Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 20
HVE WNGT NflER — Hvað starfið þér hér í Reykjavík?, áræddi ég aS spyrja. — Ja, ætli ég eigi ekki aS heita lögfræðingur, var svarið, — viS erum hérna tveir meS skrifstofu uppi á Baldursgötu. — Nú svo aS þér eruS lærSur lögfræSing- ur? sagði ég. — O, ég veit nú ekki, hvort það er hægt að kalla það, þótt ég hafi eitthvað verið að stúdera úti í Höfn hérna í dentíS. En mikiS fjári væri nú gaman, ef strákarnir ynnu Dan- ina i kvöld, það væri sko lag- lega fínt. En nú þótti mér tafl- iS haf a snúizt viS. Nú var það ég, sem var að missa þolinmæSina. Ég sá það, að hann átti margt eftir ósagt ennþá, eftir langar umræður um Dani og knatt- spyrnuna, leit ég á klukkuna og þakkaði honum fyrir spjalliS. Svo kvöddumst við með kærleikum og handabandi. Þetta var ein- hver sá þolinmóðasti maður, sem ég hefi komizt i kynni viS. Mér var farið að detta í hug, aS hann væri frá einhverju öSru blaði og væri að leika sama leik og ég, svo gjörsamlega var hann búinn að yfirtaka mitt hlut- verk og reyna á mína þolinmæði. Það lá við, aS ég væri þreyttur eftir allt þetta spjall. 9. Hann vildi ekki heyra um hafísinn. Þolinmæðin var ekki til staðar Svo kom einn á mikilli hrað- ferS yfir götuna. — AfsakiS andartak, sagSi ég, vitiS þér, hvaS klukkan er? Hann leit á klukkuna og sagSi mér til um þaS, svo var hann þotinn og hafði hvorki þolinmæði né löng- un til að heyra þær fréttir, að allar hafnir landsins væru að fyllast af is. Ósköp geta menn haft litla þolinmæði. 10. „Og hafið þér verið mikið í Noregi?" Úrið var frá Noregi Ég tók það ráð aS færa mig yfir götuna og reyna við eitt- hvað af fólkinu þar. Ég spurSi þann fyrsta, hvaS klukkan væri og fékk greinargóð svör um það. Að þvi búnu spurSi ég hann, hvort þetta úr væri keypt á íslandi. Nei, þaS var keypt í Noregi. — Og hafið þér veriS mikiS þar? spurSi ég. Jú, hann var ættaSur þaðan. Og svo var hann þotinn án þess aS kveSja, áður en mér gafst nokkur tími til að spyrja hann, hverra ætta hann væri. Svo fór mig að langa í höfuðVerkjatöflur Næsta mann bað ég um að vísa mér á eitthvert apótek. Hann benti mér niður eftir Austur- stræti og sagði, að það væri þarna á horninu. Ég sá ekkert langa stund, en loksins tókst honum að koma mér í skilning um, hvar það væri. — Og hvað heitir þetta apótek? spurði ég. Hann sagði mér, að það héti Reykjavíkurapótek, og játaði þeirri spurningu minni, hvort það væri gott að verzla þar. — Hvað er það, sem þig vantar? spurði hann síðan. — Ég tjáði honum, aS mig vantaði höfuS- verkjartöflur, hvort þær fengjust ekki þar. Jú alveS áreiðanlega, og það þyrfti ekkert resept út á þær, ég skyldi bara biðja stúlk- urnar um þær. — Annars skal ég koma með þér, ef þú vilt, bætti hann við þessi alúSlegi maSur. Nei ég kvað þess enga þörf, ég hlyti að rata þetta. Svo þakkaSi ég honum fyrir alla góðvildina og spurði, hvað ég ætti að borga honum fyrir hjálpina. Hann þvertók fyrir að vilja taka nokk- uð fyrir greiSann, alveg sama þótt ég héldi tuttugu og fimm króna seðli að honum, það tæki því ekki að borga fyrir þetta viðvik. Svo kvöddumst við og hann spurði aS endingu, hvort þaS væri ekki áreiSanlegt, aS ég myndi finna apótekiS. ¦¦ AÝ * **s-' '-'i ^j h en lét þau orð fylgja, að það væri ekki opnaS fyrr en kl. 4 þar. Ég spurSi hana hvort hún væri ekki tilleiSanleg að koma í bíó með mér klukkan 5. En hún neitaði þessu kostaboði og sagSist þvi miSur vera að vinna. Ég varð auðvitað dálítið sár yfir þvi og spurði, hvort hún færi oft í bíó. Hún sagði, að það kæmi þó nokkuð oft fyrir. — Og hvernig myndir sjáið þér þá? spurSi ég. Henni vafSist hálf- vegis tunga um tönn, en svaraSi siðan, að það væru til dæmis gamanmyndir. Ég sagði, að það væri gaman, að við skyldum hafa svona svipaðan smekk og við þyrftum endilega að fara ein- hvern timann aS sjá góSa gaman- mynd saman. Hún gaf lítið út á það, horfði undirfurðulega á mig og gekk síðan í burtu án þess að kveðja. Knattspyrnumaðurinn kom með í bankann Næst hitti ég að máli kunnan knattspyrnumann, Hörð Felix- son. Ég kvaðst vera bláókunn- 11. „Viltu ekki, að ég komi með W þér inn í apótek?" Næst var það ein af veikara kyninu Nú kom ung stúlka á móti mér. Hana spurði ég, hvar Gamla Bió væri. Hún benti mér á húsið, 12. Hún gat því miður ekki kom- ið í bíó, því að hún var að vinna. 13. „Þarna er nú til dæmis Út- vegsbankinn". ugur hér í Reykjavík; hvar ég fyndi einhvern banka. HörSur kvað ekki mikil vandkvæði á því, þeir eru nú hérna allt í kringum okkur, sagði hann. Svo benti hann mér á Landsbankann og siðan á Útvegsbankann. — Hvað ætlarðu að gera i banka? sagði hann síSan. .— Ég þarf aS skipta dálitlu af peningum, svar- aSi ég, þér gætuS annars ekki komiS meS mér inn? ég er dá- lítið hræddur við að fara einn inn i þessar peningastofnanir. Jú, það var ekkert sjálfsagðara, sagði hann, og svo gengum við í 20 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.