Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 11
i VEIKARIAÐILINN ingin fer fram, en það er alger misskilningur. Það á alltaf að segja nafn karlmannsins fyrst. Við kvenfólkið höfum rétt á þvi að vera kynntar á eftir. En það eru undantekningar frá þessu eins og öðru. Ef á að kynna roskinn mann og unga stúlku, er nafn hennar sagt á undan. í þessu eins og öðru berum við virðingu fyrir aldrinum. Og auðvitað á alltaf að fylgja handaband við kynningu. — Það er alls ekki óalgengt að sjá kvenfólk með rúllur i hárinu, og það á almannafæri og jafnvel við afgreiðslustörf. Er þetta í lagi frá fagurfræðilegu sjónarmiði? — Nei, þetta er eitthvað það ósmekklegasta, sem ég sé hjá kvenfólki, það er engu likara en þær haldi, að þetta sé i tizku, jafn ljótt og það er. En það er margt annað og ekki siður, sem er ábótavant, til dæmis það að bera naglalakk á sokka, þegar kemur lykkjufall á þá. Þá er það alveg furðu- legt, hvað afgreiðslufólk leyfir sér i ýmsum málum. Tökum litið dæmi úr verzlun. Ég fer inn og kaupi mér einn lakkrís- borða. Stúlkan gripur hann með hendinni og réttir mér hann. Hvað veit ég um, hvað hún hefur verið að gera rétt á undan? Hún tekur við óhreinum peningum og veður siðan i vöruna með höndunum. Þessi sóðaskapur er líka til i fleiri myndum. Ég hef oftar en einu sinni orðið áhorfandi að þvi á skemmti- stöðunum, að stúlkur koma út af salerninu og ganga beint fram i sal án þess að þvo sér um hendurnar. Þetta er ótrú- legt en satt. —¦ Já, þér minntuzt á dansstaðina. Einhverntima heyrði ég, að allir karlmenn ættu að standa upp, ef dama færi frá borðinu. Er það virkilega rétt? — í vissum tilfellum já. Ef þið farið til dæmis fjögur út að borða, er það sjálfsagt, að karlmennirnir standi upp, ef dama þarf að fara frá borðinu. En sé um stærri hóp að ræða, horfir málið öðru vísi við, þá mundu þeir herrar, sem næstir eru standa upp. ¦—¦ En nú kemur kvenfólk að borðinu, eitthvað kunnugt fólkinu, á herrann þá að standa upp? — Já, alveg sjálfsagt. Hann á þá að bjóða þeirri aðkomnu sæti og jafnvel bjóSa henni drykk. —¦ Og það jafnvel þótt hann sé ekkert hrifinn af heim- sókninni? Stundum er þetta nú bara gert i þeim tilgangi að snikja sér vin? — Það hlýtur náttúrlega að fara eftir félagahópi hvers og eins, hverjum hann býSur aS borSinu. Ef maSurinn hefur valið sér félaga, sem eru af þessu sauSahúsi, getur hann sér sjálfum um kennt, ef þeir fara að gerast nærgöngulir. En þaS má segja, aS skylt sé skeggiS hökunni i þessum efnum, menn velja sér oftast félaga eftir sjálfum sér. — Er nú kvenfólk yfirleitt hrifið af öllu þessu dekri og til- standi i kringum sig áf herrans hálfu? Vill það ekki alveg eins vera laust viS allt umstang? — ÞaS er okkur kvenfólkinu aS kenna eSa þakka, hvernig þið karlmennirnir komið fram við okkur. Þrátt fyrir alla kvenréttindabaráttu, jafnrétti í launum og annað, erum viS konurnar og viljum vera veikari aSilinn í samskiptum viS karlmennina. ViS viljum láta stjana dálitiS viS okkur. Svo hugsa ég nú, aS flestir karlmenn vilji sýna riddaramennsku i samskiptum við veikara kynið. Annars er það undir hverri stúlku komið og hennar framferði og siðum, hvernig karl- maður umgengst hana. Það getur verið, aS hann sýni einni stúlku fyllstu kurteisi, þótt hann sýni annarri ekki það sama. Það fer allt eftir framkomu hennar. Það hlýtur að vera ákaf- lega þreytandi aS reyna aS vera kurteis viS stúlku, sem er þaS ekki á móti. —¦ En ef viS snúum okkur nú að borðhaldinu. Nú eru á- kaflega miklar og flóknar reglur um borðsiði á skemmtistöS- unum, sem yrSi of langt mál upp aS telja. En þaS er eitt, sem mig langar til að fá vitneskju um. Er þaS sæmandi að reykja milli rétta? ¦— Nei, það er dónaskapur að reykja, áður en máltíðinni er lokið, sama hvort kvenfólk eða karlmenn eiga þar i hlut. ÞaS eru margir, sem þola illa tóbaksreyk, og það getur eyði- Framhald á bls. 40. Kennarinn ætti að temja sér að þéra nem- endur sína og ætlast til þess sama af þeim. Þéringar eru sjálfsagðar, þegar ókunn- ugir ræðast við. Það er alls cngin kurt- eisi að þúa bláókunnugt fólk. Það er engin ókurteisi að neita víni, en þrátt fyrir það er engin þörf á að hrópa upp, að maður drekki ekki. Þegar út á gólfið er komið, á herrann að hyrja á að kynna sig. Svo er sjálf- sagt fyrir hann að halda uppi sam- ræðum við dömuna, meðan þau dansa. ¦ t i I stórum samkvæmum cr ckki þörf á að kynna fólk sérstaklega, enda yrði það ill- framkvæmanlegt. En í smærri noðum er það sjálfsagt. Svona á ekki að leiðast úti á götu. Það er herrann, sem á að leiða dömuna en ekki öfugt. ViStal: Sigurgeir Jónsson VIKAN 33. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.