Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 23
FIFLDJARFUR FtOTTI UNDIR BERUNAR MURINN f 1158 daga var hann búinn að standa þarna, Berlínarmúrinn. En hversu lengi sem hann stendur, hár og þykkur, verSur hann aldrei sigraður. Fólk flýr undir hann, yfir hann og í gegnum hann. Hér segjum við frá ótrúlegum sorgarleik, þegar 23 karl- menn, 31 kona og 3 börn lögðu líf sitt í hættu, til þess að öðl- ast frelsi. 59 KOMU, EN TVEIR VORU SVIKARAR Föstudaginn 2. október 1964 kl. 11,00 voru þeir komnir að flækiu af frárennslisrörum und- ir Strelitzer Strasse 55, í Austur- Berlín. Þeir grófu síðustu centi- metrana með höndunum. Þá voru þeir allt í einu komnir í gegn og stungu litlum spegli upp úr gatinu. Jarðgöngin end- uðu við salernið í garðinum. Þá kom í Ijós eitt vandamál, meðal þúsund annarra, í garð- inn komst maður eingöngu i gegnum hliðið, en það var allt- af læst. Meðan fréttin um þessa nýju flóttaleið var látin berast út með leynd, var smíðaður lyk- III. Svo var hliðið opnað fyrir hverjum flóttamanni og læst á eftir. Sama dag kl. 20.00. Fyrsti flóttamaðurinn kemur, 71 órs gamall maður skríður styniandi niður í 150 metra löng iarðgöng- in, sem liggja undir múrnum Það koma líka þrjú börn. Eitt þeirra er of lítið til að skilja hvað um er að vera, en annað barn, fiögra ára, stanzaði og grét átakanlega, vegna þess að það varð að fara eitt niður [ göngin. Kvöldið eftir komu fleiri flótta- menn. Samtals urðu þeir 57. Svo komu ennfremur tveir, en þeir voru svikarar, þóttust bara ætla að flýia. Það sem svo skeði, skeði svo æðis fljótt að það var varla hægt að átta sig á því sem var að gerast: Stutt að- Framhald á bls. 39. X5*0W JF & ........ís^ Þrjátíu stúdentar, hálfs árs vinna. Þeir unnu í vakta- skiptum. Þoir bjuggu í kjallaranum sínum og þorðu aldrei út, — einhver gat séð þó....... Móðir og dóttir, — aftur faðma þær hvor aðra og tór þeirra mynda rákir í óhreinindin á kinnum þeirra. Það voru aðeins nokkrir tímar síðan þær skildu, en þeim fannst það óratími, það vcir líka hinum megin við múrinn. Aðeins einn komsl að í einu til að bora. Loftið þraut og gas kom í staðinn. Mennirnir sem unnu f göngunum urðu að fá súrefni gegnum slöngu, eins og kafarar. Þeir urðu að skríða, vegna þess að það voru aðeins 60 em „til lofts" — og alltaf 20 cm djúpt vatn á „gólfinu". VIKAN 33. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.