Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 31
vegarans? Handtaka, fangelsi, ónáð? Það var sama hvernig hún velti málinu fyrir sér. Þetta var hræði- legt ástand. Hneyksli, stórkostlegt hneyksli. Hún brann af skömm, þegar hún minntist þess, sem gerzt hafði í Fontainebleau. Henni stóð lifandi fyrir hugskotssjónum, hvernig de Lauzun og Philippe höfðu sveiflað sverðum sínum frammi fyrir konunginum sjálf- um. Gesvres, de Crequi og Montausier höfðu skilið þá, og Montausier hafði haldið höndum reiða Gaskonans, sem hrópaði: — Ég hef kokkál- að yður, Monsieur! Meðan augu hirðarinnar beindust að henni, þar sem hún stóð eldrjóð og vandræðaleg i apríkósugula kjólnum sínum. Hún gat nú ekki skilið, hvaða kraftaverk hafði komið henni til aö hneigja sig djúpt fyrir konunginum og hverfa siðan; halda höfðinu hátt, meðan hún gekk á milli tveggja raða af háðslegum og hneyksluð- um andlitum, sem hvísluðu og bældu niður í sér hláturinn, og að lokum varð þögnin svo algjör og skelfileg, að hana langaði mest til að taka upp pilsin og flýja eins og fætur toguðu. Bn hún hafði haldið virðu- leikanum. Síðan hafði hún látið fallast, nær dauða en lífi, á bekk frammi á dauft upplýstum stigapallinum. Þar hafði Madame de Choisy komið til hennar fáeinum andartökum seinna. Hún kingdi hvað eftir annað eins og hrædd dúfa meðan hún tilkynnti Marquise du Plessis-Belliére, að hans hágöfgi væri nú að ávita Monsieur de Lauzun í einrúmi og prinsinn hefði tekið hinn svikna eiginmann að sér, og allir vonuðust til að þetta óvenjulega hneykslismál endaði þar með. Að sjálfsögðu hlaut Madame du Plessis að skilja, að nærveru hennar við hirðina væri ekki lengur óskað. Konungurinn hafði beðið Madame de Choisy að koma henni i skilning um nauðsyn þess, að hún færi undir eins frá Fontainebleau. Angelique tók þéssum úrskurði með nokkrum feginleik. Hún flýtti sér út í vagninn sinn og hafði ekið alla nóttina, þrátt fyrir mótmæli ekilsins og þjónanna, sem voru mjög á móti þvi að aka að næturþeli í gegnum skóginn, af ótta við árás glæpamannanna. — Þetta var eftir hepninni minni sagði hún við sjálfa sig, um Ieið og hún starði beisklega á dökka baugana undir augunum. •— Allar stund- ir sólarhringsins halda hinar giftu konur við hirðina framhjá eigin- mönnum sínum. eins og ekkert væri sjálfsagðara, en í þetta eina skipti, sem mér verður það á, er eins og himinn og jörð ætli að rifna! Hún hélt aftur af tárunum og rykkti í bjöllustrenginn. Javotte og Thérese komu í Ijós, geispandi og núandi augun. Hún sagði þeim að hjálpa henni í fötin og sendi síðan eftir Flipot og sagði honum að hlaupa til hallar du Plessis markgreifa, sem var i Rue Faubourg Saint- Antoine og flýta sér til baka með allar þær fréttir, sem þar væri að fá. Hún var að ljúka við að klæða sig og stirðnaði upp, þegar hún heyröi vagn koma inn á hlaðið. Hún fékk öran hjartslátt. Hver gat verið að koma þangað klukkan sex að morgni? Hver gat það verið? Hún flýtti sér fram í forsalinn, gekk nokkur þrep niður í stigann og hallaði sér yfir handriðið. Þetta var Philippe, og á eftir honum kom La Violette með tvö sverð. Philippe lyfti höfðinu. — Ég var rétt i þessu að ráða Monsieur de Lauzun bana, sagði hann. Angelique greip um handriðið til að verjast falli. Hjartsláttur hennar jókst á ný, Philippe var lifandi! Hún hentist niður stigann. Þegar hún kom nær eiginmanni sinum, sá hún að skystubrjóstið hans og vestið var blóði drifið. Hann hélt með vinstri hendi um hægri handlegg. — Þú ert særður, sagði hún mjóróma. — Er það hættulegt? Ó, Philippe, komdu og leyfðu mér að binda um það. Það lá við, að hún drægi hann með sér. Hann hlaut að vera alveg örmagna, því hann lét þetta viðgangast. Hann lét fallast þunglama- lega niður i hægindastól og lokaði augunum. Andlit hans var jafn hvítt og treyjukraginn hennar. Angelique var skjálfhent, þegar hún tók upp saumakassann sinn og tók að klippa burt blóði storknu fötin. Jafnframt þessu hrópaði hún á