleg. Ninon ráðlagði henni að gera ekkert, þar til hneykslið hefði rénað nokkuð. — Eitt hneykslið étur annað, og þau gerast þétt við hirðina. Vertu bara þolinmóð. Ég þori að veðja, að innan viku verður annað komið, sem þykir fréttnæmara en þetta á vörum hneykslisberanna. Samkvæmt ráðleggingu hennar ákvað Angelique að hitta yngri systur sina, Marie-Agnés, í Karmelítaklaustrinu. I nunnubúningnum var Marie- Agnés de Sancé, græneygð og prýdd sínu dularfulla brosi, eins og erkiengill á altaristöflu i dómkirkju. Angelique kom á óvart, að hún var ennþá jafn ákveðin I að gerast nunna fyrir fulit og allt. Hún var varla tuttugu og eins árs gömul. Líf sjálfsafneitunar og bæna virtist varla vera fyrir skapgerð yngri systur hennar. Þegar hún var tólf ára, var hún kölluð púki, og sá stutti tími, sem hún hafði verið við hirð drottningarinnar, hafði verið ein löng röð fljótfærnisatvika og óteljandi ástarævintýra. Angelique grunaði, að Marie-Agnés hefði lært meira af bók ástarinnar en hún sjálf. Og þegar unga nunnan hafði hlustað á játningar hennar, kom Angelique á óvart að heyra hana andvarpa mildilega: — Skelfingar barn ertu ennþá! Hversvegna gerirðu svona mikið veður út af svo algengum hlut? — Algengum! Ég var að segja þér, að ég hefði haldið framhjá eigin- manni mínum. Það er synd, er það ekki? — Hvað er algengara en syndin? Aðeins dyggðin er óvenjuleg. Svo óvenjuleg nú til dags, að hún er næstum einsdæmi. —¦ Hvernig getur það verið ? Ég skil ekki. Ég ætla ekki að.... —• Hlustaðu, sagði Marie-Agnés með þessari ákveðnu röddu, sem var einkenni fjölskyldunnar: — Annaðhvort langaði þig að gera eitthvað þessu líkt, eða þig langaði ekki til þess. Og ef þig hefur ekki langað það, hversvegna fórstu þá til hirðarinnar? Ef til vill var þetta skýringin á því, hversvegna hún hafði snúið svo gersamlega baki við heiminum. VIKAN 33. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.