Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 10
Andiect Oddsteinsdóttir. VIKAN ræðir viö frú Andreu Oddsteinsdóttur um þéringar, kurteisi á almannafæri, kynn- ingar í veizlum, hvernig á að halda uppi samræðum við dömu á dansgólfinu, vín- menningu og fleira, sem snýr að almennri umgengnis- menningu. KURTEISI er nokkuð, sem lítið hefur verið í hávegum haft á ís- landi fram til þessa. Það er eins og við séum ekki ennþá búin að losa okkur við molbúaháttinn, sem einkenndi þessa þjóð i eina tið. Þeir, sem hafa verið erlendis, Ijúka flest- ir upp einum munni um, að okkur sé mjög ábótavant í flestum umgengnisvenj- um, aðrar þjóðir séu þar langt á undan okkur. Vel má vera, að einangrun eigi sinn þátt i þessu, en varla er hægt að skella allri skuldinni á hana, þar sem hún fer nú að verða að mestu leyti úr sögunni vegna bættra samgangna. í þeim dálkum blaðanna, sem ætlaður er lesend- um til afnota með bréf sin, ber alla jafna mest á bréfum, þar sem kvartað er yfir lítilli tillitssemi náungans. ÞatS er talað um afgreiðslufólk, sem ekki kann nóga mannasiði, durtshátt fólks í opinberum stöðum og þjónustustörfum o. s. frv. Þéringar eru fátílt fyrirbrigði og jafnvel dæmi þess, að fólk bregðist hið versta við, ef maður þérar það að fyrra bragði. Til dæmis gerðist það á einum skemmti- stað borgarinnar, að maður var að dansa við stúlku og þéraði hana. Hún reidd- ist þessu uppátæki hans og sagðist hætta að dansa við hann, ef hann þéraði sig- Hann brást hinn ljúfasti við og bauð henni samstundis dús, en þá tók ekki betra við, því að hún rauk frá honum með þeim ummælum, að hún bragðaði aldrei vín. Fleiri áþekk . dæmi munu þekkjast. Maður heyrir stundum, að fólk dáist að því við aðra, hvað þessi eða VH) VILJUM VEM í samsklptum viö karlmennina hinn hafi nú verið kurteis við sig. Auðvitað á það rétt á sér, að því sé hrósað sem vel er gert, en heldur væri það þó skemmtilegra, ef góðverkin og kurteisin heyrðu ekki til undantekninga, heldur væri það öfugt. En það er áreiðanlegt, að víða er pottur brot- inn í þessum málum á fslandi. Og hvað á þá að gera til úrbótar? Ekki er nóg að fjasa og nöldra um þetta, lítið batnar við það. Frú Andrea Oddsteinsdóttir rekur tízkuskóla við Skólavörðustíg, og þar er ungum stúlkum kennt, hvernig þær eiga að koma fram svo að vel sé. En það er fleira gert en að æfa göngulagið og klæðnaðinn, þar er fólki einn- ig kennt, hvernig það á að umgangast aðra. Allar kurteisis og umgengnisvenjur eru mik- ils metnar þar. Frú Andrea mun vera með þeim fróðari um þessi mál hér á landi, og því brugðum við okkur til hennar til að fá svör við nokkrum vandamálum umgengnis- listarinnar og fá holl ráð um það, hvernig á að koma fram við náungann. Hún tók þess- ari málaleitan okkar hið bezta. Tal okkar barst í fyrstu að þéringum, sem hafa verið umdeildar. Ég spurði frúna, hvort hún væri þeim hlynnt. — Já alveg eindregið. Og það á að byrja að kenna börnum þéringar strax i barna- skóla. Kennarinn ætti að temja sér að þéra börnin strax, og láta þau þéra sig á móti. Það eru margir, sem halda því fram, að sam- bandið geti ekki orðið jafn innilegt, ef þér- ingar eru viðhafðar. Ég fæ ekki séð, að þér- ingar hafi nein neikvæð áhrif á alúðleika fólks. En það er nauðsynlegt að byggja strax upp í skólanum, hvernig á að nota þéringar. Unglingar nú á dögum kunna alls ekki að þéra og hreinlega skilja mann ekki, ef maður þérar þá. Einu sinni kom til mín stúlka. Þegar við höfðum talazt við góða stund, bauð ég henni dús. Hún skildi alls ekki, hvað ég var að fara, hélt að ég væri að bjóða sér upp á einhvern drykk. Auðvitað er dús engin ís- Ienska, en það er orðið fast í málinu og við verðum að nota það. — Það þarf þá náttúrlega ekki að spyrja að þvi, að afgreiðslufólk eigi að þéra við- skiptavinina? — Já, ég er nú hrædd um það. Afgreiðslu- fólk hreinlega verður að þéra mann. Það er engin kurteisi að þúa bláókunnugt fólk, sama hver í hlut á. — En ef kaupmaðurinn er nú orðinn ná- kunnugur frúnum, sem skipta við hann, er þá ekki í lagi að byrja að þúa? ¦—¦ Náttúrlega fer það eftir því, hve mikill kunningsskapurinn er. