Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 46
VIKANOGHEIMIUÐ ritstjórí: Gudridur Gisladóttir. Prjónuð föt á 1—2 ára Mál. Brjóstvídd: 56-58 sm. öll sídd: 28—32 sm. Buxnavídd: 54—56 sm. Buxnasídd: 25—27 sm. Efni: Um 250 gr. af fjórþættu, meðalgrófu ullargarni. Prjónar nr. 2'/2 og 3 og aukaprj. nr. 3 til hjálpar köðlunum. Prjónið það þétt, að 30 I. prj. með sléttprjóni á prj. nr. 3 mæli 10 sm. Standist þessi hlutföll, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prióna- eða garngrófleika. Munstur I. Umferðir 1, 3, 5, og 7: (rangan) * 3 I. sl., 4 1. br. Endur- takið fró * og endið með 3 I. sl. Umferðir 2, 4 og 6: (réttan) * 3 I. br., 4. I. sl. Endurtakið frá * og endið með 3 I. br. 8. umf.: * 3 I. br., látið næstu 2-1. á aukaprión og látið vísa fram, 2 I. sl., takið nú aukaprjón- inn og prjónið af honum 2 I. sl., við það snýst kaðallinn. Endurtakið frá * og endið með 3 I. br. 9. og 11. umf. eins og 1. umf. 10. og 12. umf. eins og 2. umf. 13. umf. eins og 1. umf. Munstur II samanstendur af 6 I. 1. umf.: (réttan) 1 I. br., 4 I. sl., 1 I. br. 2. umf.: (rangan) 1 I. sl., 4 I. br., 1 I. sl. 3. umf.: látið 2 I. á auka- prjóninn og lótið hann vísa fram, 2 I. sl. og síðan 2 I. sl. af auka- prjóninum, 1 I. br. Umferðir 4, 6 og 8 eins og 2. umf. Umferðir 5, 7, og 9 eins og 1. umf. 10. umf. eins og 2. umf. Endurtakið munstrið fró 3. umf. PEYSAN. Bakstykki: Fitiið upp 66-80 I. á pr|ón nr. 3. Takið þá prjón nr. 2V2 og prj. munstur 1 í 13. umf. Takið þá prjóna nr. 3, og prj. sléttprj. að undanskyldum 6 I. bóðum megin við 8 miðlykkjumar. Prjónið þessar 6 I. til hliðanna með munstri II alla leið upp. Aukið nú út 8—3 I. með jöfnu millibili bóðum megin við 20 miðlykkjurnar (16—6 I. í einni umf.). Prjónið 2 I. til endanna Framhald á bls. 49. Hollráð Lakkið kápurnar á matreiðslu- bókunum einu sinni yfir með glæru lakki, þannig losnið þið við fitublettina, sem óhjákvæmi- lega setjast á slíkar bækur. Til þess að teppið á stiganum endist lengur, ætti að kaupa það einum 4 tommum lengra en þörf er á. Það á þá að vera of langt að ofan og afganginum brett inn undir sjálft sig eða lagt undir teppið á stigapallinum. Þegar líkur eru til að teppið fari að slitna, má draga það aðeins neð- ar, svo að brúnirnar færist til, og sé það þegar byrjað að slitna á tröppubrúninni, sést slitið furðulítið á tröppuveggnum und- ir brúninni. Það mætti t. d. flytja það í fyrsta áfanga um tvær tommur og Iáta hinar tvær enn vera afgangs uppi, og þegar teppið byrjar svo aftur að slitna, er þetta bara endurtekið, en end- arnir skornir af að neðan. Ef þið eigið teborð eða annað borð á hjólum, er hentugt að hafa það hjá sér, þegar þvottur- inn er straujaður, raða honum þar í bunka, eftir því hvert hann á að fara, og rúlla honum svo herbergi úr herbergi í skápa og skúffur. Þar sem smábörn eru, er nauð- synlega að loka á einhvern hátt rafmagnsístungum á véggjum. Glært límband er betra en ekk- ert til þess. * Setjið 1 bolla af matarsalti í 10 bolla af vatni og skolið nælon eða dacrongluggatjöldin í þess- ari blöndu áður en þau eru hengd upp, þá verða þau stíf og falleg á eftir. Athugið að saltið drepur grasið, séu tjöldin þurrkuð úti, og breiðið því eitthvað undir. Líka koma blettir á gólfin, sé ekkert til að hlífa þeim. Hafi tyggigúmmí klínzt í fötin eða á skóna, getur verið erfitt að ná því af. Setjið skóna eða flík- ina í frystinn í isskápnum nokkra stund (plastþoka utan um, ef þess þarf) og látið kólna vel. Þá er auðvelt að skafa það burt. Sé flíkin of fyrirferðarmikil í skáp- inn, má nudda blettinn með ís- mola, þar til hann er kaldur og harður. m VIKAN 33. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.