Vikan

Issue

Vikan - 19.08.1965, Page 2

Vikan - 19.08.1965, Page 2
/ í sumri og sól... í FULLRI HLVÖRU Bítlamórall og öfugstreymi Nú á dögum opnar maður varla svo fyrir útvarpstæki, að ekki glymji í eyrum lijáróma samsöngur, sem ómögulegt er að átta sig á hvort kemur úr karl- manns- eða kevnbarka, með mis- munandi góðum undirleik ótal gítara og trumbna. Og þótt farið sé út i náttúruna, jafnvel lengst inn á öræfi, er maður ekki ó- hultur fyrir þessum ósköpum. Um það hafa transistortækin . séð, enda eru þau talin ómiss- andi í livert ferðalag. Meira að segja á götum úti, þar sem vinnu- flokkar eru að starfi, þykir ekki orðið neitt tiltökumál þótt trans- istortæki flytji vinnuflokknuni nýjustu óskalögin, þar sem það trónar, stillt í botn, á nálægu grindverki. Því var einhvern tíma haldið fram, að kýrnar mjólkuðu hetur ef þær fengju að heyra músik, og ef til vill hefur tónlistin lika örvandi á- hrif á afköst vinnandi manna. Samt lield ég, að kýrnar myndu elcki láta bjóða sér upp á allt það úrhrak tónlistar, ef tónlist skyldi kalla, sem mennirnir virð- ast gera í dag. Þær yrðu áreið- anlega steingeldar. Samt verður að geta þess, að eitt og eitt bítlalag hefur verið laglega gert, en sú framleiðsla er í miklum minnihluta, þegar á lieildina er litið. En það er annað og öllu verra, sem fylgt hefur i kjölfar þeirrar múgsefjunar, sem bítlaæðið hef- ur orsakað. Er fyrst að nefna bitlalubbann, óhugnanlegan hár- vöxt unga íolksins, sem gerir það að verkum, að ómögulegt er að greina hvort viðkomandi er karlkyns eða kvenkyns. Kunn- ingi minn var á gangi i Kaup- mannahöfn um daginn, og gekk þar fram á þrjú ungmenni. Virt- ist honum þar fara saman ung stúlka, sem hann tók sérstaklega eftir og liafði mikið ljóst hár, að því er virtist nýþvegið, tú- berað og greitt, og tveir piltar, 4 að því er hann bezt fékk séð, einnig með allsítt hár, en þó ekki jafn vel til haft og kvenlegt og stúlkunnar. Kunninginn kvað sér hafa brugðið all harkalega i brún, þegar Iiann nálgaðist liópinn og gat lilýtt á mál ungmennanna. Þá kom í ljós, að unga stúlkan með túberaða hárið ræddi með bassaröddu, og hlaut samkvæmt því að vera karlkyns, en kven- legar raddir hinna tveggja gáfu aftur á móti skýrt til kynna, að Framhald á bls 43. 2 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.