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að fólk þúist, ef það er kunnugt hvert öðru, en það verður þá að byrja á að bjóða dús. Það er alveg hending, ef maður rekst á fólk, sem þérar mann, heldur á þaf til að rjúka á mann eins og það hafi þekkl mann alla ævi. Annars eru þéringar í miklum öldudal, en þetta getur breytzt og það til batnaðar. Það má geta þess hér, að Frakkar tóku m. a. upp þá nýbreytni á stjórnarbyltingartimun- um sinum frægu að gerast allir þúbræður, en sá siður stóð ékki lengi og þéringar voru teknar upp aftur, góðu heilli. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, áð slíkt gæti líka gerzt hér. Þéringar tíðkast almennt í öllum menning- arlöndum nema á íslandi. Þrátt fyrir það, að sinn sé siður i landi hverju, eru þéring- ar alþjóðlegt fyrirbæri, og vegna þess getur farið illa fyrir íslendingum erlendis, sem eru aðeins þúfærir. Hafið þér t. d. heyrt um unga manninn frá íslandi, sem sótti um at- vinnu hjá stórfyrirtæki i Danmörku? Hann fór á fund forstjórans og þúaði hann eins og gamlan og góðan vin. Hann var veginn og léttvægur fundinn og sendur aftur heim til þúbræðra sinna. Ég álít, að slik framkoma sé hæpin meðmæli með islenzkri menningu á þessum miklu landkynningartímum okkar. — Nú er víða pottur brotinnn i hegðun manna á almannafæri, svo sem í strætisvögn- um og víðar. Hvað vilduð þér helzt segja um það? Að mínum dómi er fullorðið fólk alls ekki nógu kurteist við unglingana. Að hugsa sér að annað eins skuli geta komið fyrir og ég sá um daginn í strætisvagni. Miðaldra kona kom inn í vagninn og rak unga stúlku, líklega 12 eða 13 ára, úr sæti. Hefði hún farið öðru- vísi að þessu, t. d. spurt kurteislega, hvort hún gæti fengið sætið, hefði þetta verið allt annað. En þarna kynnast unglingarnir ókurt- eisi hjá hinum fullorðnu og því ekki að haga sér eins? — Eruð þér kannske mótfallnar því, að ungt fólk bjóði eldra fólki sæti? —¦ Nei, alls ekki. Það er alveg sjálfsagt að bjóða eldra fólki sæti og eins vanfærum kon- um. Annars úr því að við erum byrjuð að tala um aldur, get ég sagt, að mér finnst ungar stúlkur orðnar dömur miklu fyrr en æskilegt er. Það er sennilega fermingin, sem þessu veldur. Ef hún væri færð fram til 16 ára ald- urs yrði það til mikilla bóta. Það á að leyfa börnunum að njóta bernskunnar eins lengi og hægt er. — Ef við snúum okkur þá að heimboðum og veizlum. Hvernig á að bjóða fólki i veizl- ur? Á að senda boðskort eða hafa bara opið hús, sem allir mega ganga inn um og út? ¦— Ég er ekkert sérstaklega hlynnt boðskort- um, það getur alltaf komið fyrir, að ein- hver gleymist, þegar þau eru skrifuð og þá getur hann ekki verið þekktur fyrir að mæta eins og boðflenna. Þvi að ef einhver er boð- inn, þá er ekki opið hús. Til dæmis með stór- ar veizlur, svo sem fermingar og brúðkaup er langauðveldasta lausnin að hafa opið hús. Ættingjar og skyldmenni vita um þennan at- burð og ráða þá sjálfir, hvort þeir koma eða ekki. — En nú er atriði, sem alla jafna er van- rækt hér á íslandi og það er að kynna fölk hvert fyrir öðru. Á ekki gestgjafinn að kynna fólk, sem ekki hefur sézt áður? — Jú, það er skylda hans, þó að hann van- ræki það oft og tíðum. Það er þó mismunandi eftir þvi, hve stór veizlan er. 1 stórveizlum, þar sem eru kannske tvö til þrjú hundruð manns, er það vitanlega ekki hægt. En i smærri boðum er það alveg viðráðanlegt og ætti að vera fastur liður. — Það eru einhverjar fastar reglur fyrir því, hvernig á að kynna, ekki satt? —• Jú mikil ósköp. Það eru margir, sem halda, að það sé alveg sama, hvernig kynn- 10 VIKAN 33. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.