þjónana að sækja heitt vatn, linskaf, duft, krem og elexir drottn- ingarinnar af Ungverjalandi. — Drekktu þetta, sagði hún þegar Philippe opnaði augun næst. Sárið var ekki djúpt. Þetta var löng rispa frá hægri öxl niður á vinstra brjóst, en var ekki mikið meira en skinnspretta. Angelique þvoði sárið og lagði við það sinnepsplástur, dyfta humarskel og grautar- bakstur. Philippe lét þetta yfir sig ganga, án þess að hreyfa vöðva eða sin, jafnvel þegar sinnepsplásturinn var lagður við. Hann virtist í djúpum þönkum. — Mér þætti fróðlegt að vita, hvernig verður farið með þetta sam- kvæmt siðareglunum, sagði hann að lokum. — Með hvað? — Varðandi handtöku mína. í raun og veru á yfirmaður lífvarðar konungsins að handtaka þá, sem heyja einvígi. En nú vill svo til, að yfirmaður lífvarðar konungsins er enginn annar en de Lauzun mark- greifi. Hann getur ekki handtekið sjálfan sig eða hvað? — Varla, úr því hann er dauður, sagði Angelique og hló við. — Hann hefur ekki hlotið svo mikið sem skrámu. — En varstu ekki rétt í Þessu að segja mér----- — Ég ætlaði aðeins að sjá hvernig yður yrði við, Madame. — Það hefði ekki liðið yfir mig út af Péguilin de Lauzun. Þetta var að vísu áfall, en það varst þú, Philippe, sem varst særður. — Eg varð að gera mitt bezta til að koma í veg fyrir þennan fifla- skap. Ég ætlaði ekki að eyðileggja tuttugu ára vináttu við Péguilin út af svona smámunum. Hún fölnaði. Henni sortnaði fyrir augum og hún fann, að það var að liða yfir hana. —• Hvað kallar konungurinn yður svosem? Leikfang. Augu hennar fylltust tárum á ný. Hún lagði höndina á enni hans. Hann virtist svo veikburða, og þó var hann svo harður. — Ó, Philippe, hvíslaði hún. — Af hverju þurfti þetta að koma fyrir? Og hugsa sér, að þú varst nýbúinn að bjarga lifi mínu. Hversvegna gat þetta ekki farið öðruvisi? Mig langar svo mikið til að elska þig.... til að geta elskað þig----- Markgreifinn þaggaði niður í henni með valdsmannslegri hreyfingu: — Ég held þeir séu komnir, sagði harin. Það glamraði i marmaratröppunum undan sporum og korðum. Svo 20 Zra nayreoía? értendls sannar EGGERT KRISTVJANSSON & CO HF SlMI 11400 opnuðust dyrnar hægt, og de Cavois greifi kom í ljós, harður á svip. —¦ Cavois, sagði Philippe, — eruð þér kominn að taka mig höndum? Greiíinn kinkaði kolli litið eitt. — Það var vel valið. Þér eruð foringi skotliðanna, og næst á eftir yfirmanni lifvarðar konungsins ætti skyldan að vera yðar. Hvað er að frétta af Péguilin? — Hann er þegar i Bastillunni. Philippe stóð upp með erfiðismunum. —- Ég er yður til þjónustu. Madame, viljið þér vera svo væn að leggja treyjuna yfir axlir mér. Þegar Angelique heyrði orðið „Bastillan", tók allt að hringsnúast fyrir henni. Var nú allt að byrja á ný? Enn einu sinni var eiginmaður hennar hrifinn úr höndum hennar til að lokast inni í Bastillunni. Varir hennar voru hvitar þegar hún spennti greipar í bæn. — Monsieur de Cavois, ekki Bastilluna, ég bið yður. — Mér þykir það leitt Madame, en þetta eru skipanir konungsins. Er yður ekki Ijóst, að Monsieur du Plessis hefur brotið af sér með þvi að heyja einvigi, þrátt fyrir blátt bann, sem við þvi liggur. En þér skuluð ekki hafa áhyggjur, það verður farið vel með hann og hugsað vel um hann, og hann fær að hafa þjón sinn með sér. Hann bauð Philippe arm sinn til stuðnings. Angelique stundi eins og sært dýr: —• E'kki Bastilluna! Læsið hann inni hvar sem er, en ekki í Bastill- unni! Aðalsmennirnir tveir voru komnir til dyra. Þeir sneru sér undrandi að henni. — Hvar mynduð þér vilja láta loka mig inni? spurði Philippe 6- ánægður. — 1 Chatelet, með rumpulýðnum kannske? Já, nú var allt að byrja aftur. Endalaus biðin, engar upplýsingar, ekkert að gerast, og svo dró að hinum óhjákvæmilega, sorglega endi. Enn einu sinni var hún stödd á sama stað, og skelfingin hélt um kverk- ar henni eins og i einni af þessum martröðum, þar sem dreymandinn VIKAN 33. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.