Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 26
Nöttin logap af norðurliösum - Einar Kris upp endurminningar sínar - 2. hluti - Jak M ATTUM AD SEGJJ í Dresden kom rómantíkin inn í spilið. Ein af söngkonunum við óperuna kynnti mig fyrir vinkonu sinni, Martha Papafoti, ungri og laglegri stúlku, sem átti grískan föSur og suSur-þýzka móður. FaSirinn, sem var sígarettuframleiSandi, hafði flutzt til Þýzkalands skömmu eftir aldamót og átt þar heima síðan. Ég bauð Mörtu á sýningu í óper- unni, og ekki leiS á löngu, þar til þaS rann upp fyrir mér, aS ég var orSinn ástfanginn. Ekki skyggSi þaS á, að hún spilaði á píanó og var bráð-músikölsk. Sumir vilja halda því fram, að listamenn séu rómantískari en ann- aS fólk, verði allt að þvi heltekn- ir af yfirþyrmandi ást við fyrstu sín. ¦—¦ Það held ég sé misskiln- ingur. Hins vegar vill stundum bera við, að gervi-listamenn verði óumræðilega þykjast-rómantiskir. ÞaS fór dável á meS okkur Mörtu frá fyrstu kynnum, og ekki féll henni verr en svo við piltinn, að tveimur árum síðar, 27. júní 1936, vorum viS gefin saman i litilli skóg- arkirkju i útjaSri borgarinnar. Til kirkjunnar ókum viS að gömlum sið í skrautlegum brúðarvagni, sem fákum var beitt fyrir. — Þang- aS kom einnig drengjakór hirSar- innar og söng viS vígsluna. Þetta þótti tiðindum sæta, þvi að kór- inn var kaþólskur úr kaþólskri kirkju. Vissu menn ekki til, að slikt hefði gerzt áður, enda án efa alls ekki á hverjum degi, sem kaþ- ólskur kór syngur i lútherskri kirkju. Skýringin var sú, að ég hafði sjálf- ur sungið mikiS við hirðkirkjuna. Bæði hafði ég áhuga á kirkjusöng, og svo var það gömul hefð, að óperan sæi um söngflutning við kirkjuna. Hafði sá söngur lent töluvert meira á mér en flestum öSrum —¦ ef til vill vegna þess að hægara hefur þótt að skikka „nýliðann" frá íslandi til þess en aðra. Mér þótti mikið til þessarar vin- semdar koma. Það var þægileg til- finning að finna, aS maSur hafSi ein- hvers staðar komið sér vel — já, betur en aðrir. Seinna átti presturinn, sem gaf okk- ur saman, eftir að skíra báðar dætur okkar. í tilefni giftingarinnar fókst mér, eftir nokkurt stímabrak að fá frí í þær fáu vikur, sem eftir voru af starfs- tímanum í Dresden. BúiS var að ganga frá ráSningunni til Stuttgart-óperunn- ar, og þar beiS okkar yndisleg ibúð, en fyrst á dagskrá var brúðkaupsferð til íslands og hinna Norðurlandanna. Strax næsta dag lögðum við úr höfn í Hamborg með Milwaukee, skemmti- ferðaskipi. Ég átti í miklu taugastríSi fyrir brottförina. Hitler var kominn til valda, og stranglega var bannaS aS fara meS stærri fjárhæð en tíu mörk úr landi. Eins og endranær á ferðalögum hafði ég pakkaS niður kjólfötunum minum, þvi að alls staðar átti að syngja. f þau hafði ég stungið 5 £, þessum dásamlega þunna, hvíta seðli, sem ég hafði átt í mörg ár og átti að vera eins konar varasjóður. Allan farangur áttu farþegar að afhenda til toll- skoðunar á afgreiðsluna í landi og biSa eftir honum um borS. Þegar komiS var meS föggur okkar, vantaSi töskuna meS kjólfötunum. Ég var viss um, aS seSill- inn hefSi fundizt og brátt myndu birtast „gylltir hnappar", sem bySu mér upp á ókeypis samfylgd i land aftur. Ótti minn reyndist til allrar hamingju ástæðulaus, því taskan kom um síðir, og enginn hafSi tekið eftir neinu. Martha Papafoti og Einar Kristjánsson nýgengin í hjónaband. Lengst til vinstri: Einar í hlutverki Mignon eftir Thomas. Til vinstri: Einar í Óperunni Fidelio eftir Beethoven.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.