Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 47
O Á þessum kjól er töluvert verk, því að efnið er gert eins og gömlu, ensku klútateppin, þ. e. á. s. pappi lagður undir sexhyrningana, hvern fyrir sig og hliðarnar svo saumaðar saman, pappinn svo losaður frá á eftir, auðvitað. -£> Hér er blússan einlit og pilsið úr ferhyrndum köflum af 5 tegundum, sem eiga vel saman. Hér eru klútarnir af misjafnri > stærð og lögun. Gæta verður þess, að hafa eitthvert samræmi í niður- röðuninni. Stórir tíglar í þrem litum. >> Þessir kjólar koma beint frá París, og nú skuluð þið byrja að róta í tuskupokan- um. Flestir muna eftir klútateppunum hennar ömmu sinnar. Hér eru klút- arnir hafnir til enn meiri vegs og virðingar og not- aðir í tízkukjóla. Það þarf varla að taka það fram, að tuskurnar verða allar að vera af svipaðri efnisgerð — ekki er hægt að nota saman þunntog þykkt, gróft og fíngert. Sömuleiðis þarf að athuga, að eins liggi í öllu efninu, ganga vel frá saumum og svo auðvitað fóðra kjólinn. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að klæð- ast sannkölluðum módel- kjólum, því að engar líkur eru til að nokkur kona fái nákvæmlega sömu hug- mynd og einhver önnur. Þessir kjólar eru alltaf hafð- ir beinir og sléttir - og helzt stuttir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.